Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 33: Hvaða hluti mannslíkamans getur ekki grætt sig á nokkurn hátt?

Spurningaþraut 33: Hvaða hluti mannslíkamans getur ekki grætt sig á nokkurn hátt?

Þá er hér mætt 32. spurningaþrautin „10 af öllu tagi“.

Aukaspurningarnar eru þessar:

Hver er þarna úti að ganga með Winston Churchill?

Og hvaða atburð sjáum við á neðri myndinni?

En aðalspurningar eru þessar:

1.   „When I get older

I will be stronger,

they'll call me freedom,

just like a waving flag.“

Þessar ljóðlínur sómalskættaða Kanadamannsins K'nan eru hluti af lagi hans sem var einkennislag ákveðins stórviðburðar fyrir áratug eða svo, og heyrðist þá mjög víða. Hvaða atburður var það?

2.   Hver er nýorðinn Þjóðleikhússtjóri?

3.   Hvers konar fæðutegund er gruyère?

4.   Hversu mikið salt er í líkama venjulegs manns?

5.   Hver er eini hluti mannslíkamans sem getur alls ekki endurnýjast, eða grætt sjálfan sig eða gert við sig á nokkurn hátt?

6.  Milli hvaða hafsvæða er Súez-skurðurinn?

7.   Eskilos, Sófókles og ... hver?

8.   Hvar hafði Bjarni Pálsson fyrsti landlæknir Íslands aðsetur?

9.  Hver er virkasta eldstöð Íslands?

10.   Hver leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Just Mercy, sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum?

Hér eru svörin:

1.   Heimsmeistaramótið í fótbolta í Suður-Afríku 2010. Sjá hér.

2.   Magnús Geir Þórðarson.

3.   Ostur.

4.   250 grömm.

5.   Tennurnar.

6.   Miðjarðarhafs og Rauðahafs.

7.   Evripídes. Þetta eru þrír helstu harmleikjahöfundar Forn-Grikkja og alltaf nefndir saman í röð.

8.   Á Seltjarnarnesi.

9.   Grímsvötn.

10.   Jamie Foxx.

Á myndinni að ofan eru Hermann Jónasson forsætisráðherra og Winston Churchill úti að ganga.

Á neðri myndinni springur bandaríska geimskutlan Challenger í loft upp í janúar 1986.

Hérna er svo hægt að klikka til að sjá þrautina frá í gær.

Þá er hér sú næsta.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár