Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“

KSÍ kynn­ir nýtt merki sam­bands­ins með mynd­bandi um land­vætt­ina, „hinar full­komnu tákn­mynd­ir fyr­ir lands­l­ið Ís­lands“.

Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“
Gammurinn Landvættirnar vernda Ísland fyrir árásum og glæða landsliðsmenn töfrum, segir í myndbandi KSÍ. Mynd: KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýtt merki sambandsins sem byggir á landvættunum. Í kynningarmyndbandi sem leikkonan Hera Hilmarsdóttir talsetur og Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður leikstýrir eru landvættirnar kynntar ein af öðrum og sagðar vernda landið fyrir árásum.

„Hetjur koma og fara en liðið stendur að eilífu saman sem ein heild, tilbúið til að berjast undir töfrum verndaranna sem að eilífu vaka yfir þjóðinni,“ segir Hera yfir svipmyndum af landsliðunum. „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“.

Merkið mun glæða landsliðsbúninga knattspyrnuliðanna. „Fyrir Ísland: Nýr kafli er hafinn,“ segir í kynningartexta KSÍ. „Með stórkostlegum árangri síðustu ára hafa landslið Íslands vakið athygli heimsbyggðarinnar. Með sterkri liðsheild og óþrjótandi stuðningi þjóðarinnar höfum við sýnt að við getum staðið jafnfætis hvaða liði sem er.

„Saman hefjum við þennan næsta kafla — fyrir Ísland“

Við höfum nýtt styrkleika okkar og lært af sætum sigrum og bitrum ósigrum, sem hafa mótað okkar gildi. Þessir þættir hafa fært okkur innblástur fyrir nýja ásýnd, sem er í senn táknræn fyrir íslenska arfleifð, sögu og liðsheild. Saman hefjum við þennan næsta kafla — fyrir Ísland.“

Samhliða kynningu á nýju útliti hefur KSÍ sett í sölu nýjan varning sem tengist liðinu.

Nýi búningurinnLandsliðsmenn sýna búninginn og merkið sem er innblásið af landvættunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár