Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 33: Hvaða hluti mannslíkamans getur ekki grætt sig á nokkurn hátt?

Spurningaþraut 33: Hvaða hluti mannslíkamans getur ekki grætt sig á nokkurn hátt?

Þá er hér mætt 32. spurningaþrautin „10 af öllu tagi“.

Aukaspurningarnar eru þessar:

Hver er þarna úti að ganga með Winston Churchill?

Og hvaða atburð sjáum við á neðri myndinni?

En aðalspurningar eru þessar:

1.   „When I get older

I will be stronger,

they'll call me freedom,

just like a waving flag.“

Þessar ljóðlínur sómalskættaða Kanadamannsins K'nan eru hluti af lagi hans sem var einkennislag ákveðins stórviðburðar fyrir áratug eða svo, og heyrðist þá mjög víða. Hvaða atburður var það?

2.   Hver er nýorðinn Þjóðleikhússtjóri?

3.   Hvers konar fæðutegund er gruyère?

4.   Hversu mikið salt er í líkama venjulegs manns?

5.   Hver er eini hluti mannslíkamans sem getur alls ekki endurnýjast, eða grætt sjálfan sig eða gert við sig á nokkurn hátt?

6.  Milli hvaða hafsvæða er Súez-skurðurinn?

7.   Eskilos, Sófókles og ... hver?

8.   Hvar hafði Bjarni Pálsson fyrsti landlæknir Íslands aðsetur?

9.  Hver er virkasta eldstöð Íslands?

10.   Hver leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Just Mercy, sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum?

Hér eru svörin:

1.   Heimsmeistaramótið í fótbolta í Suður-Afríku 2010. Sjá hér.

2.   Magnús Geir Þórðarson.

3.   Ostur.

4.   250 grömm.

5.   Tennurnar.

6.   Miðjarðarhafs og Rauðahafs.

7.   Evripídes. Þetta eru þrír helstu harmleikjahöfundar Forn-Grikkja og alltaf nefndir saman í röð.

8.   Á Seltjarnarnesi.

9.   Grímsvötn.

10.   Jamie Foxx.

Á myndinni að ofan eru Hermann Jónasson forsætisráðherra og Winston Churchill úti að ganga.

Á neðri myndinni springur bandaríska geimskutlan Challenger í loft upp í janúar 1986.

Hérna er svo hægt að klikka til að sjá þrautina frá í gær.

Þá er hér sú næsta.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár