Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gera alvarlega athugasemd við starfsleyfi Creditinfo

Neyt­enda­sam­tök­in og ASÍ vilja að starfs­leyfi Cred­it­in­fo verði end­ur­skoð­að með til­liti til al­manna­hags­muna. Ábyrgð Cred­it­in­fo við inn­heimtu smá­lána er sögð mik­il.

Gera alvarlega athugasemd við starfsleyfi Creditinfo
Smálán Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt aðkomu Creditinfo að innheimtu smálána. Mynd: Shutterstock

Vinnsla Creditinfo á persónuupplýsingum telst brot á lögum um persónuvernd að mati Neytendasamtakanna og Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Samtökin telja að endurskoða þurfi starfsleyfi fyrirtækisins með tilliti til almannahagsmuna.

Samtökin unnu umsögn um starfsleyfi Creditinfo Lánstrauts að eigin frumkvæði og sendu Persónuvernd. Starfsleyfið rennur út í næstu viku, 1. júlí.

„Creditinfo er fjárhagsupplýsingastofa sem er háð starfsleyfi frá Persónuvernd,“ segir í umsögninni. „Félagið er eitt sinnar tegundar á Íslandi og viðheldur einu eiginlegu vanskilaskrá yfir einstaklinga á Íslandi, skrá sem allar innlendar lánastofnanir nýta sér í tengslum við afgreiðslu erinda, hvort heldur sem er við upphaf viðskipta eða fyrirgreiðslu. Er því ljóst að ábyrgð félagsins er mikil enda getur vanskilaskráning haft víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga hvað varðar aðgang að fjármagni eða annarri fyrirgreiðslu og getur því haft áhrif á húsnæðis- og framfærsluöryggi auk félagslegrar stöðu.“

Samtökin telja að nauðsynlegt sé endurskoða starfsleyfi Creditinfo með tilliti til almannahagsmuna. „Samtökin telja bæði rétt og eðlilegt að ríkar skyldur séu lagðar á fyrirtæki sem hefur slíkt starfsleyfi og að óheimil vinnsla þess á persónuupplýsingum skuli teljast brot á starfsleyfi er varði viðurlögum samkvæmt lögum um persónuvernd o.fl. Telja samtökin mikilvægt að eftirlit með starfseminni sé virkt og tryggt að brot gegn starfsleyfi fái ekki að viðgangast í margar vikur, mánuði eða jafnvel ár án þess að brugðist sé við. Af heimasíðu Persónuverndar má ráða að flestar, ef ekki allar, úrlausnir Persónuverndar gegn Creditinfo séu tilkomnar vegna kvartana þriðja aðila sem telur á sér brotið eða ábendinga utanaðkomandi aðila.“

Loks telja samtökin mikilvægt að viðskiptagrundvöllur Creditinfo verði skoðaður í tengslum við endurskoðun starfsleyfisins. „Er þar sérstaklega horft til þess að tryggt verði að félagið hafi ekki beina verulega hagsmuni, s.s. fjárhagslega, af skráningu eða viðskiptum við innheimtufyrirtæki sem nýta sér heimild til vanskilaskráningar. Kann að vera nauðsynlegt að setja slíkri starfsemi frekari skorður. Í það minnsta telja samtökin brýnt að afturköllun starfsleyfis og beiting viðurlaga, s.s. sekta, verði í reynd virk úrræði til þess verja hagsmuni almennings og til þess eftirlits og aðhalds sem nauðsynlegt er að veita fyrirtækinu. Samtökin telja fullreynt að félagið taki sjálft frumkvæði að því að verja hagmuni þeirra sem skráðir eru á vanskilaskrá. 

Neytendasamtökin hafa lengi gagnrýnt innheimtu smálána á Íslandi og snýr hluti af gagnrýninni að því. „Fyrir liggur að innheimtufyrirtækið Almenn innheimta ehf. hefur verið í viðskiptum við Creditinfo um árabil,“ segir í umsögninni. „Innheimtar voru kröfur sem byggja á ólögmætum lánum og fólk sett á vanskilaskrá að ósekju enda áttu margir lántakendur inni kröfu á kröfuhafa vegna ofgreidds kostnaðar. Með því ófullnægjandi fyrirkomulagi sem gildir um Creditinfo hefur Almenn innheimta ehf. geta hótað fólki með vanskilaskráningu og sett fólk á vanskilaskrá með því að klæða innheimtuna í löginnheimtubúning. Ábyrgð Creditinfo virðist engin í svona málum, þvert á móti hagnast fyrirtækið af því að eiga viðskipti við sem flesta kröfuhafa og virðist engu breyta þótt kröfuhafi sé hluti af skipulagðri brotastarfsemi á smálánamarkaði. Þegar upp kemst um brot á starfsleyfi breytir Creditinfo um starfsaðferðir án þess að þurfa að sæta nokkurri ábyrgð á því að hafa brotið starfsleyfið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár