Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

63. spurningaþraut: Númer hvað verður Vilhjálmur, og fleira

63. spurningaþraut: Númer hvað verður Vilhjálmur, og fleira

Aukaspurningar:

Úr hvaða tölvuleik er persónan hér að ofan?

Og hver málaði myndina hér að neðan af frú einni með hreysikött?

En þá eru það aðalspurningarnar tíu:

1.   Hvað heitir aðalmarkvörður karlaliðs Liverpool í fótbolta?

2.   Ef fram fer sem horfir, þá verður Vilhjálmur prins, sonur Díönu Spencer og Karls prins, einhvern tíma í framtíðinni konungur Bretlands. Vilhjálmur númer hvað mun hann þá verða?

3.   Í hvaða landi er höfuðborgin Valletta?

4.   Írland hefur unnið Eurovision söngvakeppnina oftar en nokkuð annað land. Hversu oft?

5.   Golfleikarinn kunni Tiger Woods var ekki skírður Tiger, heldur er það gælunafn hans. Hvað er hið rétta fornafn golfleikarans?

6.   Og talandi um golf. Árið 2017 var golfleikari í fyrsta sinn valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Hver var það?

7.   Hvert er tilkall þýsku herflugvélarinnar Messerschmitt 262 til frægðar?

8.   Hver lék Judy Garland í bíómynd frá í fyrra? Myndin hét einfaldlega Judy.

9.   Við hvaða eyju er forngríska skáldkonan Saffó ævinlega kennd?

10.   Fyrir nokkru síðan fóru þrjár ungverskar systur mikinn á skákmótum heimsins og sýndu rækilega fram á að konur geta vel keppt á jafnréttisgrundvelli við karla í skák. Þær báru ættarnafnið Polgar og sú yngsta reyndist þeirra langbest og var um tíma í hópi allra sterkustu skákmanna heims. Hvað heitir hún að fornafni?

1.   Allison.

2.   Vilhjálmur fimmti.

3.   Á Möltu.

4.   Sjö sinnum.

5.   Eldrick.

6.   Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

7.   Fyrsta þotan sem tekin var í almenna notkun með góðum árangri í hernaði.

8.   Renée Zellweger.

9.   Lesbos.

10.   Judit.

Og svörin við aukaspurningum:

Persónan er úr tölvuleiknum Assassin's Creed.

Leonardo da Vinci málaði frúna og hreysiköttinn.

Hér er svo þraut frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár