Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

46. spurningaþraut: Jarl, fótboltasnúður, gyðja

46. spurningaþraut: Jarl, fótboltasnúður, gyðja

Aukaspurningar:

Hvað heitir unga stúlkan á efri myndinni?

Og hver er karlmaðurinn á neðri myndinni?

1.   Hvað er elsta flugfélag heims sem enn er starfandi?

2.   Hvern skipaði Hákon Noregskonungur jarl sinn á Íslandi við lok Sturlungaaldar?

3.   Í hvaða landi er höfuðborgin Ottawa?

4.   Eftir smásögu hvaða höfundar var kvikmyndin 2001: A Space Odyssey gerð?

5.   Landsvæði eitt víðáttumikið heitir Jakútía og er hluti af enn stærra svæði, sem er svo aftur hluti af enn stærra ríki. Hvar er Jakútía, bæði svæðið þar sem það er og ríkið?

6.   Hver skrifaði smásagnasafnið Kláða?

7.   Hver af íslensku útrásarvíkingunum var lengi starfsmaður Kára Stefánssonar hjá deCode?

8.   Cristiano Ronaldo fótboltasnúður leggur mikið upp úr því að spila með númerið 7 á bakinu. Þegar hann byrjaði hjá Real Madrid varð hann þó að sætta sig við annað númer um tíma því 7 var upptekið. Hver var nógu mikill kall til að láta Portúgalann tindilfætta ekki hrekja sig úr treyju númer 7?

9.   Hver er mest seldi bíll í heimi á vorum dögum?

10.   Í grískri goðafræði hét ein helsta gyðjan Artemis. Hvers konar gyðja var hún?

1.   Hið hollenska KLM.

2.   Gissur Þorvaldsson.

3.   Kanada.

4.   Arthur C. Clarke.

5.   Síberíu í Rússlandi.

6.   Fríða Ísberg.

7.   Hannes Smárason.

8.   Raúl.

9.  Toyota Corolla.

10.   Hún var veiðigyðja.

Á myndunum eru annars vegar Jodie Foster (hinni efri) og Stefán Baldursson leikstjóri (á hinni neðri). 

Spurningar gærdagsins eru svo hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu