46. spurningaþraut: Jarl, fótboltasnúður, gyðja

46. spurningaþraut: Jarl, fótboltasnúður, gyðja

Aukaspurningar:

Hvað heitir unga stúlkan á efri myndinni?

Og hver er karlmaðurinn á neðri myndinni?

1.   Hvað er elsta flugfélag heims sem enn er starfandi?

2.   Hvern skipaði Hákon Noregskonungur jarl sinn á Íslandi við lok Sturlungaaldar?

3.   Í hvaða landi er höfuðborgin Ottawa?

4.   Eftir smásögu hvaða höfundar var kvikmyndin 2001: A Space Odyssey gerð?

5.   Landsvæði eitt víðáttumikið heitir Jakútía og er hluti af enn stærra svæði, sem er svo aftur hluti af enn stærra ríki. Hvar er Jakútía, bæði svæðið þar sem það er og ríkið?

6.   Hver skrifaði smásagnasafnið Kláða?

7.   Hver af íslensku útrásarvíkingunum var lengi starfsmaður Kára Stefánssonar hjá deCode?

8.   Cristiano Ronaldo fótboltasnúður leggur mikið upp úr því að spila með númerið 7 á bakinu. Þegar hann byrjaði hjá Real Madrid varð hann þó að sætta sig við annað númer um tíma því 7 var upptekið. Hver var nógu mikill kall til að láta Portúgalann tindilfætta ekki hrekja sig úr treyju númer 7?

9.   Hver er mest seldi bíll í heimi á vorum dögum?

10.   Í grískri goðafræði hét ein helsta gyðjan Artemis. Hvers konar gyðja var hún?

1.   Hið hollenska KLM.

2.   Gissur Þorvaldsson.

3.   Kanada.

4.   Arthur C. Clarke.

5.   Síberíu í Rússlandi.

6.   Fríða Ísberg.

7.   Hannes Smárason.

8.   Raúl.

9.  Toyota Corolla.

10.   Hún var veiðigyðja.

Á myndunum eru annars vegar Jodie Foster (hinni efri) og Stefán Baldursson leikstjóri (á hinni neðri). 

Spurningar gærdagsins eru svo hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár