Sérfræðingar sem koma að ofbeldismálum og rannsakendur sama málaflokks telja mikilvægt að rýna í upplifun og reynslu þeirra sem beitt hafa ofbeldi til að öðlast dýpri heildarmynd á þeim samfélagsvanda sem ofbeldi er. Aukin þekking á reynslu og viðhorfum þeirra sem beitt hafa ofbeldi geti leitt til áhrifaríkra tillagna að úrbótum og forvörnum gegn ofbeldi. Gerendur ofbeldis eru enda þeir einu sem geta komið í veg fyrir ofbeldi og því gott ef samfélagið vissi meira um hugsanir þeirra og viðhorf, eins og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra Stígamóta, sagði í viðtali við Stundina fyrr á árinu.
Rannsókn Rannveigar Ágústu Guðjónsdóttur, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, gengur út á að varpa ljósi á sýn karla sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum á reynslu sína og þá sérstaklega föðurhlutverkið, karlmennsku og forvarnir. „Talsvert er búið að kortleggja reynslu kvenna og mikilvæg innsýn um málaflokkinn hefur fengist með …
Athugasemdir