Svava Johansen, eigandi NTC, segist alltaf hafa dregist meira að Suðurlandinu en nokkru öðru landsvæði. „Það er eitthvað sem dregur mig á Suðurlandið. Það er einmitt staðurinn þar sem mig langaði til að eiga sumarbústað.“ Svava og Björn Sveinbjörnsson, maður hennar, eiga einmitt sumarbústað í Grímsnesi þar sem þau dvelja reglulega. „Við vorum heppin að fá bústað á rótgróinni lóð. Við erum algerlega út af fyrir okkur. Það er mikið af um 40–50 ára gamalli furu þarna og það er eins og við séum inni í skógi.“
Bústaðurinn er nálægt golfvelli. „Bjössi er mikill golfari og hann dró mig í þetta sport þegar við kynntumst fyrir 15 árum. Mér finnst ég alltaf vera byrjandi en ég er farin að spila svolítið mikið núna. Það fylgir þessu útivera og skemmtilegur og góður félagsskapur. Þetta er ótrúlega skemmtilegt.“
Langar í Landmannalaugar
Svava segir að sér finnist Suðurlandið yfirhöfuð vera meiri háttar. „Mig …
Athugasemdir