Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

65. spurningaþraut: Hvað muniði úr sögu diskóhljómsveitarinnar Village People?

65. spurningaþraut: Hvað muniði úr sögu diskóhljómsveitarinnar Village People?

Aukaspurningar:

Hver er karlinn á efri myndinni?

Og hver er konan á neðri myndinni? Það má fylgja sögunni að hún er nýbúin að hljóta Grímuverðlaun fyrir leiklist.

1.   Djöfullinn hefur mörg nöfn. Eitt þeirra þýðir „ljósberi“ á latínu. Hvaða nafn er það?

2.   Tónlistarkona nokkur ber sitt skírnarnafn, eins og allir, en síðan heitir hún líka Giselle Knowles-Carter. Hún er þó fyrst og fremst þekkt undir skírnarnafninu, og hvað er það?

3.   Hvað hét fyrsti gervihnötturinn sem skotið var á loft frá Sovétríkjunum 1957?

4.   Hver var forsætisráðherra Íslands á undan Davíð Oddssyni?

5.   Diskó-hljómsveitin Village People mun enn vera til vestur í Bandaríkjunum en hún kom fram á sjónarsviðið 1977. Fyrir utan grípandi diskó-lög sín vakti hljómsveitin athygli fyrir að meðlimir voru eða gáfu sig altént út fyrir að vera ... hvað?

6.   Borgin Istanbúl hét áður Konstantínópel en þar áður hét hún ... hvað?

7.   Hvaða ár hófst franska byltingin?

8.   Hvaða umdeildu byggingu frá 1992 teiknuðu þau Margrét Harðardóttir og Steve Christer?

9.   Hvað var eina spendýrið sem bjó á landi á Íslandi þegar menn settust hér að?

10.   Hvað heitir þjálfari karlaliðs KR í fótbolta nú um stundir?

1.   Lúsífer.

2.   Beyoncé.

3.   Spútnik.

4.   Steingrímur Hermannsson.

5.   Samkynhneigðir.

6.   Býstantíum.

7.   1789.

8.   Ráðhús Reykjavíkur.

9.   Refurinn.

10.   Rúnar Kristinsson.

Karlinn á efri myndinni er náttúrlega Jósef Stalín ungur að árum. Svona er myndin er öll.

Og konan á neðri myndinni er Ebba Katrín Finnsdóttir. Myndin er skjáskot af mynd úr Morgunblaðinu sem Eggert Jóhannesson tók.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu