Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

66. spurningaþraut: Shakespeare, fótbolti, forsætisráðherra, ópera, hvað viljiði meira?

66. spurningaþraut: Shakespeare, fótbolti, forsætisráðherra, ópera, hvað viljiði meira?

Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni.

Á myndinni hér að ofan, hvaða fólk má sjá þarna? Athugið að þarna eru tveir einstaklingar, þótt hinar ýmsu vélar kunni að klippa myndina misvel.

En um neðri myndina er líka spurt, einfaldlega: Hver er þetta?

1.   Hvað hét bandaríska stórborgin New York áður en hún hét New York?

2.   Hver samdi óperuna Il Trovatore?

3.   Víðfrægur en umdeildur bandarískur kvikmyndaleikstjóri vinnur nú að mynd um upprisu Jesúa frá Nasaret og reyndar er það ekki í fyrsta sinn sem hann fæst við líf Jesúa. Síðasta mynd hans hét hins vegar Hacksaw Ridge og fjallaði um sjúkraliða í bandaríska hernum í síðari heimsstyrjöld sem vildi ekki bera vopn. Hvað heitir þessi leikstjóri?

4.   Hvað hét fyrsti forsætisráðherra Íslands?

5.    Hvað heitir formaður verkalýðsfélagsins Eflingar?

6.   Móðir formannsins var í áratugi virtur og vinsæll útvarpsþulur. Hvað heitir hún?

7.   Lið Chelsea varð enskur meistari í fótbolta um daginn, það er að segja í kvennaflokki. Með liðinu leikur 27 ára varnarjaxl sem spilar undir fána Noregs enda hefur hún verið búsett þar alla sína ævi og móðir hennar er norsk. Faðir hennar er hins vegar Íslendingur og frægur íþróttaþjálfari í Noregi. Hvað heitir hún?

8.   Í leikriti Shakespeares, Lé kóngi, segir frá gömlum konungi sem hyggst skipta ríki sínu milli dætra sinna þriggja en heimtar í staðinn að þær smjaðri fyrir sér. Sú yngsta neitar að gera það og af því sprettur mikil flétta, því karl gerir hana arflausa um leið, en svo kemur auðvitað í ljós að hún er sú eina sem elskar karlhróið í raun og veru. Hvað heitir þessi yngsta dóttir Lés?

9.   Um hvaða konu var sagt að fegurð hennar væri slík að hennar vegna væri þúsund skipum hrint í sjó? Með því var átt við að stríð braust út vegna hennar, og fjöldi skipa stefndi til borgarinnar Tróju að frelsa hana úr klóm brottnámsmanns.

10.   Hvað heitir höfuðborgin í Ungverjalandi?

1.   Nýja Amsterdam.

2.   Verdi.

3.   Mel Gibson.

4.   Jón Magnússon.

5.   Sólveig Anna Jónsdóttir.

6.   Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.

7.   María Þórisdóttir.

8.   Cordelía.

9.   Helena fagra.

10.   Búdapest.

Á myndinni hér ögn ofar er vitanlega engin önnur er breska kvikmyndaleikkonan Emma Watson, sem sló fyrst í gegn í hlutverki Hermione Granger í Harry Potter-myndunum.

En á myndinni efst eru þau Björk Guðmundsdóttir og Eyþór Arnalds að leika og syngja með hljómsveitinni Tappi tíkarrass.

Hér er öll myndin sem skjáskotið var tekið af:

En hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár