Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 32: Verstu drottningar sögunnar, og fleira

Spurningaþraut 32: Verstu drottningar sögunnar, og fleira

Þá er komið að „10 af öllu tagi“ í 32. sinn.

Aukaspurningar:

Hvaða farartæki er á myndinni hér að ofan?

Og hvað nefnist illyrmislegri bolinn á myndinni að neðan?

En aðalspurningarnar eru 10:

1.   Bræður tveir standa á bak við geysivinsæla bandaríska sjónvarpsseríu er nefndist á frummálinu Stranger Things og fjallar um ýmsa yfirnáttúrulega atburði. Hvað heita þeir bræður, og hér dugar eftirnafn þeirra?

2.   Hver er höfuðborgin í Ástralíu?

3.   Í orrustunni við Waterloo í Belgíu áttust við herforingjarnir Napóleon keisari og Wellington hertogi. Í aðeins einu landi í heiminum eru til borgir sem heita öllum þessum þremur nöfnum: Waterloo, Napoleon og Wellington. Hvaða land er það?

4.   Drottning ein í Kastilíu, sem þá var sjálfstætt ríki á Pýreneaskaga, er ekki síst fræg fyrir að hafa kostað leiðangur Kristófers Kólumbusar yfir Atlantshafi sem endaði með hernámi Evrópumanna og hroðalegum hörmungum fyrir frumbyggja vestanhafs. Hvað hét þessi skammsýna drottning?

5.   En það næstfrægasta sem drottningin tók sér fyrir hendur var raunar litlu skárra. Hún kom, ásamt eiginmanni sínum, árið 1478 á fót fyrirbæri sem átti eftir að valda miklum deilum, sundrungu, kúgun og ofsóknum og kosta fjölda manns lífið. Hvaða fyrirbæri var þetta?

6.   Árið 797 eftir Krist komst Írena nokkur til valda í gamalgrónu ríki og varð fyrst kvenna til þess. Það er óhætt að segja að hún hafi ekki farið troðnar slóðir í hásætið, vegna þess að hún hrifsaði völdin af syni sínum og lét stinga úr honum augun, svo hann kæmist ekki í hásætið að nýju. Konstantín hét sá piltur. Í hvaða ríki náði Írena völdum?

7.   Hver er algengasti blóðflokkurinn í heiminum, en honum tilheyra 40 til rúmlega 50 prósent mannkyns? Hér þarf bæði bókstaf og plús eða mínus.

8.   Árið 1982 tóku Brasilíumenn að venju þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þeir sendu frábært lið á vettvang, en það náði þó ekki alla leið, því miður. Hver var fyrirliði þessa sögufræga liðs?

9.   Hvað heitir forstjóri Vinnumálastofnunar?

10.   Um hvaða höfn í heiminum fer mestur varningur?

1.   Duffer heita þeir, Matt og Ross nánar tiltekið.

2.   Canberra.

3.   Bandaríkin.

4.   Ísabella.

5.   Spænska rannsóknarréttinum.

6.   Miklagarði, Býsansríkinu, Austurrómverska ríkinu - þetta er allt rétt. Það er hins vegar rangt að segja Rómaveldi.

7.   O plús.

8.   Socrates.

9.   Unnur Sverrisdóttir.

10.   Sjanghæ í Kína.

Svörin við aukaspurningunum:

Farartækið er tunglbíllinn sem þrjú Appollo-geimför Bandaríkjamanna fluttu til tunglsins fyrir tæpum 50 árum.

Dýrið er gnýr.

En hér er svo spurningaþrautin frá því í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu