Með hverri bylgju þjóðernispopúlisma sem risið hefur frá seinna stríði hefur þjóðernishyggju og popúlískum skoðunum fleytt fram í heiminum, þeim hefur verið veitt æ meira lögmæti í umræðunni. Þetta er ein niðurstaða Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í nýrri bók hans um þjóðernispopúlisma. Sagan segir okkur að líkur eru á nýrri bylgju þjóðernispopúlisma nú í kjölfar kórónaveirufaraldursins.
Bók Eiríks, Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism, kom út á dögunum hjá Palgrave Macmillan en í henni leitast Eiríkur við að rekja þræði þjóðernispopúlisma eftirstríðsáranna og fram á þennan dag. Af er nú sá tími þar sem fulltrúar hefðbundinna, rótgróinna stjórnmálaflokka höfnuðu því alfarið að starfa með þjóðernispopúlistum og hafa þeir uppskorið völd og áhrif víða um lönd, þvert á það sem flestir hefðu trúað að aflokinni síðari heimsstyrjöld þegar hugmyndafræði þjóðernishyggju hafði beðið algjört skipbrot og verið ýtt fullkomlega út á jaðarinn. Þjóðernispopúlismi hefur risið í þremur …
Athugasemdir