66. spurningaþraut: Shakespeare, fótbolti, forsætisráðherra, ópera, hvað viljiði meira?

66. spurningaþraut: Shakespeare, fótbolti, forsætisráðherra, ópera, hvað viljiði meira?

Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni.

Á myndinni hér að ofan, hvaða fólk má sjá þarna? Athugið að þarna eru tveir einstaklingar, þótt hinar ýmsu vélar kunni að klippa myndina misvel.

En um neðri myndina er líka spurt, einfaldlega: Hver er þetta?

1.   Hvað hét bandaríska stórborgin New York áður en hún hét New York?

2.   Hver samdi óperuna Il Trovatore?

3.   Víðfrægur en umdeildur bandarískur kvikmyndaleikstjóri vinnur nú að mynd um upprisu Jesúa frá Nasaret og reyndar er það ekki í fyrsta sinn sem hann fæst við líf Jesúa. Síðasta mynd hans hét hins vegar Hacksaw Ridge og fjallaði um sjúkraliða í bandaríska hernum í síðari heimsstyrjöld sem vildi ekki bera vopn. Hvað heitir þessi leikstjóri?

4.   Hvað hét fyrsti forsætisráðherra Íslands?

5.    Hvað heitir formaður verkalýðsfélagsins Eflingar?

6.   Móðir formannsins var í áratugi virtur og vinsæll útvarpsþulur. Hvað heitir hún?

7.   Lið Chelsea varð enskur meistari í fótbolta um daginn, það er að segja í kvennaflokki. Með liðinu leikur 27 ára varnarjaxl sem spilar undir fána Noregs enda hefur hún verið búsett þar alla sína ævi og móðir hennar er norsk. Faðir hennar er hins vegar Íslendingur og frægur íþróttaþjálfari í Noregi. Hvað heitir hún?

8.   Í leikriti Shakespeares, Lé kóngi, segir frá gömlum konungi sem hyggst skipta ríki sínu milli dætra sinna þriggja en heimtar í staðinn að þær smjaðri fyrir sér. Sú yngsta neitar að gera það og af því sprettur mikil flétta, því karl gerir hana arflausa um leið, en svo kemur auðvitað í ljós að hún er sú eina sem elskar karlhróið í raun og veru. Hvað heitir þessi yngsta dóttir Lés?

9.   Um hvaða konu var sagt að fegurð hennar væri slík að hennar vegna væri þúsund skipum hrint í sjó? Með því var átt við að stríð braust út vegna hennar, og fjöldi skipa stefndi til borgarinnar Tróju að frelsa hana úr klóm brottnámsmanns.

10.   Hvað heitir höfuðborgin í Ungverjalandi?

1.   Nýja Amsterdam.

2.   Verdi.

3.   Mel Gibson.

4.   Jón Magnússon.

5.   Sólveig Anna Jónsdóttir.

6.   Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.

7.   María Þórisdóttir.

8.   Cordelía.

9.   Helena fagra.

10.   Búdapest.

Á myndinni hér ögn ofar er vitanlega engin önnur er breska kvikmyndaleikkonan Emma Watson, sem sló fyrst í gegn í hlutverki Hermione Granger í Harry Potter-myndunum.

En á myndinni efst eru þau Björk Guðmundsdóttir og Eyþór Arnalds að leika og syngja með hljómsveitinni Tappi tíkarrass.

Hér er öll myndin sem skjáskotið var tekið af:

En hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár