Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

47. spurningaþraut: Hvaða heimsfrægi rithöfundur sótti au-pair stúlkur til Íslands?

47. spurningaþraut: Hvaða heimsfrægi rithöfundur sótti au-pair stúlkur til Íslands?

Aukaspurningarnar hljóða svá:

Úr hvaða stríði er þessi mynd tekin?

Og hver er konan á neðri myndinni?

Þær tíu aðalspurningar eru svohljóðandi:

1.   Árið 1787 ákváðu Danir að setja upp sex sérstaka kaupstaði á Íslandi. Þessir sex kaupstaðir voru Reykjavík, Vestmannaeyjar, Reyðarfjörður, Ísafjörður, Akureyri og ... hver var sá sjötti?

2.   Richard Marquand hét welskur kvikmyndaleikstjóri sem lést af hjartaslagi árið 1987 aðeins 49 ára gamall. Hann er ekki í hópi þekktustu leikstjóra en var þó virtur vel fyrir haganlegar hasarmyndir, og var reyndar - fjórum árum fyrir andlátið eða svo - leikstjóri einnar af vinsælustu myndum allra tíma. Sú mynd var raunar hluti af vinsælli seríu. Hvað hét þessi mynd Richard Marquands?

3.   William Butler Yeats, James Joyce, George Bernard Shaw, Samuel Beckett, Seamus Heaney. Þessir fimm eru án efa þekktustu og bestu rithöfundar Írlands á 20. öld. Hver þeirra fékk EKKI Nóbelsverðlaunin í bókmenntum?

4.   Einn frægasti rithöfundur Englands á 20. öldinni hafði gjarnan au-pair stúlkur frá Íslandi. Það fór ekkert illa á því, vegna þess að höfundur þessi notaði mjög ýmis íslensk og/eða fornnorræn stef í bókum sínum. Hann fann til dæmis nöfn á margar persónur sínar í gömlum íslenskum skræðum. Hvað hét höfundur þessi? 

5.   Hvað heitir höfuðborgin á Kúbu?

6.   Hver hefur lengst allra verið forseti Frakklands?

7.   Hvaða áfengistegund er fræg fyrir að vera framleidd í franska héraðinu Armagnac (borið fram armanjak)?

8.   Frá hvaða landi er kvikmyndastjarnan Cate Blanchett?

9.   Hvað heitir stóra systir Míu litlu í sögunum um Múmínálfana?

10.   Hvað heitir forsætisráðherra Noregs?

Svörin:

1.   Grundarfjörður.

2.   Return of the Jedi - úr Star Wars seríunni.

3.   James Joyce.

4.   J.R.R. Tolkien.

5.   Havana.

6.   Francois Mitterand.

7.   Armagnac.

8.   Ástralíu.

9.   Mímla.

10.   Erna Solberg.

Myndin efst er úr Víetnamstríðinu, eins og augljóslega má ráða af þyrlunum sem einkenndu þann hörmulegu stríðsrekstur.

Konan er Marlene Dietrich ung að árum.

En spurningar frá í gær eru hér.

  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu