Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bæjarstjóri Seltjarnarness vill að stjórnvöld stöðvi gönguljós við Eiðsgranda

Göngu­þver­an­ir við götu sem leið­ir um­ferð til Seltjarn­ar­ness eru til marks um „yf­ir­gang af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar“ seg­ir Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir bæj­ar­stjóri. Bæj­ar­full­trú­ar hafa áð­ur gagn­rýnt borg­ina fyr­ir að setja strætó­stoppi­stöð á leið­inni.

Bæjarstjóri Seltjarnarness vill að stjórnvöld stöðvi gönguljós við Eiðsgranda
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri segir þrengt að stofnbrautum á leið til Seltjarnarness.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, vill að stjórnvöld grípi inn í áætlanir Reykjavíkurborgar um gönguljós við Eiðsgranda. Hún telur borgina „meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi“ með því að lækka hámarkshraða, setja upp stoppistöðvar strætisvagna og breyta gatnamótum í miðborginni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá því í blaðinu fyrir helgi að borgin hygðist leggja sex ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðsgranda, aðra af tveimur götum sem leiða umferð frá Reykjavík til Seltjarnarness. Bæjarfulltrúar hafa áður gagnrýnt borgina fyrir að setja stoppistöð án útskots við tvíbreiðu götuna Geirsgötu í miðborginni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði einnig framkvæmdina „eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum“.

„Við upplifum þetta sem yfirgang af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Ásgerður. „Stjórnvöld verða að grípa inn í og tryggja að ekki verði hróflað við þjóðvegum og stofnbrautum nema með samþykki og í góðri sátt við þau sveitarfélög sem hagsmuna hafa að gæta.“

„Reykjavíkurborg er meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi“

Hún segir Seltjarnarnes í varnarbaráttu með samgöngumál til og frá bænum. „Við getum ekki á neinn hátt sætt okkur við að ítrekað og án samráðs sé þrengt að okkar stofnbrautum,“ segir hún. „Í ljósi þessa hef ég óskað eftir fundi með forstjóra Vegagerðarinnar til að ræða þessi mál. Reykjavíkurborg er meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi. Er það meðal annars gert með lækkun á hámarkshraða á Hringbraut niður í 40 km/klst, lengingu á ferðatíma fólks með ósamstilltum ljósum, strætóstoppistöð á miðri Geirsgötu og breytingu á gatnamótum Lækjargötu og Geirsgötu. Ég skil ekki þetta samráðsleysi. Við viljum öll tryggja gott flæði á götum, skapa öryggi fyrir gangandi og hjólandi ásamt því að tryggja gott aðgengi fyrir slökkvi- og sjúkrabíla ef til rýmingar kemur. Samráð og samvinna skiptir öllu máli fyrir þá sem búa í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár