Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bæjarstjóri Seltjarnarness vill að stjórnvöld stöðvi gönguljós við Eiðsgranda

Göngu­þver­an­ir við götu sem leið­ir um­ferð til Seltjarn­ar­ness eru til marks um „yf­ir­gang af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar“ seg­ir Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir bæj­ar­stjóri. Bæj­ar­full­trú­ar hafa áð­ur gagn­rýnt borg­ina fyr­ir að setja strætó­stoppi­stöð á leið­inni.

Bæjarstjóri Seltjarnarness vill að stjórnvöld stöðvi gönguljós við Eiðsgranda
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri segir þrengt að stofnbrautum á leið til Seltjarnarness.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, vill að stjórnvöld grípi inn í áætlanir Reykjavíkurborgar um gönguljós við Eiðsgranda. Hún telur borgina „meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi“ með því að lækka hámarkshraða, setja upp stoppistöðvar strætisvagna og breyta gatnamótum í miðborginni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá því í blaðinu fyrir helgi að borgin hygðist leggja sex ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðsgranda, aðra af tveimur götum sem leiða umferð frá Reykjavík til Seltjarnarness. Bæjarfulltrúar hafa áður gagnrýnt borgina fyrir að setja stoppistöð án útskots við tvíbreiðu götuna Geirsgötu í miðborginni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði einnig framkvæmdina „eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum“.

„Við upplifum þetta sem yfirgang af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Ásgerður. „Stjórnvöld verða að grípa inn í og tryggja að ekki verði hróflað við þjóðvegum og stofnbrautum nema með samþykki og í góðri sátt við þau sveitarfélög sem hagsmuna hafa að gæta.“

„Reykjavíkurborg er meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi“

Hún segir Seltjarnarnes í varnarbaráttu með samgöngumál til og frá bænum. „Við getum ekki á neinn hátt sætt okkur við að ítrekað og án samráðs sé þrengt að okkar stofnbrautum,“ segir hún. „Í ljósi þessa hef ég óskað eftir fundi með forstjóra Vegagerðarinnar til að ræða þessi mál. Reykjavíkurborg er meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi. Er það meðal annars gert með lækkun á hámarkshraða á Hringbraut niður í 40 km/klst, lengingu á ferðatíma fólks með ósamstilltum ljósum, strætóstoppistöð á miðri Geirsgötu og breytingu á gatnamótum Lækjargötu og Geirsgötu. Ég skil ekki þetta samráðsleysi. Við viljum öll tryggja gott flæði á götum, skapa öryggi fyrir gangandi og hjólandi ásamt því að tryggja gott aðgengi fyrir slökkvi- og sjúkrabíla ef til rýmingar kemur. Samráð og samvinna skiptir öllu máli fyrir þá sem búa í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár