Bæjarstjóri Seltjarnarness vill að stjórnvöld stöðvi gönguljós við Eiðsgranda

Göngu­þver­an­ir við götu sem leið­ir um­ferð til Seltjarn­ar­ness eru til marks um „yf­ir­gang af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar“ seg­ir Ás­gerð­ur Hall­dórs­dótt­ir bæj­ar­stjóri. Bæj­ar­full­trú­ar hafa áð­ur gagn­rýnt borg­ina fyr­ir að setja strætó­stoppi­stöð á leið­inni.

Bæjarstjóri Seltjarnarness vill að stjórnvöld stöðvi gönguljós við Eiðsgranda
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri segir þrengt að stofnbrautum á leið til Seltjarnarness.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, vill að stjórnvöld grípi inn í áætlanir Reykjavíkurborgar um gönguljós við Eiðsgranda. Hún telur borgina „meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi“ með því að lækka hámarkshraða, setja upp stoppistöðvar strætisvagna og breyta gatnamótum í miðborginni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs, greindi frá því í blaðinu fyrir helgi að borgin hygðist leggja sex ljósastýrðar gönguþveranir yfir Eiðsgranda, aðra af tveimur götum sem leiða umferð frá Reykjavík til Seltjarnarness. Bæjarfulltrúar hafa áður gagnrýnt borgina fyrir að setja stoppistöð án útskots við tvíbreiðu götuna Geirsgötu í miðborginni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, kallaði einnig framkvæmdina „eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum“.

„Við upplifum þetta sem yfirgang af hálfu Reykjavíkurborgar,“ segir Ásgerður. „Stjórnvöld verða að grípa inn í og tryggja að ekki verði hróflað við þjóðvegum og stofnbrautum nema með samþykki og í góðri sátt við þau sveitarfélög sem hagsmuna hafa að gæta.“

„Reykjavíkurborg er meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi“

Hún segir Seltjarnarnes í varnarbaráttu með samgöngumál til og frá bænum. „Við getum ekki á neinn hátt sætt okkur við að ítrekað og án samráðs sé þrengt að okkar stofnbrautum,“ segir hún. „Í ljósi þessa hef ég óskað eftir fundi með forstjóra Vegagerðarinnar til að ræða þessi mál. Reykjavíkurborg er meðvitað og ítrekað að þrengja að aðgengi að Seltjarnarnesi. Er það meðal annars gert með lækkun á hámarkshraða á Hringbraut niður í 40 km/klst, lengingu á ferðatíma fólks með ósamstilltum ljósum, strætóstoppistöð á miðri Geirsgötu og breytingu á gatnamótum Lækjargötu og Geirsgötu. Ég skil ekki þetta samráðsleysi. Við viljum öll tryggja gott flæði á götum, skapa öryggi fyrir gangandi og hjólandi ásamt því að tryggja gott aðgengi fyrir slökkvi- og sjúkrabíla ef til rýmingar kemur. Samráð og samvinna skiptir öllu máli fyrir þá sem búa í Vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár