Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“

KSÍ kynn­ir nýtt merki sam­bands­ins með mynd­bandi um land­vætt­ina, „hinar full­komnu tákn­mynd­ir fyr­ir lands­l­ið Ís­lands“.

Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“
Gammurinn Landvættirnar vernda Ísland fyrir árásum og glæða landsliðsmenn töfrum, segir í myndbandi KSÍ. Mynd: KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýtt merki sambandsins sem byggir á landvættunum. Í kynningarmyndbandi sem leikkonan Hera Hilmarsdóttir talsetur og Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður leikstýrir eru landvættirnar kynntar ein af öðrum og sagðar vernda landið fyrir árásum.

„Hetjur koma og fara en liðið stendur að eilífu saman sem ein heild, tilbúið til að berjast undir töfrum verndaranna sem að eilífu vaka yfir þjóðinni,“ segir Hera yfir svipmyndum af landsliðunum. „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“.

Merkið mun glæða landsliðsbúninga knattspyrnuliðanna. „Fyrir Ísland: Nýr kafli er hafinn,“ segir í kynningartexta KSÍ. „Með stórkostlegum árangri síðustu ára hafa landslið Íslands vakið athygli heimsbyggðarinnar. Með sterkri liðsheild og óþrjótandi stuðningi þjóðarinnar höfum við sýnt að við getum staðið jafnfætis hvaða liði sem er.

„Saman hefjum við þennan næsta kafla — fyrir Ísland“

Við höfum nýtt styrkleika okkar og lært af sætum sigrum og bitrum ósigrum, sem hafa mótað okkar gildi. Þessir þættir hafa fært okkur innblástur fyrir nýja ásýnd, sem er í senn táknræn fyrir íslenska arfleifð, sögu og liðsheild. Saman hefjum við þennan næsta kafla — fyrir Ísland.“

Samhliða kynningu á nýju útliti hefur KSÍ sett í sölu nýjan varning sem tengist liðinu.

Nýi búningurinnLandsliðsmenn sýna búninginn og merkið sem er innblásið af landvættunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár