Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu

Skuld­bind­ing­ar rík­is­ins vegna þing­manna juk­ust um 329 millj­ón­ir króna og um 230 millj­ón­ir vegna ráð­herra við það að eft­ir­launa­lög Dav­íðs Odds­son­ar voru sam­þykkt ár­ið 2003. Líf­eyr­ir þeirra þing­manna sem mest fengu hækkuði um 50 þús­und á mán­uði.

Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu
Davíð Oddsson Eftirlaunalögin hafa gert Davíð að tekjuhæsta fjölmiðlamanni þjóðarinnar undanfarin ár. Mynd: Sigtryggur Ari

Lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra hækkuðu um 559 milljónir króna við setningu eftirlaunalaganna umdeildu árið 2003. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins.

Skuldbindingar vegna þeirra þingmanna sem sátu á þingi við setningu laganna eða höfðu þá hætt störfum jukust um 329 milljónum króna vegna þeirra. Upphæðin vegna lífeyris sitjandi og fyrrverandi ráðherra nam 230 milljónum króna.

Ólafur ÍsleifssonÞingmaðurinn spurði fjármálaráðherra um eftirlaunalögin sem nú hafa verið afnumin.

Þá kemur fram að mánaðarlegur lífeyrisréttur ráðherra sem voru í embætti þegar lögin tóku gildi í lok 2003 hafi hækkað um 4,9 prósent. Mánaðarlegur réttur þingmanna sem þá voru að störfum jókst um 6,2 prósent við setningu laganna.

Loks spurði Ólafur um fjárhagslegan ávinning þessara 63 þingmanna og ráðherra flokkaðan eftir tíundum. Þar má sjá að lífeyrisgreiðslur þeirra sem mestu hækkunina fengu hækkuðu um rúmar 50 þúsund krónur á mánuði við það að lögin voru sett. Hækkaðu greiðslur til þeirra úr 184 þúsundum króna í 234 þúsund.

Davíð Oddsson með 1,6 milljónir í lífeyri

Eftirlaunalögin voru mjög umdeild þegar þau voru sett árið 2003 enda fólu þau í sér að æðstu ráðamenn fengu langtum hærri eftirlaun en áður þekktist. Þeim var heimilt að fara á eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir höfðu langa starfsreynslu. Þá gátu eftirlaunaþegar þegið launin allt að fjögur ár aftur í tímann, ef þeir kusu að þiggja þau ekki, þegar þeir öðlust rétt til þeirra.

Eftirlaunafrumvarp Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, var flutt af meðlimum úr öllum þingflokkum Alþingis árið 2003. Að umræðum loknum voru lögin samþykkt með öllum atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, þáverandi stjórnarflokka, auk eins atkvæðis úr röðum Samfylkingarinnar. Aðrir flokkar féllu frá stuðningi við frumvarpið. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir afnám síðan lögin árið 2009 eftir rúm fimm ár í gildi.

Davíð á sjálfur sem fyrrverandi forsætisráðherra til þrettán ára rétt á lífeyri sem nemur 80% af launum núverandi forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi, samtals 1.719.360 kr. Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eru 2.149.200 kr. Sérstaklega var áskilið að laun fyrir ritstörf kæmu ekki til frádráttar eftirlaunum, en Davíð er nú ritstjóri Morgunblaðsins og hefur áður gefið út smásögur.

Lögin hafa verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir ríkið. Í svari við fyrirspurn Kjarnans í fyrra gaf Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins þær upplýsingar að greiðslur til fyrrverandi þingmanna og ráðherra árið 2018 hafi numið 608 milljónum króna.

Í svarinu er miðað við tryggingafræðilegar forsendur í árslok 2003. Talnakönnun hf., fyrirtæki Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra og frænda Bjarna, framkvæmdi útreikningana fyrir ráðuneytið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár