Aukaspurningar:
Hvað heitir unga stúlkan á efri myndinni?
Og hver er karlmaðurinn á neðri myndinni?
1. Hvað er elsta flugfélag heims sem enn er starfandi?
2. Hvern skipaði Hákon Noregskonungur jarl sinn á Íslandi við lok Sturlungaaldar?
3. Í hvaða landi er höfuðborgin Ottawa?
4. Eftir smásögu hvaða höfundar var kvikmyndin 2001: A Space Odyssey gerð?
5. Landsvæði eitt víðáttumikið heitir Jakútía og er hluti af enn stærra svæði, sem er svo aftur hluti af enn stærra ríki. Hvar er Jakútía, bæði svæðið þar sem það er og ríkið?
6. Hver skrifaði smásagnasafnið Kláða?
7. Hver af íslensku útrásarvíkingunum var lengi starfsmaður Kára Stefánssonar hjá deCode?
8. Cristiano Ronaldo fótboltasnúður leggur mikið upp úr því að spila með númerið 7 á bakinu. Þegar hann byrjaði hjá Real Madrid varð hann þó að sætta sig við annað númer um tíma því 7 var upptekið. Hver var nógu mikill kall til að láta Portúgalann tindilfætta ekki hrekja sig úr treyju númer 7?
9. Hver er mest seldi bíll í heimi á vorum dögum?
10. Í grískri goðafræði hét ein helsta gyðjan Artemis. Hvers konar gyðja var hún?

1. Hið hollenska KLM.
2. Gissur Þorvaldsson.
3. Kanada.
4. Arthur C. Clarke.
5. Síberíu í Rússlandi.
6. Fríða Ísberg.
7. Hannes Smárason.
8. Raúl.
9. Toyota Corolla.
10. Hún var veiðigyðja.
Á myndunum eru annars vegar Jodie Foster (hinni efri) og Stefán Baldursson leikstjóri (á hinni neðri).
Athugasemdir