Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

58. spurningaþraut: Hvað er þessi maður, með leyfi, að bardúsa?

58. spurningaþraut: Hvað er þessi maður, með leyfi, að bardúsa?

Eins og venjulega eru fyrst lagðar fyrir yður tvær aukaspurningar:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

Hver er tónlistarkonan á myndinni hér að neðan?

Þá eru það aðalspurningarnar tíu:

1.   Hver er elsti starfandi stjórnmálaflokkur á Íslandi?

2.   Hvað heitir stærsta borgin í Kanada?

3.   Leikkona ein, ensk að ætt og uppruna, heitir Emilia Clarke. Fyrir hvaða hlutverk er hún langsamlega þekktust?

4.   Hvað heitir sundið milli dönsku eyjanna Sjálands og Fjóns?

5.   Bergþóra Snæbjörnsdóttir vakti heilmikla athygli fyrir skáldsögu sem hún gaf út fyrir jólin 2019. Hvað heitir bókin?

6.   Hver skrifaði á hinn bóginn skáldsöguna Anna Karenína?

7.   Hversu mörg karöt getur gull verið?

8.   Manchester United, Liverpool og Arsenal hafa unnið enska meistaratitilinn í fótbolta oftar en önnur lið. En hvaða lið er í fjórða sæti?

9.   Hlýri heitir fiskur einn sem býr meðal annars við Íslandsstrendur. Hann er náfrændi annars fisks, sem fleiri þekkja með nafni. Hver er frændinn?

10.   Við lok fyrri heimsstyrjaldar 1918 var illa komið fyrir ýmsum þegnum stríðsaðila, ekki síst Austurríkismanna og Þjóðverja, en í löndum þeirra bjuggu menn við skort svo nálgaðist hungursneyð. Kona ein um þrítugt tók það þá til bragðs að betla á götum úti svo hún ætti fyrir mat handa sér og börnum sínum. Þetta þurftu margir að gera en í hennar tilfelli var það merkilegt, því aðeins skömmu áður hafði hún verið mjög vel stæð. Faðir hennar var nefnilega Emil nokkur Jellinek bílaáhugamaður og -sölumaður sem átti hugmyndina að vandaðri bílategund, sem kom fyrst á sjónarsviðið 1901. Hann fékk að skíra bílana í höfuðið á þessari dóttur sinni, og þrátt fyrir ýmsa fyrirtækjasamruna er enn í dag notast við nafn hennar. Hvað hét hún? Hér er spurt um fornafn eingöngu.

Svörin:

1.   Framsóknarflokkurinn.

2.   Toronto.

3.   Hún lék Daenerys Targaryen í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.

4.   Stóra belti.

5.   Svínshöfuð.

6.   Lev Tolstoj.

7.   24.

8.   Everton.

9.   Steinbítur.

10.   Mercedes.

Á efri myndinni er verið að hlaða Berlínarmúrinn 1961.

Sjá hér alla myndina:

En tónlistarkonan heitir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sem syngur og spilar með Of Monsters and Men-flokknum.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár