Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“

KSÍ kynn­ir nýtt merki sam­bands­ins með mynd­bandi um land­vætt­ina, „hinar full­komnu tákn­mynd­ir fyr­ir lands­l­ið Ís­lands“.

Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“
Gammurinn Landvættirnar vernda Ísland fyrir árásum og glæða landsliðsmenn töfrum, segir í myndbandi KSÍ. Mynd: KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýtt merki sambandsins sem byggir á landvættunum. Í kynningarmyndbandi sem leikkonan Hera Hilmarsdóttir talsetur og Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður leikstýrir eru landvættirnar kynntar ein af öðrum og sagðar vernda landið fyrir árásum.

„Hetjur koma og fara en liðið stendur að eilífu saman sem ein heild, tilbúið til að berjast undir töfrum verndaranna sem að eilífu vaka yfir þjóðinni,“ segir Hera yfir svipmyndum af landsliðunum. „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“.

Merkið mun glæða landsliðsbúninga knattspyrnuliðanna. „Fyrir Ísland: Nýr kafli er hafinn,“ segir í kynningartexta KSÍ. „Með stórkostlegum árangri síðustu ára hafa landslið Íslands vakið athygli heimsbyggðarinnar. Með sterkri liðsheild og óþrjótandi stuðningi þjóðarinnar höfum við sýnt að við getum staðið jafnfætis hvaða liði sem er.

„Saman hefjum við þennan næsta kafla — fyrir Ísland“

Við höfum nýtt styrkleika okkar og lært af sætum sigrum og bitrum ósigrum, sem hafa mótað okkar gildi. Þessir þættir hafa fært okkur innblástur fyrir nýja ásýnd, sem er í senn táknræn fyrir íslenska arfleifð, sögu og liðsheild. Saman hefjum við þennan næsta kafla — fyrir Ísland.“

Samhliða kynningu á nýju útliti hefur KSÍ sett í sölu nýjan varning sem tengist liðinu.

Nýi búningurinnLandsliðsmenn sýna búninginn og merkið sem er innblásið af landvættunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár