Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

47. spurningaþraut: Hvaða heimsfrægi rithöfundur sótti au-pair stúlkur til Íslands?

47. spurningaþraut: Hvaða heimsfrægi rithöfundur sótti au-pair stúlkur til Íslands?

Aukaspurningarnar hljóða svá:

Úr hvaða stríði er þessi mynd tekin?

Og hver er konan á neðri myndinni?

Þær tíu aðalspurningar eru svohljóðandi:

1.   Árið 1787 ákváðu Danir að setja upp sex sérstaka kaupstaði á Íslandi. Þessir sex kaupstaðir voru Reykjavík, Vestmannaeyjar, Reyðarfjörður, Ísafjörður, Akureyri og ... hver var sá sjötti?

2.   Richard Marquand hét welskur kvikmyndaleikstjóri sem lést af hjartaslagi árið 1987 aðeins 49 ára gamall. Hann er ekki í hópi þekktustu leikstjóra en var þó virtur vel fyrir haganlegar hasarmyndir, og var reyndar - fjórum árum fyrir andlátið eða svo - leikstjóri einnar af vinsælustu myndum allra tíma. Sú mynd var raunar hluti af vinsælli seríu. Hvað hét þessi mynd Richard Marquands?

3.   William Butler Yeats, James Joyce, George Bernard Shaw, Samuel Beckett, Seamus Heaney. Þessir fimm eru án efa þekktustu og bestu rithöfundar Írlands á 20. öld. Hver þeirra fékk EKKI Nóbelsverðlaunin í bókmenntum?

4.   Einn frægasti rithöfundur Englands á 20. öldinni hafði gjarnan au-pair stúlkur frá Íslandi. Það fór ekkert illa á því, vegna þess að höfundur þessi notaði mjög ýmis íslensk og/eða fornnorræn stef í bókum sínum. Hann fann til dæmis nöfn á margar persónur sínar í gömlum íslenskum skræðum. Hvað hét höfundur þessi? 

5.   Hvað heitir höfuðborgin á Kúbu?

6.   Hver hefur lengst allra verið forseti Frakklands?

7.   Hvaða áfengistegund er fræg fyrir að vera framleidd í franska héraðinu Armagnac (borið fram armanjak)?

8.   Frá hvaða landi er kvikmyndastjarnan Cate Blanchett?

9.   Hvað heitir stóra systir Míu litlu í sögunum um Múmínálfana?

10.   Hvað heitir forsætisráðherra Noregs?

Svörin:

1.   Grundarfjörður.

2.   Return of the Jedi - úr Star Wars seríunni.

3.   James Joyce.

4.   J.R.R. Tolkien.

5.   Havana.

6.   Francois Mitterand.

7.   Armagnac.

8.   Ástralíu.

9.   Mímla.

10.   Erna Solberg.

Myndin efst er úr Víetnamstríðinu, eins og augljóslega má ráða af þyrlunum sem einkenndu þann hörmulegu stríðsrekstur.

Konan er Marlene Dietrich ung að árum.

En spurningar frá í gær eru hér.

  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár