Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bændur geti selt heimaslátrað kjöt

Til­rauna­verk­efni hefst í haust þar sem leit­að verð­ur leiða til að heim­ila sauð­fjár­bænd­um að mark­aðs­setja lamba- og kinda­kjöt sem þeir slátra heima á sín­um bæj­um.

Bændur geti selt heimaslátrað kjöt
Heimila heimaslátrun Guðfinna Harpa og Kristján Þór undirrituðu samninginn.

Tilraunaverkefni hefst í haust þar sem unnið verður að því að auðvelda sauðfjárbændum að slátra sauðfé sjálfir heima á bæjum og markaðssetja það til neytenda. Það er óheimilt í dag, allt lamba- og kindakjöt sem sett er á markað verður að vera af sauðfé sem slátrað hefur verið í vottuðum sláturhúsum. Bændur hafa þó haft heimild til að slátra heima hjá sér til eigin nota en ekki til sölu.

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Samtaka sauðfjárbænda, undirrituðu samkomulag um tilraunaverkefnið í gær. Með því á að leita leiða til að bæta afkomu sauðfjárbænda, hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar og auka verðmætasköpun í greininni.

Lengi hefur verið kallað eftir því af hálfu sauðfjárbænda að leiðir til að þeir geti slátrað heima og selt beint frá býli yrðu kannaðar, bæði vegna aukinnar kröfu neytenda um slík viðskipti en einnig til að auka verðmætasköpun á sauðfjárbúunum. Afkoma sauðfjárbúa hefur verið bæði sveiflukennd en einnig rýr árum saman og þannig hefur afurðaverð lækkað ár frá ári síðustu ár. Verkefnið er ein þeirra leiða sem fara á til að reyna að bregðast við þeirri stöðu.

Til þess að hægt verði að markaðssetja kjöt sem slátrað hefur verið heima á bæjum þarf að uppfylla ákvæði um matvælaöryggi, dýravelferð og hollustuhætti. Bændur munu sjálfir slátra fé heima við en dýralæknar á vegum Matvælastofnunar munu sinna opinberu eftirliti með gæðum. Kjöt af því sauðfé sem verður slátrað í tilraunaverkefninu verður ekki markaðssett enda aðeins um tilraun að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár