Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

58. spurningaþraut: Hvað er þessi maður, með leyfi, að bardúsa?

58. spurningaþraut: Hvað er þessi maður, með leyfi, að bardúsa?

Eins og venjulega eru fyrst lagðar fyrir yður tvær aukaspurningar:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

Hver er tónlistarkonan á myndinni hér að neðan?

Þá eru það aðalspurningarnar tíu:

1.   Hver er elsti starfandi stjórnmálaflokkur á Íslandi?

2.   Hvað heitir stærsta borgin í Kanada?

3.   Leikkona ein, ensk að ætt og uppruna, heitir Emilia Clarke. Fyrir hvaða hlutverk er hún langsamlega þekktust?

4.   Hvað heitir sundið milli dönsku eyjanna Sjálands og Fjóns?

5.   Bergþóra Snæbjörnsdóttir vakti heilmikla athygli fyrir skáldsögu sem hún gaf út fyrir jólin 2019. Hvað heitir bókin?

6.   Hver skrifaði á hinn bóginn skáldsöguna Anna Karenína?

7.   Hversu mörg karöt getur gull verið?

8.   Manchester United, Liverpool og Arsenal hafa unnið enska meistaratitilinn í fótbolta oftar en önnur lið. En hvaða lið er í fjórða sæti?

9.   Hlýri heitir fiskur einn sem býr meðal annars við Íslandsstrendur. Hann er náfrændi annars fisks, sem fleiri þekkja með nafni. Hver er frændinn?

10.   Við lok fyrri heimsstyrjaldar 1918 var illa komið fyrir ýmsum þegnum stríðsaðila, ekki síst Austurríkismanna og Þjóðverja, en í löndum þeirra bjuggu menn við skort svo nálgaðist hungursneyð. Kona ein um þrítugt tók það þá til bragðs að betla á götum úti svo hún ætti fyrir mat handa sér og börnum sínum. Þetta þurftu margir að gera en í hennar tilfelli var það merkilegt, því aðeins skömmu áður hafði hún verið mjög vel stæð. Faðir hennar var nefnilega Emil nokkur Jellinek bílaáhugamaður og -sölumaður sem átti hugmyndina að vandaðri bílategund, sem kom fyrst á sjónarsviðið 1901. Hann fékk að skíra bílana í höfuðið á þessari dóttur sinni, og þrátt fyrir ýmsa fyrirtækjasamruna er enn í dag notast við nafn hennar. Hvað hét hún? Hér er spurt um fornafn eingöngu.

Svörin:

1.   Framsóknarflokkurinn.

2.   Toronto.

3.   Hún lék Daenerys Targaryen í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.

4.   Stóra belti.

5.   Svínshöfuð.

6.   Lev Tolstoj.

7.   24.

8.   Everton.

9.   Steinbítur.

10.   Mercedes.

Á efri myndinni er verið að hlaða Berlínarmúrinn 1961.

Sjá hér alla myndina:

En tónlistarkonan heitir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir sem syngur og spilar með Of Monsters and Men-flokknum.

Hér er svo þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu