Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

63. spurningaþraut: Númer hvað verður Vilhjálmur, og fleira

63. spurningaþraut: Númer hvað verður Vilhjálmur, og fleira

Aukaspurningar:

Úr hvaða tölvuleik er persónan hér að ofan?

Og hver málaði myndina hér að neðan af frú einni með hreysikött?

En þá eru það aðalspurningarnar tíu:

1.   Hvað heitir aðalmarkvörður karlaliðs Liverpool í fótbolta?

2.   Ef fram fer sem horfir, þá verður Vilhjálmur prins, sonur Díönu Spencer og Karls prins, einhvern tíma í framtíðinni konungur Bretlands. Vilhjálmur númer hvað mun hann þá verða?

3.   Í hvaða landi er höfuðborgin Valletta?

4.   Írland hefur unnið Eurovision söngvakeppnina oftar en nokkuð annað land. Hversu oft?

5.   Golfleikarinn kunni Tiger Woods var ekki skírður Tiger, heldur er það gælunafn hans. Hvað er hið rétta fornafn golfleikarans?

6.   Og talandi um golf. Árið 2017 var golfleikari í fyrsta sinn valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Hver var það?

7.   Hvert er tilkall þýsku herflugvélarinnar Messerschmitt 262 til frægðar?

8.   Hver lék Judy Garland í bíómynd frá í fyrra? Myndin hét einfaldlega Judy.

9.   Við hvaða eyju er forngríska skáldkonan Saffó ævinlega kennd?

10.   Fyrir nokkru síðan fóru þrjár ungverskar systur mikinn á skákmótum heimsins og sýndu rækilega fram á að konur geta vel keppt á jafnréttisgrundvelli við karla í skák. Þær báru ættarnafnið Polgar og sú yngsta reyndist þeirra langbest og var um tíma í hópi allra sterkustu skákmanna heims. Hvað heitir hún að fornafni?

1.   Allison.

2.   Vilhjálmur fimmti.

3.   Á Möltu.

4.   Sjö sinnum.

5.   Eldrick.

6.   Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

7.   Fyrsta þotan sem tekin var í almenna notkun með góðum árangri í hernaði.

8.   Renée Zellweger.

9.   Lesbos.

10.   Judit.

Og svörin við aukaspurningum:

Persónan er úr tölvuleiknum Assassin's Creed.

Leonardo da Vinci málaði frúna og hreysiköttinn.

Hér er svo þraut frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu