Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

66. spurningaþraut: Shakespeare, fótbolti, forsætisráðherra, ópera, hvað viljiði meira?

66. spurningaþraut: Shakespeare, fótbolti, forsætisráðherra, ópera, hvað viljiði meira?

Aukaspurningar eru tvær að þessu sinni.

Á myndinni hér að ofan, hvaða fólk má sjá þarna? Athugið að þarna eru tveir einstaklingar, þótt hinar ýmsu vélar kunni að klippa myndina misvel.

En um neðri myndina er líka spurt, einfaldlega: Hver er þetta?

1.   Hvað hét bandaríska stórborgin New York áður en hún hét New York?

2.   Hver samdi óperuna Il Trovatore?

3.   Víðfrægur en umdeildur bandarískur kvikmyndaleikstjóri vinnur nú að mynd um upprisu Jesúa frá Nasaret og reyndar er það ekki í fyrsta sinn sem hann fæst við líf Jesúa. Síðasta mynd hans hét hins vegar Hacksaw Ridge og fjallaði um sjúkraliða í bandaríska hernum í síðari heimsstyrjöld sem vildi ekki bera vopn. Hvað heitir þessi leikstjóri?

4.   Hvað hét fyrsti forsætisráðherra Íslands?

5.    Hvað heitir formaður verkalýðsfélagsins Eflingar?

6.   Móðir formannsins var í áratugi virtur og vinsæll útvarpsþulur. Hvað heitir hún?

7.   Lið Chelsea varð enskur meistari í fótbolta um daginn, það er að segja í kvennaflokki. Með liðinu leikur 27 ára varnarjaxl sem spilar undir fána Noregs enda hefur hún verið búsett þar alla sína ævi og móðir hennar er norsk. Faðir hennar er hins vegar Íslendingur og frægur íþróttaþjálfari í Noregi. Hvað heitir hún?

8.   Í leikriti Shakespeares, Lé kóngi, segir frá gömlum konungi sem hyggst skipta ríki sínu milli dætra sinna þriggja en heimtar í staðinn að þær smjaðri fyrir sér. Sú yngsta neitar að gera það og af því sprettur mikil flétta, því karl gerir hana arflausa um leið, en svo kemur auðvitað í ljós að hún er sú eina sem elskar karlhróið í raun og veru. Hvað heitir þessi yngsta dóttir Lés?

9.   Um hvaða konu var sagt að fegurð hennar væri slík að hennar vegna væri þúsund skipum hrint í sjó? Með því var átt við að stríð braust út vegna hennar, og fjöldi skipa stefndi til borgarinnar Tróju að frelsa hana úr klóm brottnámsmanns.

10.   Hvað heitir höfuðborgin í Ungverjalandi?

1.   Nýja Amsterdam.

2.   Verdi.

3.   Mel Gibson.

4.   Jón Magnússon.

5.   Sólveig Anna Jónsdóttir.

6.   Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.

7.   María Þórisdóttir.

8.   Cordelía.

9.   Helena fagra.

10.   Búdapest.

Á myndinni hér ögn ofar er vitanlega engin önnur er breska kvikmyndaleikkonan Emma Watson, sem sló fyrst í gegn í hlutverki Hermione Granger í Harry Potter-myndunum.

En á myndinni efst eru þau Björk Guðmundsdóttir og Eyþór Arnalds að leika og syngja með hljómsveitinni Tappi tíkarrass.

Hér er öll myndin sem skjáskotið var tekið af:

En hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu