Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu

Skuld­bind­ing­ar rík­is­ins vegna þing­manna juk­ust um 329 millj­ón­ir króna og um 230 millj­ón­ir vegna ráð­herra við það að eft­ir­launa­lög Dav­íðs Odds­son­ar voru sam­þykkt ár­ið 2003. Líf­eyr­ir þeirra þing­manna sem mest fengu hækkuði um 50 þús­und á mán­uði.

Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu
Davíð Oddsson Eftirlaunalögin hafa gert Davíð að tekjuhæsta fjölmiðlamanni þjóðarinnar undanfarin ár. Mynd: Sigtryggur Ari

Lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra hækkuðu um 559 milljónir króna við setningu eftirlaunalaganna umdeildu árið 2003. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins.

Skuldbindingar vegna þeirra þingmanna sem sátu á þingi við setningu laganna eða höfðu þá hætt störfum jukust um 329 milljónum króna vegna þeirra. Upphæðin vegna lífeyris sitjandi og fyrrverandi ráðherra nam 230 milljónum króna.

Ólafur ÍsleifssonÞingmaðurinn spurði fjármálaráðherra um eftirlaunalögin sem nú hafa verið afnumin.

Þá kemur fram að mánaðarlegur lífeyrisréttur ráðherra sem voru í embætti þegar lögin tóku gildi í lok 2003 hafi hækkað um 4,9 prósent. Mánaðarlegur réttur þingmanna sem þá voru að störfum jókst um 6,2 prósent við setningu laganna.

Loks spurði Ólafur um fjárhagslegan ávinning þessara 63 þingmanna og ráðherra flokkaðan eftir tíundum. Þar má sjá að lífeyrisgreiðslur þeirra sem mestu hækkunina fengu hækkuðu um rúmar 50 þúsund krónur á mánuði við það að lögin voru sett. Hækkaðu greiðslur til þeirra úr 184 þúsundum króna í 234 þúsund.

Davíð Oddsson með 1,6 milljónir í lífeyri

Eftirlaunalögin voru mjög umdeild þegar þau voru sett árið 2003 enda fólu þau í sér að æðstu ráðamenn fengu langtum hærri eftirlaun en áður þekktist. Þeim var heimilt að fara á eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir höfðu langa starfsreynslu. Þá gátu eftirlaunaþegar þegið launin allt að fjögur ár aftur í tímann, ef þeir kusu að þiggja þau ekki, þegar þeir öðlust rétt til þeirra.

Eftirlaunafrumvarp Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, var flutt af meðlimum úr öllum þingflokkum Alþingis árið 2003. Að umræðum loknum voru lögin samþykkt með öllum atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, þáverandi stjórnarflokka, auk eins atkvæðis úr röðum Samfylkingarinnar. Aðrir flokkar féllu frá stuðningi við frumvarpið. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir afnám síðan lögin árið 2009 eftir rúm fimm ár í gildi.

Davíð á sjálfur sem fyrrverandi forsætisráðherra til þrettán ára rétt á lífeyri sem nemur 80% af launum núverandi forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi, samtals 1.719.360 kr. Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eru 2.149.200 kr. Sérstaklega var áskilið að laun fyrir ritstörf kæmu ekki til frádráttar eftirlaunum, en Davíð er nú ritstjóri Morgunblaðsins og hefur áður gefið út smásögur.

Lögin hafa verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir ríkið. Í svari við fyrirspurn Kjarnans í fyrra gaf Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins þær upplýsingar að greiðslur til fyrrverandi þingmanna og ráðherra árið 2018 hafi numið 608 milljónum króna.

Í svarinu er miðað við tryggingafræðilegar forsendur í árslok 2003. Talnakönnun hf., fyrirtæki Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra og frænda Bjarna, framkvæmdi útreikningana fyrir ráðuneytið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár