Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kallar stjórn Árvakurs til ábyrgðar

Hall­grím­ur Helga­son rit­höf­und­ur seg­ir stjórn­ar­fólk út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins bera ábyrgð á rasísk­um og meið­andi skrif­um Dav­íðs Odd­son­ar rit­stjóra.

Kallar stjórn Árvakurs til ábyrgðar

Ótækt er að þurfa að þola að í Morgunblaðinu, sem dreift er óumbeðið í frídreifingu inn á heimili stórs hluta Íslendinga, sé ítrekað dreift rasískum áróðri og þjóðernishyggju. Þetta segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður, í tilefni af skrifum Staksteina blaðsins, ritstjórnarefni sem er á ábyrgð ritstjóra blaðsins, Davíðs Oddssonar. Í Staksteinum blaðsins í gær er hæðst að því að engin mótmæli hafi farið fram, hvorki í Bandaríkjunum né á Austurvelli, vegna mikils fjölda skotárása í Chicago um liðna helgi. Er augljóst af skrifunum að þau eru sett í samhengi við útbreidd og fjölmenn mótmæli í Bandaríkjunum síðustu daga vegna morðsins á George Floyd, og gert lítið úr þeim.

Hallgrímur segir að þetta sé annar rasíski pistill ritstjórans á stuttum tíma. „Sættum við okkur við það? Getur starfsfólkið á Mogganum starfað undir þessu? Erum við til í að taka við slíku inn á heimilin okkar á hverjum fimmtudegi? Er þetta bara yfir höfuð í boði?“ spyr Hallgrímur og kallar stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, til ábyrgðar. „Ábyrgð á rasískum og meiðandi skrifum Davíðs Oddssonar sem dreift er óumbeðið inn á heimili þorra landsmanna liggur ekki síst hjá stjórn Árvakurs. Í henni sitja: Ásdís Halla Bragadóttir, Sigurbjörn Magnússon, Bjarni Þórður Bjarnason, Sigurjón Rúnar Rafnsson og Katrín Pétursdóttir. Ég „kalla þau út“ hér með. Og mættu fleiri gera.“

Fjöldi fólks hefur fordæmt skrifin og meðal þeirra sem það gera á þræði Hallgríms er fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, Óðinn Jónsson, sem segir að í Staksteinum birtist „Ömurlegur þvættingur – eins og oft áður“. Þá lýsir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, því að skrif af þessum toga séu ástæðan fyrir því að hún muni aldrei skrifa greinar í blaðið meðan því er ritstýrt af Davíð. „Viðbjóður. Hreinn og klár“, skrifar Rósa um Staksteinana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár