Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“

Marg­ir lýstu því að mynd­band­ið hefði kall­að fram gæsa­húð af hrifn­ingu. Pró­fess­or við Lista­há­skól­ann, Godd­ur, seg­ir aft­ur á móti að mynd­band­ið sé veru­lega ógeð­fellt og upp­fullt af þjóð­rembu.

Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Segir myndband KSÍ bara vera þjóðrembu Goddur er ekki hrifinn af því myndmáli sem notast er við í nýju kynningarmyndbandi KSÍ. „Ég veit ekki hvort þarna eru börn að verki eð vanvitar, eða hvort það er virkilega verið að meina þetta.“

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) kynnti í gær nýtt merki sambandsins, byggt á landvættunum íslensku. Til að kynna merkið til leiks birti KSÍ kynningarmyndband þar sem beitt var mjög áhrifamiklu myndmáli. Fjöldi fólks lýsti því í gær á samfélagsmiðlum að það væri stórhrifið, hughrifin væru tilkomumikil og myndbandið fyllti fólk stolti af því að vera Íslendingur. Aðrir voru ekki eins hrifnir og lýstu því að myndmálið væri uppfullt af þjóðrembu, svo jaðraði við fasískt myndmál.

Í kynningarmyndbandinu eru landvættirnar kynntar ein af öðrum og sagðar vernda landið fyrir árásum. „Hetjur koma og fara en liðið stendur að eilífu saman sem ein heild, tilbúið til að berjast undir töfrum verndaranna sem að eilífu vaka yfir þjóðinni,“ segir í myndbandinu. „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“.

„Gerði fólk þetta bara edrú og án lyfja?“

„Myndband KSÍ er eins og Leni Riefenstahl hafi fengið teikniteymi Ahnenerbe í lið með sér til að búa til kynningarstiklu fyrir fjöldafund Norðurlandadeildar SS. Gerði fólk þetta bara edrú og án lyfja?“ spurði Kristján B. Jónasson bókaútgefandi á Facebook í gær. Leni Riefensthal var þýskur kvikmyndaleikstjóri sem er hvað frægust fyrir að leikstýra nasista áróðursmyndinni Sigur viljans á fjórða áratug síðustu aldar, auk þess sem hún kvikmyndaði fleiri áróðursmyndir nasista í nánu samstarfi við Adolf Hitler. Ahnenerbe, sem Kristján minnist einnig á, var hugveita sem starfrækt var í Þriðja ríkinu á árunum 1935 til 1945 með það að markmiði reyna að færa sönnur á að hið norræna aríska kyn hefði áður ráðið heiminum.

Ungmennafélagsandinn í sinni verstu mynd

„Ég kann ekkert illa við merkið og það getur alveg staðið sem prýðismerki en mér finnst svolítið sérkennilegt að það minni hvergi á fótbolta,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, sem er rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands og sérfræðingur í myndmáli.

„Þetta er botninn í greind þjóðarinnar, þetta er alveg með ólíkindum“

„Þegar drambið eða þjóðremban spilar á hæstu strengi fiðlunnar jaðrar þetta auðvitað við að vera hlægilegt. Þarna er ekki vottur af dyggðum, þetta er bara remba, þjóðremba. Sennilega hefur kommentakerfi Miðflokksins farið af stað til að dást að þessu. Þetta er hámark heimskunnar, að láta svona frá sér. Ég veit ekki hvort þarna eru börn að verki eða vanvitar, eða hvort það er virkilega verið að meina þetta. Þetta er ekkert annað en partur af þessari Trumpísku pólaríseringu, að ögra til öfganna, draga upp ungmennafélagsandann í sinni verstu mynd. Þetta er raunverulega ógeðfellt.“

Meðal þeirra sem lýstu ánægju sinni með merkið og myndbandið í gær var einmitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem sagði bæði merkið og myndbandið flott.

Spurður hvort hann telji að birting myndbands með myndmáli af þessu tagi geti verið hættuleg telur Goddur það tæplega. „Sjáðu til, maður veit aldrei hvað verður hættulegt. Trump hefur til dæmis náð að vekja upp allan heiminn með vitleysunni og hver veit hvað kemur í kjölfarið þegar kemur viðspyrnan við heimskunni. Kannski er það bara hið besta mál að leyfa þessum tæpu tíu prósentum sem kusu Guðmund Franklín og styðja Miðflokkinn að gleðjast yfir þessu. Þetta er botninn í greind þjóðarinnar, þetta er alveg með ólíkindum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár