Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu

Skuld­bind­ing­ar rík­is­ins vegna þing­manna juk­ust um 329 millj­ón­ir króna og um 230 millj­ón­ir vegna ráð­herra við það að eft­ir­launa­lög Dav­íðs Odds­son­ar voru sam­þykkt ár­ið 2003. Líf­eyr­ir þeirra þing­manna sem mest fengu hækkuði um 50 þús­und á mán­uði.

Eftirlaunalögin umdeildu skiluðu 559 milljónum til þeirra sem þau settu
Davíð Oddsson Eftirlaunalögin hafa gert Davíð að tekjuhæsta fjölmiðlamanni þjóðarinnar undanfarin ár. Mynd: Sigtryggur Ari

Lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra hækkuðu um 559 milljónir króna við setningu eftirlaunalaganna umdeildu árið 2003. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins.

Skuldbindingar vegna þeirra þingmanna sem sátu á þingi við setningu laganna eða höfðu þá hætt störfum jukust um 329 milljónum króna vegna þeirra. Upphæðin vegna lífeyris sitjandi og fyrrverandi ráðherra nam 230 milljónum króna.

Ólafur ÍsleifssonÞingmaðurinn spurði fjármálaráðherra um eftirlaunalögin sem nú hafa verið afnumin.

Þá kemur fram að mánaðarlegur lífeyrisréttur ráðherra sem voru í embætti þegar lögin tóku gildi í lok 2003 hafi hækkað um 4,9 prósent. Mánaðarlegur réttur þingmanna sem þá voru að störfum jókst um 6,2 prósent við setningu laganna.

Loks spurði Ólafur um fjárhagslegan ávinning þessara 63 þingmanna og ráðherra flokkaðan eftir tíundum. Þar má sjá að lífeyrisgreiðslur þeirra sem mestu hækkunina fengu hækkuðu um rúmar 50 þúsund krónur á mánuði við það að lögin voru sett. Hækkaðu greiðslur til þeirra úr 184 þúsundum króna í 234 þúsund.

Davíð Oddsson með 1,6 milljónir í lífeyri

Eftirlaunalögin voru mjög umdeild þegar þau voru sett árið 2003 enda fólu þau í sér að æðstu ráðamenn fengu langtum hærri eftirlaun en áður þekktist. Þeim var heimilt að fara á eftirlaun við 55 ára aldur ef þeir höfðu langa starfsreynslu. Þá gátu eftirlaunaþegar þegið launin allt að fjögur ár aftur í tímann, ef þeir kusu að þiggja þau ekki, þegar þeir öðlust rétt til þeirra.

Eftirlaunafrumvarp Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, var flutt af meðlimum úr öllum þingflokkum Alþingis árið 2003. Að umræðum loknum voru lögin samþykkt með öllum atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, þáverandi stjórnarflokka, auk eins atkvæðis úr röðum Samfylkingarinnar. Aðrir flokkar féllu frá stuðningi við frumvarpið. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir afnám síðan lögin árið 2009 eftir rúm fimm ár í gildi.

Davíð á sjálfur sem fyrrverandi forsætisráðherra til þrettán ára rétt á lífeyri sem nemur 80% af launum núverandi forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi, samtals 1.719.360 kr. Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eru 2.149.200 kr. Sérstaklega var áskilið að laun fyrir ritstörf kæmu ekki til frádráttar eftirlaunum, en Davíð er nú ritstjóri Morgunblaðsins og hefur áður gefið út smásögur.

Lögin hafa verið gríðarlega kostnaðarsöm fyrir ríkið. Í svari við fyrirspurn Kjarnans í fyrra gaf Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins þær upplýsingar að greiðslur til fyrrverandi þingmanna og ráðherra árið 2018 hafi numið 608 milljónum króna.

Í svarinu er miðað við tryggingafræðilegar forsendur í árslok 2003. Talnakönnun hf., fyrirtæki Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra og frænda Bjarna, framkvæmdi útreikningana fyrir ráðuneytið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár