Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Lífið er rólegra núna en við njótum þess“

Tæp­lega fjög­ur ár eru frá því að Ellý Katrín Guð­munds­dótt­ir greind­ist með Alzheimer, að­eins 51 árs. Ný­ver­ið hófst nýr kafli í henn­ar lífi, þeg­ar hún hætti að vinna hjá Reykja­vík­ur­borg og sneri sér al­far­ið að dag­þjálf­un í Hlíða­bæ. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar, Magnús Karl Magnús­son, standa nú sem fyrr þétt sam­an og hafa ein­sett sér að njóta ein­földu og kunn­ug­legu hlut­anna í líf­inu.

„Lífið er rólegra núna en við njótum þess“
„Góð hjón og bestu vinir“ Þau Magnús og Ellý segjast alltaf hafa verið náin og staðið þétt saman. Mynd: Heiða Helgadóttir

Mörgum er sú stund minnisstæð þegar Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarritari í Reykjavíkurborg, steig í pontu á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í byrjun árs 2017 og lýsti þar reynslu sinni af því að greinast með Alzheimer. Sérfræðingar í málefnum fólks með heilabilun segja að fordæmi Ellýjar hafi verið afar mikilvægt, því það hafi gefið mörgum öðrum hugrekki til að hætta feluleiknum og viðurkenna að þeir hafi verið greindir með heilabilun. Síðan Ellý opnaði á umræðuna hefur ýmislegt breyst í hennar lífi. Eftir greiningu vann hún áfram hjá borginni í þrjú ár, en var í öðrum verkefnum en áður. Þar fékk hún góðan stuðning til að vinna eins lengi og sjúkdómurinn leyfði. Í lok síðasta árs fór hún að mæta á móti vinnunni í Hlíðabæ, sem er sérhæft úrræði þar sem stunduð er markviss þjálfun fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilun. Nú er svo komið að hún er hætt að vinna en mætir samviskusamlega á hverjum morgni í Hlíðabæ og kemur aftur heim í lok dags, um það leyti þegar vinnudegi mannsins hennar, Magnúsar Karls Magnússonar, er að ljúka. Henni þótti tilhugsunin um að  hætta að vinna erfið. En um leið og hún mætti í Hlíðabæ sættist hún við breytinguna og er mjög ánægð í dag. „Þetta er alveg yndislegur staður,“ segir hún. „Ég bara fann fljótt að þar liði mér mjög vel. Ég er mjög sátt og kát að fara í Hlíðabæ. Við erum þarna góður hópur saman,“ segir Ellý. Þau fari í leikfimi og gönguferðir, sinni ýmiss konar listsköpun, heimilisstörfum, garðverkum og öðru, auk þess að sækja menningarviðburði, oft á Kjarvalsstöðum eða í Háteigskirkju.  

Svo skemmtilega vill til að Hlíðabær stendur við hlið heimilis þeirra Magnúsar og Ellýjar í Hlíðunum, svo það er ekki langt fyrir hana að fara á morgnana. Þau hjónin þekktu því vel til fólksins og starfseminnar í Hlíðabæ, áður en hún veiktist. „Það var óneitanlega skrýtið þegar þetta kom upp með Ellý, hvernig þetta hús öðlaðist allt aðra merkingu fyrir okkur. Þau eru einhverjir bestu nágrannar sem við höfum haft. Lengi hafa þau til dæmis komið hingað og fengið að tína rifsberin í garðinum okkar og við höfum fengið rifsberjasultu í staðinn. Ég var einmitt að segja við Ellý um daginn að nú sjái hún um rifsberin fyrir okkur,“ segir Magnús og blikkar Ellý. Hún brosir og segir á móti: „Við sjáum nú til með það.“

„Það var eitthvað sem lá á mér“

Strax við fyrstu kynni bera þau Ellý og Magnús það með sér að vera samrýnd hjón. Þau bjóða heim í morgunkaffi og taka orðið hvort af öðru þegar þau lýsa reynslu sinni. Þau samsinna því að það hljóti að vera fólki sem greinist með heilabilun afar mikilvægt að eiga góða að þegar svo stórt verkefni knýr dyra eins og það sem hún fæst nú við. „Heldur betur, það er mjög gott,“ segir hún og Magnús bætir við: „Við erum búin að vera lengi saman, frá því að við vorum tvítug, kynntumst á fyrsta ári í háskóla. Bestu vinir og góð hjón.“

Hún lýsir aðdraganda þess að hún greindist með Alzheimer. „Ég var orðin svo þreytt eitthvað og var ekki nógu hamingjusöm. Það var eitthvað sem lá á mér. Svo ákvað ég að fara í rannsókn og þá kom í ljós að ég væri komin með Alzheimer. Ég hélt kannski að þetta væru tíðahvörf eða kulnun. Ég var einhvern veginn ekki alveg með sjálfri mér.“

Magnús segir sjúkdóminn hafa læðst aftan að þeim en þegar greiningarferlið hófst var hann farinn að gruna að niðurstaðan yrði alvarleg. „Greiningarferlið hjá okkur var svo sem ekki langt miðað við hjá mörgum, eða svona hálft ár. Mig grunaði strax að þetta væri eitthvað alvarlegt en hélt alltaf í vonina. Niðurstaðan varð svo auðvitað mikið sjokk en Ellý hefur sýnt þessu ótrúlegt æðruleysi.”

Hann segir það hafa verið þeim báðum afar mikilvægt hversu opin hún var með veikindi sín. „Það var svo mikil skömm sem fylgdi þessum sjúkdómi, þannig að það var mjög gott að geta farið með það út,“ segir hún og hann bætir við: „Þegar hún talaði um þetta opinberlega fann ég hvað þetta var mikilvægt fyrir marga. Fljótlega fór fólk í svipaðri stöðu að hafa samband við okkur. Umræðan um sjúkdóminn var á þessum tíma ágætlega mikil en andlit hans hafði alltaf verið mjög fjarri, aðstandendur kannski komið fram en sjaldan sjúklingar. Ellý kom fram með andlit hins venjulega borgara.“

Þétt vináttubönd hafa myndast

Þau Ellý og Magnús tilheyra í dag litlum en kröftugum hópi fólks með Alzheimer og aðstandenda þeirra sem stóðu að því að stofna frumkvöðlahóp innan Alzheimersamtakanna. Markmið hans er að stuðla að bættri þjónustu við fólk með Alzheimer, ekki síst þau sem greinast ung. „Einkenni sjúkdómsins á fyrstu stigum er ekki beinlínis heilbrigðisvandamál, svona frá degi til dags. Það myndast því oft svolítið tómarúm eftir greiningu, því það er ekkert í kerfinu sem tekur við. Nú er fókusinn á það hjá Alzheimersamtökunum að koma upp aðstöðu fyrir þau með styttra genginn sjúkdóm, sem verður mjög til bóta,“ útskýrir Magnús. „Oft getur skapast erfitt ástand, þegar fólk er hætt að vinna en er enn heima en makinn jafnvel enn í fullu starfi. En við skynjum það innan heilbrigðiskerfisins að það er virkilega að vakna til lífsins, með stefnumótun og heildarsýn. Allir eru af vilja gerðir til að laga það sem þarf að laga. Það er þá kannski helst  þessi félagslegu og fjárhagslegu mál sem fólk þarf að kljást við sem þarf að aðstoða fólk með. Það hefur enginn lent í þessari stöðu áður.“ 

„Við skynjum það innan heilbrigðiskerfisins að það er virkilega að vakna til lífsins, með stefnumótun og heildarsýn“

Hann segir þau Ellý hafa orðið áhyggjufull eftir að hún greindist og þau fóru að kynna sér stöðuna hér á landi. Þá hafi verið fá úrræði og langir biðlistar. Nú hafi hins vegar dagvistarúrræðum fjölgað og biðlistar styst. Smám saman fari því staðan batnandi.  

Innan frumkvöðlahópsins hafa myndast þétt vináttubönd. „Við höfum kynnst mörgu yndislegu fólki sem er í sömu sporum og við. Maður skynjar væntumþykjuna hjá öllum, bæði innan hópsins og á milli þeirra sem greinst hafa og aðstandenda þeirra. Ég held að margir sem lenda í þessu bindist sterkari böndum en áður. Þau hjón sem við höfum kynnst á þessum vettvangi eru einstök. Hvert tekur þetta með sínu lagi en fólk stendur þétt saman og kemur fram sem einn.“

Hafa eignast góða vini Ellý og Magnús voru á meðal þeirra sem stofnuðu frumkvöðlahópinn innan Alzheimersamtakanna. Tilgangur hópsins er að þrýsta á betri þjónustu fyrir fólk með Alzheimer en þau segja ekki síður dýrmætt hvað þau hafa kynnst mörgu góðu fólki þar í svipaðri stöðu og þau.

Fyrst um sinn voru ekki margir á fundunum en þeim hefur smám saman farið fjölgandi. Magnúsi brá í brún hins vegar á síðasta fundi, þeim fyrsta eftir samkomubann. „Þá mættu um 25–30 manns. Allt fólk í yngra kantinum og fólkið sem er með Alzheimergreininguna flest snemma í ferlinu. Og allir eru að takast á við svipaða hluti: Hvað gerir þú í sambandi við vinnuna? Getur makinn stundað fulla vinnu? Og svo þetta andlega, hvernig horft sé á nútíðina og til framtíðar. Það var alveg ótrúlega gaman að sjá þennan litla hóp verða að stórum hópi.“

Gjörbreytt líf

Áður en Ellý greindist með Alzheimer voru þau hjónin bæði í ábyrgðarstöðum og á fleygiferð á sínum starfsferli. Hann var deildarforseti í læknadeild HÍ og hún var borgarritari í Reykjavíkurborg. Hann tók fljótt þá stefnu að minnka við sig vinnu. „Ég létti á mér, þannig að núna er ég „bara“ prófessor og sinni minni kennslu og stunda rannsóknir innan Íslenskrar erfðagreiningar. En það er líka auðvelt að fórna öllu fyrir þann sem manni þykist vænst um. Maður lítur ekki á það sem fórn, það er bara partur af lífinu. Í fyrsta skipti í langan tíma sinni ég vinnu að mestu leyti frá 8–4 og nýt lífsins þess á milli.“

„Það er líka auðvelt að fórna öllu fyrir þann sem manni þykist vænst um“

Það er einmitt það sem þau hafa gert, að reyna að njóta lífsins. „Lífið er rólegra núna en við njótum þess. Það er svo oft sem fólk heldur þá að það að njóta lífsins þýði að maður þurfi að ferðast út um allar koppagrundir. En við höfum frekar reynt að njóta hversdagslegu hlutanna,“ segir hann og Ellý skýtur inn í: „Við göngum, göngum og göngum“ og þau hlæja bæði. „Já, við göngum um borgina á hverjum degi. Ellý er mikil Reykjavíkurdama, hefur búið hér alla ævina fyrir utan árin okkar erlendis. Hún hefur starfað hjá borginni meira og minna. Vinnan hennar var miklu meira en bara vinna. Hún brennur fyrir borginni og þá sérstaklega fyrir umhverfismálunum,“ segir hann og hún bætir við: „Ég lærði umhverfisrétt í Madison og vann í Alþjóðabankanum í Washington í fjögur ár.“ Þar hélt hún utan um samninga bankans við ýmis umhverfisverkefni í Austur-Evrópu og Asíu.

Auk þess að ganga fara þau Ellý og Magnús reglulega út að borða og sækja tónleika reglulega. Ákveðnir hlutir hafi látið undan, svo sem eins og lestur. Ellý las áður fyrr mikið og stofan þeirra ber þess merki að þar býr fólk með ástríðu fyrir bókum. Hún á hins vegar erfitt með að halda þræðinum við lestur núorðið. „Ég verð bara þreytt,“ segir hún. Hann bætir því við að þau geri þá í staðinn aðra hluti sem þau kunni að meta. „Við horfum á góðar bíómyndir eða gott sjónvarpsefni, finnum eitthvað sem við njótum en fyllum ekki bara tímann. Það þýðir ekki að fókusera á það sem maður ekki getur, heldur fókusera frekar á það sem maður nýtur.“ 

Annað sem líka hefur breyst í lífi þeirra er að þau eru hætt að ferðast eins mikið, til dæmis í sumarfríum. „Nú reynum við að hafa sumarfríin einfaldari og hafa flækjustigið sem minnst. Ellý líður best í góðri rútínu. Það er allt í fína að fara út úr bænum en allt sem er nýtt er aðeins flóknara. Að fara í sturtu á nýjum stað er flóknara en að gera það heima, til dæmis. Það eru þessir litlu hlutir sem eru ekkert vandamál í sjálfu sér en okkur þykir ástæðulaust að flækja hversdagslífið of mikið,“ útskýrir Magnús.  

Tóku þetta á æðruleysinu

Þau Ellý og Magnús eiga tvö börn sem eru komin á fullorðinsaldur. Sonur þeirra, Guðmundur, býr í risinu hjá þeim og Ingibjörg, dóttir þeirra, er búsett í Danmörku. Spurð hvernig þau brugðust við þeim fréttum að mamma þeirra væri komin með Alzheimer segir Ellý: „Þeim var náttúrlega brugðið en þau tóku þetta á æðruleysinu.“

Þau segjast vera heppin að því leyti að þau hafi sterkan félagslegan bakgrunn, vini og fjölskyldu sem hafa staðið þétt við bakið á þeim. Vissulega hafi þau lent í því að fólk viti ekki alveg hvernig það eigi að umgangast þau. „Það eru margir hræddir við þennan sjúkdóm og það er bara mannlegt. En þá þarf maður bara að vera duglegur að gefa merki um að maður vilji vera í sambandi. Ég held að sumir séu dálítið hræddir við að trufla okkur. En þau sem næst okkur standa sýna mesta stuðninginn. Fyrir utan það þá höfum við tvö alltaf verið náin og staðið þétt saman. Við höfum ekki verið þannig að hún hafi átt sinn vinahóp og ég minn, heldur erum við náin saman og eigum okkar vini saman.”

Þá hitti Ellý bókaklúbbinn sinn reglulega og hafi haldið því áfram þótt hún lesi ekki lengur bækur. Hún fari svo alltaf einu sinni í viku í gönguferð með Heiðu, bestu vinkonu sinni úr barnæsku. 

Bæði hafa þau leitað sér sálrænnar aðstoðar.  „Ég var einhvern tímann að tala við góðan vin minn sem er geðlæknir. Hann benti mér á það augljósa, að ég ætti að hitta sálfræðing, sem ég hafði ekki hugsað út í. Ellý hafði oft gert þetta, kannski líka í tengslum við mikið álag í vinnu, þannig að hún hélt því áfram og ég fór líka að fara reglulega til sálfræðings. Þetta hefur ekki verið eitthvað sem hefur gerst sjálfkrafa í gegnum kerfið, ég hef þurft að leita það uppi. Þetta borgar maður úr eigin vasa. Við erum í þannig aðstöðu að við höfum getað gert það.” 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Faraldur 21. aldarinnar

Starfsfólk hjúkrunarheimila þarf meiri fræðslu um heilabilun
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila þarf meiri fræðslu um heila­bil­un

Sam­ræma þarf þjón­ustu við ein­stak­linga með heila­bil­un á hjúkr­un­ar­heim­il­um, þannig að jafn­ræð­is sé gætt. Þá þarf að bæta að­stöðu á þeim hjúkr­un­ar­heim­il­um þar sem enn er þröng­býlt. Þetta er með­al þess sem stefnt er að og lesa má úr að­gerðaráætl­un stjórn­valda í þjón­ustu við fólk með heila­bil­un.
„Þetta er eins og að missa hann rosalega hægt“
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er eins og að missa hann rosa­lega hægt“

Pabbi systr­anna Pálínu Mjall­ar og Guð­rún­ar Huldu greind­ist með Alzheimer fyr­ir sjö ár­um en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu ein­kenna sjúk­dóms­ins varð vart. Síð­an þá hef­ur fjöl­skyld­an tek­ist á við sjúk­dóm­inn í ferli sem syst­urn­ar lýsa sem af­ar lýj­andi. Þær eru þakk­lát­ar fyr­ir kær­leiks­ríka umönn­un pabba síns en segja af­ar brýnt að bæta stuðn­ing við nán­ustu að­stand­end­ur.
Brýnt að bæta þjónustu við ungt fólk með heilabilun
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

Brýnt að bæta þjón­ustu við ungt fólk með heila­bil­un

Í bí­gerð er að opna mið­stöð fyr­ir ungt fólk sem greinst hef­ur með heila­bil­un. Á hverju ári grein­ast um 20 manns und­ir 65 ára aldri með heila­bil­un á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Áætl­að er að rúm­lega hundrað manns auk að­stand­enda myndu á hverj­um tíma geta nýtt sér þjón­ustumið­stöð­ina, sótt þar með­al ann­ars fé­lags­skap, jafn­ingj­astuðn­ing, þjón­ustu sál­fræð­ings og annarra sér­fræð­inga.
Pabbi þeirra varð bráðkvaddur skömmu eftir að mamma þeirra fór á hjúkrunarheimili
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

Pabbi þeirra varð bráð­kvadd­ur skömmu eft­ir að mamma þeirra fór á hjúkr­un­ar­heim­ili

For­eldr­ar systkin­anna Ernu Rún­ar, Berg­lind­ar Önnu og Hjalta., þau Hjört­fríð­ur og Magnús Andri, lét­ust með tveggja ára milli­bili áð­ur en þau náðu sex­tugu. Hjört­fríð­ur hafði glímt við Alzheimer frá ár­inu 2012 og naut stuðn­ings Magnús­ar, sem sinnti henni dag og nótt. Að­eins fá­ein­um mán­uð­um eft­ir að hún flutti á hjúkr­un­ar­heim­ili varð hann bráð­kvadd­ur. Systkin­in eru þakk­lát stuðn­ingi sam­fé­lags­ins í Grinda­vík og segja áföll­in hafa þjapp­að þeim sam­an og breytt af­stöðu þeirra til lífs­ins. Þeim þyki líf­ið ekki leng­ur vera sjálfsagt.
„Fólk heldur að maður sé orðinn alveg kexruglaður“
ViðtalFaraldur 21. aldarinnar

„Fólk held­ur að mað­ur sé orð­inn al­veg kexrugl­að­ur“

Skip­stjór­inn Jón­as Jónas­son var ekki nema 53 ára þeg­ar hann greind­ist með Alzheimer fyr­ir tveim­ur ár­um. Grein­ing­in var hon­um og fjöl­skyld­unni högg, ekki síst vegna þess að hon­um var um­svifa­laust sagt upp vinn­unni og marg­ir fé­lag­ar hans hættu að hafa sam­band. „Hann var alltaf í sím­an­um, það var aldrei hægt að ná í hann,“ seg­ir dótt­ir hans. „En svo bara hætti sím­inn að hringja.“

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár