Frjálslyndu lýðræði hætta búin með uppgangi þjóðernispopúlisma

Frá því á átt­unda ára­tugn­um hafa rið­ið yf­ir þrjár bylgj­ur þjóð­ern­ispo­púl­isma sem all­ar hafa vald­ið því að lög­mæti hug­mynda­fræð­inn­ar hef­ur auk­ist. Í nýrri bók Ei­ríks Berg­manns fær­ir hann rök fyr­ir því að hætta sé á fjórðu bylgj­unni í kjöl­far kór­óna­veirukrís­unn­ar. Graf­ið hafi ver­ið und­an frjáls­lyndi en í sí­aukn­um mæli er veg­ið að per­sónu­legu frelsi fólks.

Frjálslyndu lýðræði hætta búin með uppgangi þjóðernispopúlisma
Hætt við þriðju bylgju þjóðernispopúlisma Eiríkur segir söguna benda til að í kjölfar kórónaveirukrísunnar gæti risið fjórða bylgja þjóðernispopúlisma. Mynd: Heiða Helgadóttir

Með hverri bylgju þjóðernispopúlisma sem risið hefur frá seinna stríði hefur þjóðernishyggju og popúlískum skoðunum fleytt fram í heiminum, þeim hefur verið veitt æ meira lögmæti í umræðunni. Þetta er ein niðurstaða Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í nýrri bók hans um þjóðernispopúlisma. Sagan segir okkur að líkur eru á nýrri bylgju þjóðernispopúlisma nú í kjölfar kórónaveirufaraldursins.

Bók Eiríks, Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism, kom út á dögunum hjá Palgrave Macmillan en í henni leitast Eiríkur við að rekja þræði þjóðernispopúlisma eftirstríðsáranna og fram á þennan dag. Af er nú sá tími þar sem fulltrúar hefðbundinna, rótgróinna stjórnmálaflokka höfnuðu því alfarið að starfa með þjóðernispopúlistum og hafa þeir uppskorið völd og áhrif víða um lönd, þvert á það sem flestir hefðu trúað að aflokinni síðari heimsstyrjöld þegar hugmyndafræði þjóðernishyggju hafði beðið algjört skipbrot og verið ýtt fullkomlega út á jaðarinn. Þjóðernispopúlismi hefur risið í þremur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár