Eðli og umfang kynþáttahyggju og rasisma á Íslandi hefur lengi verið dulið hvítri slikju einsleitninnar. Þorri landsmanna er ljós að hörund og hið þjóðlega viðmið hefur skilgreinst út frá því. Þegar hvítt er talið eðlilegt og allt annað skilgreinist sem óvenjulegt myndast stigveldi kynþátta sem skapar grundvöll fyrir fordóma, misskiptingu og ofbeldi. Það getur verið auðvelt að missa af ummerkjum um vandamál sem ekki beinast að manni sjálfum, en þegar litið er til sameiginlegrar reynslu þeldökkra Íslendinga koma fram mynstur sem ekki má horfa framhjá.
Í stöðufærslu sinni á Facebook lýsir tónlistamaðurinn Logi Pedro Stefánsson reiði gagnvart fjölmiðlum sem hann segir gera lítið úr reynslu svartra einstaklinga af kynþáttabundnu misrétti. Stundin ræddi við Birgittu Elínu Hassell sem lýsir reynslu sem markast af skörun rasisma og kynjamisréttis sem hún er enn að vinna í: „Þú átt að samþykkja ákveðna áreitni og vera ekki með vesen, þannig að hluti af því sem …
Athugasemdir