Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

63. spurningaþraut: Númer hvað verður Vilhjálmur, og fleira

63. spurningaþraut: Númer hvað verður Vilhjálmur, og fleira

Aukaspurningar:

Úr hvaða tölvuleik er persónan hér að ofan?

Og hver málaði myndina hér að neðan af frú einni með hreysikött?

En þá eru það aðalspurningarnar tíu:

1.   Hvað heitir aðalmarkvörður karlaliðs Liverpool í fótbolta?

2.   Ef fram fer sem horfir, þá verður Vilhjálmur prins, sonur Díönu Spencer og Karls prins, einhvern tíma í framtíðinni konungur Bretlands. Vilhjálmur númer hvað mun hann þá verða?

3.   Í hvaða landi er höfuðborgin Valletta?

4.   Írland hefur unnið Eurovision söngvakeppnina oftar en nokkuð annað land. Hversu oft?

5.   Golfleikarinn kunni Tiger Woods var ekki skírður Tiger, heldur er það gælunafn hans. Hvað er hið rétta fornafn golfleikarans?

6.   Og talandi um golf. Árið 2017 var golfleikari í fyrsta sinn valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. Hver var það?

7.   Hvert er tilkall þýsku herflugvélarinnar Messerschmitt 262 til frægðar?

8.   Hver lék Judy Garland í bíómynd frá í fyrra? Myndin hét einfaldlega Judy.

9.   Við hvaða eyju er forngríska skáldkonan Saffó ævinlega kennd?

10.   Fyrir nokkru síðan fóru þrjár ungverskar systur mikinn á skákmótum heimsins og sýndu rækilega fram á að konur geta vel keppt á jafnréttisgrundvelli við karla í skák. Þær báru ættarnafnið Polgar og sú yngsta reyndist þeirra langbest og var um tíma í hópi allra sterkustu skákmanna heims. Hvað heitir hún að fornafni?

1.   Allison.

2.   Vilhjálmur fimmti.

3.   Á Möltu.

4.   Sjö sinnum.

5.   Eldrick.

6.   Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

7.   Fyrsta þotan sem tekin var í almenna notkun með góðum árangri í hernaði.

8.   Renée Zellweger.

9.   Lesbos.

10.   Judit.

Og svörin við aukaspurningum:

Persónan er úr tölvuleiknum Assassin's Creed.

Leonardo da Vinci málaði frúna og hreysiköttinn.

Hér er svo þraut frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár