Tíu spurningar af ýmsu tagi, og tvær aukaspurningar.
Úr hvaða frægu bíómynd er myndin hér að ofan?
Hvaða þjóðarleiðtogi er á myndinni hér örlítið neðar?
En þær tíu eru þessar:
1. Hvaða ár var fyrsta íslenska greiðslukortið gefið út? Hér má skeika tveim árum til eða frá?
2. Hvar bjuggu hinir fornu Etrúrar?
3. Hvað heitir næsta stóra stjörnuþokan í nágrenni Vetrarbrautarinnar okkar?
4. Hvað heitir elsta ameríska bílafyrirtækið, sem enn framleiðir bíla í eigin nafni, þótt það hafi nú raunar fljótlega orðið hluti af öðru fyrirtæki?
5. Hver varð markhæst í efstu deild kvenna í fótbolta í fyrrasumar?
6. En markahæstur í efstu deild karla?
7. Hvað heitir höfuðborg Spánar?
8. Hvað heitir formaður Samfylkingarinnar?
9. Bandaríska teiknimyndasöguhetjan Phantom var lengi fastagestur bæði í dagblaðinu Tímanum og vikublaðinu Vikunni. Af einhverjum ástæðum gekk hann ekki undir sama nafni í þessum tveim blöðum. Hver voru þessi tvö nöfn Phantoms á íslensku?
10. Hver skrifaði bókina Grandavegur 7?

Hér eru svörin:
1. 1980, svo rétt er 1978-1982.
2. Á Ítalíu.
3. Andrómeda.
4. Buick.
5. Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Ef menn þekkja skírnarnöfn hennar er föðurnafnið óþarfi.
6. Gary Martin.
7. Madrid.
8. Logi Einarsson.
9. Skuggi og Dreki.
10. Vigdís Grímsdóttir.
Bíómyndin heitir Hangover.
Þjóðarleiðtoginn er Erdogan Tyrklandsforseti.
Athugasemdir