Nýtt efni


Þorvaldur Örn Árnason
Höfuðborgarsorp – frá skarna til ...?
Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur segir Reykvíkinga hafa sýnt metnað í sorpmálum og viljað vel, en verið seinheppnir. Nú kallar hann eftir sorpmenningarbyltingu.

Leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra
Fjórir þingflokksformenn Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Flokks fólksins hafa lagt fram vantrauststillögu á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Síðast var vantrauststillaga á ráðherra lögð fram árið 2018 þegar Sigríður Á. Andersen var dómsmálaráðherra.

Íris Björk Ágústsdóttir, Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir og Askur Hrafn Hannesson
Þegar Alþingi lögleiddi mannréttindabrot
Félagar í grasrótarhreyfingunni Fellum frumvarpið skrifa um nýsamþykktar breytingar á útlendingalögum.

Færri lóur kveða burt snjóinn
Tugþúsundir mófugla tapa búsvæðum sínum ef öll þau 7.000 sumarhús sem búið er að samþykkja skipulag fyrir á landinu verða byggð. Mófuglum stendur einnig hætta af vegagerð, skógrækt og vindorkuverum. Forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi segir að ef fram heldur sem horfir verði mófuglar að mestu farnir eftir hálfa öld.

Útlendingar og íslensk lög – Þrætuepli samtímans
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt á dögunum en það átti sér langan aðdraganda. Heimildin leit um öxl og fór yfir sögu útlendingalaga hér á landi.

„Að alast upp í tanki er eins brjálæðislega ónáttúrulegt og hugsast getur“
Angist hefur gripið um sig er háhyrningarnir Kiska, Keikó og Katina voru fönguð af mönnum og aðskilin frá fjölskyldum sínum. Hinir ungu háhyrningar hafa veinað af skelfingu og fjölskyldurnar leitað að þeim lengi. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávar- og atferlisfræðingur segir mjög sterkar tengingar verða innan fjölskyldna háhyrninga og vinabönd sömuleiðis myndast við aðra hópa.

Einn sjötti íbúða á Akureyri í eigu aðila utan sveitarfélagsins
Hátt í 1.500 íbúðir á Akureyri eru í eigu fólks eða lögaðila sem hafa heimilisfesti annars staðar. Akureyri sker sig frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

„Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni“
Dómsmálaráðherra gaf í skyn úr ræðustól Alþingis í dag að þingmenn þægju gjafir frá nýjum Íslendingum sem hlotið hefðu ríkisborgararétt frá Alþingi. Í yfirlýsingu segir ráðherrann að honum þyki „leitt að ég hafi ekki orðað þann hluta ræðu minnar nægilega skýrt.“


Soffía Sigurðardóttir
Varnarblekkingin
Soffía Sigurðardóttir segir að friðarstefna sé ekki hugleysi. Hún krefjist þrautseigju og hugrekkis að þora að fara í frið. Enginn fari í stríð af því hann sé hugrakkur, til þess þurfi aðeins að vera óttasleginn.

Lét að því liggja að þingmenn þiggi gjafir fyrir að veita ríkisborgararétt
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lét þau orð falla á Alþingi í dag að hann teldi tilefni til að skoða það í allsherjar- og menntamálanefnd hvort þingmenn í nefndinni hefðu tengsl við eða þegið gjafir frá því fólki sem fengið hefur ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi. Í kjölfarið steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu til að bera af sér sakir og dómsmálaráðherrann var sakaður um dylgjur, atvinnuróg og slúður úr ræðustól.

Saka dómsmálaráðherra um að brjóta lög
Ýmsir stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á Alþingi í dag um að brjóta lög með því að koma í veg fyrir að Útlendingastofnun afhenti gögn varðandi ríkisborgararétt og var hann hvattur til að íhuga stöðu sína alvarlega. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kom Jóni til varnar.
Athugasemdir