Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

45. spurningaþraut: Múmíndalur, Smartland og hrun fiskistofna

45. spurningaþraut: Múmíndalur, Smartland og hrun fiskistofna

Aukaspurningarnar tvær:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

Og hver er pilturinn á neðri myndinni.

1.   Í hvaða heimsálfu eru ríkin Palau og Nauru?

2.   Hvað hét tímaritið sem Jónas Hallgrímsson og félagar stofnuðu?

3.   Hver er umsjónarmaður Smartlandsins á mbl.is?

4.   Hver eru tvö uppistöðuefnin í majónesi?

5.    Hver er frægur fyrir að spila á munnhörpu í Múmíndal?

6.   Hver var Heinz Guderian?

7.   Veiðar á hvaða fisktegund hrundi við Ísland 1967-1968 sem hafði í för með sér umtalsverða efnahagserfiðleika?

8.   Hvað heitir tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör réttu nafni?

9.   Árið 1964 var gerð gífurlega vinsæl kvikmynd um Mary Poppins, stranga en óútreiknanlega barnfóstru í Bretlandi forðum daga. Hver lék Mary Poppins?

10.   Árið 2018 var svo gert framhald af myndinni. Hver fór þá með hlutverk Poppins?

1.   Eyjaálfu.

2.   Fjölnir.

3.   Marta María Jónasdóttir - reyndar er ekki nauðsynlegt að þekkja föðurnafn hennar.

4.   Eggjarauður (egg dugar ekki) og matarolía.

5.   Snúður.

6.   Þýskur hershöfðingi í síðari heimsstyrjöld.

7.   Síld.

8.   Árni Páll Árnason.

9.   Julie Andrews.

10.   Emily Blunt.

Á myndinni efst má sjá Nixon Bandaríkjaforseta taka á móti fyrstu tungförunum (Armstrong, Aldrin og Collins) eftir að þeir sneru til jarðar og voru hafðir í sóttkví um borð í flugvélamóðurskipi.

Ungi pilturinn á neðri myndinni er körfuboltakappinn Michael Jordan.

Og hér er þrautin frá í gær.

   

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár