Aukaspurningarnar tvær:
Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?
Og hver er pilturinn á neðri myndinni.
1. Í hvaða heimsálfu eru ríkin Palau og Nauru?
2. Hvað hét tímaritið sem Jónas Hallgrímsson og félagar stofnuðu?
3. Hver er umsjónarmaður Smartlandsins á mbl.is?
4. Hver eru tvö uppistöðuefnin í majónesi?
5. Hver er frægur fyrir að spila á munnhörpu í Múmíndal?
6. Hver var Heinz Guderian?
7. Veiðar á hvaða fisktegund hrundi við Ísland 1967-1968 sem hafði í för með sér umtalsverða efnahagserfiðleika?
8. Hvað heitir tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör réttu nafni?
9. Árið 1964 var gerð gífurlega vinsæl kvikmynd um Mary Poppins, stranga en óútreiknanlega barnfóstru í Bretlandi forðum daga. Hver lék Mary Poppins?
10. Árið 2018 var svo gert framhald af myndinni. Hver fór þá með hlutverk Poppins?

1. Eyjaálfu.
2. Fjölnir.
3. Marta María Jónasdóttir - reyndar er ekki nauðsynlegt að þekkja föðurnafn hennar.
4. Eggjarauður (egg dugar ekki) og matarolía.
5. Snúður.
6. Þýskur hershöfðingi í síðari heimsstyrjöld.
7. Síld.
8. Árni Páll Árnason.
9. Julie Andrews.
10. Emily Blunt.
Á myndinni efst má sjá Nixon Bandaríkjaforseta taka á móti fyrstu tungförunum (Armstrong, Aldrin og Collins) eftir að þeir sneru til jarðar og voru hafðir í sóttkví um borð í flugvélamóðurskipi.
Ungi pilturinn á neðri myndinni er körfuboltakappinn Michael Jordan.
Og hér er þrautin frá í gær.
Athugasemdir