Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bændur geti selt heimaslátrað kjöt

Til­rauna­verk­efni hefst í haust þar sem leit­að verð­ur leiða til að heim­ila sauð­fjár­bænd­um að mark­aðs­setja lamba- og kinda­kjöt sem þeir slátra heima á sín­um bæj­um.

Bændur geti selt heimaslátrað kjöt
Heimila heimaslátrun Guðfinna Harpa og Kristján Þór undirrituðu samninginn.

Tilraunaverkefni hefst í haust þar sem unnið verður að því að auðvelda sauðfjárbændum að slátra sauðfé sjálfir heima á bæjum og markaðssetja það til neytenda. Það er óheimilt í dag, allt lamba- og kindakjöt sem sett er á markað verður að vera af sauðfé sem slátrað hefur verið í vottuðum sláturhúsum. Bændur hafa þó haft heimild til að slátra heima hjá sér til eigin nota en ekki til sölu.

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Samtaka sauðfjárbænda, undirrituðu samkomulag um tilraunaverkefnið í gær. Með því á að leita leiða til að bæta afkomu sauðfjárbænda, hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar og auka verðmætasköpun í greininni.

Lengi hefur verið kallað eftir því af hálfu sauðfjárbænda að leiðir til að þeir geti slátrað heima og selt beint frá býli yrðu kannaðar, bæði vegna aukinnar kröfu neytenda um slík viðskipti en einnig til að auka verðmætasköpun á sauðfjárbúunum. Afkoma sauðfjárbúa hefur verið bæði sveiflukennd en einnig rýr árum saman og þannig hefur afurðaverð lækkað ár frá ári síðustu ár. Verkefnið er ein þeirra leiða sem fara á til að reyna að bregðast við þeirri stöðu.

Til þess að hægt verði að markaðssetja kjöt sem slátrað hefur verið heima á bæjum þarf að uppfylla ákvæði um matvælaöryggi, dýravelferð og hollustuhætti. Bændur munu sjálfir slátra fé heima við en dýralæknar á vegum Matvælastofnunar munu sinna opinberu eftirliti með gæðum. Kjöt af því sauðfé sem verður slátrað í tilraunaverkefninu verður ekki markaðssett enda aðeins um tilraun að ræða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár