Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 32: Verstu drottningar sögunnar, og fleira

Spurningaþraut 32: Verstu drottningar sögunnar, og fleira

Þá er komið að „10 af öllu tagi“ í 32. sinn.

Aukaspurningar:

Hvaða farartæki er á myndinni hér að ofan?

Og hvað nefnist illyrmislegri bolinn á myndinni að neðan?

En aðalspurningarnar eru 10:

1.   Bræður tveir standa á bak við geysivinsæla bandaríska sjónvarpsseríu er nefndist á frummálinu Stranger Things og fjallar um ýmsa yfirnáttúrulega atburði. Hvað heita þeir bræður, og hér dugar eftirnafn þeirra?

2.   Hver er höfuðborgin í Ástralíu?

3.   Í orrustunni við Waterloo í Belgíu áttust við herforingjarnir Napóleon keisari og Wellington hertogi. Í aðeins einu landi í heiminum eru til borgir sem heita öllum þessum þremur nöfnum: Waterloo, Napoleon og Wellington. Hvaða land er það?

4.   Drottning ein í Kastilíu, sem þá var sjálfstætt ríki á Pýreneaskaga, er ekki síst fræg fyrir að hafa kostað leiðangur Kristófers Kólumbusar yfir Atlantshafi sem endaði með hernámi Evrópumanna og hroðalegum hörmungum fyrir frumbyggja vestanhafs. Hvað hét þessi skammsýna drottning?

5.   En það næstfrægasta sem drottningin tók sér fyrir hendur var raunar litlu skárra. Hún kom, ásamt eiginmanni sínum, árið 1478 á fót fyrirbæri sem átti eftir að valda miklum deilum, sundrungu, kúgun og ofsóknum og kosta fjölda manns lífið. Hvaða fyrirbæri var þetta?

6.   Árið 797 eftir Krist komst Írena nokkur til valda í gamalgrónu ríki og varð fyrst kvenna til þess. Það er óhætt að segja að hún hafi ekki farið troðnar slóðir í hásætið, vegna þess að hún hrifsaði völdin af syni sínum og lét stinga úr honum augun, svo hann kæmist ekki í hásætið að nýju. Konstantín hét sá piltur. Í hvaða ríki náði Írena völdum?

7.   Hver er algengasti blóðflokkurinn í heiminum, en honum tilheyra 40 til rúmlega 50 prósent mannkyns? Hér þarf bæði bókstaf og plús eða mínus.

8.   Árið 1982 tóku Brasilíumenn að venju þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þeir sendu frábært lið á vettvang, en það náði þó ekki alla leið, því miður. Hver var fyrirliði þessa sögufræga liðs?

9.   Hvað heitir forstjóri Vinnumálastofnunar?

10.   Um hvaða höfn í heiminum fer mestur varningur?

1.   Duffer heita þeir, Matt og Ross nánar tiltekið.

2.   Canberra.

3.   Bandaríkin.

4.   Ísabella.

5.   Spænska rannsóknarréttinum.

6.   Miklagarði, Býsansríkinu, Austurrómverska ríkinu - þetta er allt rétt. Það er hins vegar rangt að segja Rómaveldi.

7.   O plús.

8.   Socrates.

9.   Unnur Sverrisdóttir.

10.   Sjanghæ í Kína.

Svörin við aukaspurningunum:

Farartækið er tunglbíllinn sem þrjú Appollo-geimför Bandaríkjamanna fluttu til tunglsins fyrir tæpum 50 árum.

Dýrið er gnýr.

En hér er svo spurningaþrautin frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár