Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gera alvarlega athugasemd við starfsleyfi Creditinfo

Neyt­enda­sam­tök­in og ASÍ vilja að starfs­leyfi Cred­it­in­fo verði end­ur­skoð­að með til­liti til al­manna­hags­muna. Ábyrgð Cred­it­in­fo við inn­heimtu smá­lána er sögð mik­il.

Gera alvarlega athugasemd við starfsleyfi Creditinfo
Smálán Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt aðkomu Creditinfo að innheimtu smálána. Mynd: Shutterstock

Vinnsla Creditinfo á persónuupplýsingum telst brot á lögum um persónuvernd að mati Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Samtökin telja að endurskoða þurfi starfsleyfi fyrirtækisins með tilliti til almannahagsmuna.

Samtökin unnu umsögn um starfsleyfi Creditinfo Lánstrauts að eigin frumkvæði og sendu Persónuvernd. Starfsleyfið rennur út í næstu viku, 1. júlí.

„Creditinfo er fjárhagsupplýsingastofa sem er háð starfsleyfi frá Persónuvernd,“ segir í umsögninni. „Félagið er eitt sinnar tegundar á Íslandi og viðheldur einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi, skrá sem allar innlendar lánastofnanir nýta sér í tengslum við afgreiðslu erinda, hvort heldur sem er við upphaf viðskipta eða fyrirgreiðslu. Er því ljóst að ábyrgð félagsins er mikil enda getur vanskilaskráning haft víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga hvað varðar aðgang að fjármagni eða annarri fyrirgreiðslu og getur því haft áhrif á húsnæðis- og framfærsluöryggi auk félagslegrar stöðu.“

Samtökin telja að nauðsynlegt sé endurskoða starfsleyfi Creditinfo með tilliti til almannahagsmuna. „Samtökin telja bæði rétt og eðlilegt að ríkar skyldur séu lagðar á fyrirtæki sem hefur slíkt starfsleyfi og að óheimil vinnsla þess á persónuupplýsingum skuli teljast brot á starfsleyfi er varði viðurlögum samkvæmt lögum um persónuvernd o.fl. Telja samtökin mikilvægt að eftirlit með starfseminni sé virkt og tryggt að brot gegn starfsleyfi fái ekki að viðgangast í margar vikur, mánuði eða jafnvel ár án þess að brugðist sé við. Af heimasíðu Persónuverndar má ráða að flestar, ef ekki allar, úrlausnir Persónuverndar gegn Creditinfo séu tilkomnar vegna kvartana þriðja aðila sem telur á sér brotið eða ábendinga utanaðkomandi aðila.“

Loks telja samtökin mikilvægt að viðskiptagrundvöllur Creditinfo verði skoðaður í tengslum við endurskoðun starfsleyfisins. „Er þar sérstaklega horft til þess að tryggt verði að félagið hafi ekki beina verulega hagsmuni, s.s. fjárhagslega, af skráningu eða viðskiptum við innheimtufyrirtæki sem nýta sér heimild til vanskilaskráningar. Kann að vera nauðsynlegt að setja slíkri starfsemi frekari skorður. Í það minnsta telja samtökin brýnt að afturköllun starfsleyfis og beiting viðurlaga, s.s. sekta, verði í reynd virk úrræði til þess verja hagsmuni almennings og til þess eftirlits og aðhalds sem nauðsynlegt er að veita fyrirtækinu. Samtökin telja fullreynt að félagið taki sjálft frumkvæði að því að verja hagmuni þeirra sem skráðir eru á vanskilaskrá. 

Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt innheimtu smálána á Íslandi og snýr hluti af gagnrýninni að því. „Fyrir liggur að innheimtufyrirtækið Almenn innheimta ehf. hefur verið í viðskiptum við Creditinfo um árabil,“ segir í umsögninni. „Innheimtar voru kröfur sem byggja á ólögmætum lánum og fólk sett á vanskilaskrá að ósekju enda áttu margir lántakendur inni kröfu á kröfuhafa vegna ofgreidds kostnaðar. Með því ófullnægjandi fyrirkomulagi sem gildir um Creditinfo hefur Almenn innheimta ehf. geta hótað fólki með vanskilaskráningu og sett fólk á vanskilaskrá með því að klæða innheimtuna í löginnheimtubúning. Ábyrgð Creditinfo virðist engin í svona málum, þvert á móti hagnast fyrirtækið af því að eiga viðskipti við sem flesta kröfuhafa og virðist engu breyta þótt kröfuhafi sé hluti af skipulagðri brotastarfsemi á smálánamarkaði. Þegar upp kemst um brot á starfsleyfi breytir Creditinfo um starfsaðferðir án þess að þurfa að sæta nokkurri ábyrgð á því að hafa brotið starfsleyfið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár