Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 29: Skriðdreki, Hamlet, Hvammsfjörður og hæglátt hljóðfæri

Spurningaþraut 29: Skriðdreki, Hamlet, Hvammsfjörður og hæglátt hljóðfæri

Þá birtist hér, fyrir undur tækninngar, 29. spurningaþrautin.

Aukaspurningar eru tvær.

Hvaða ríki framleiddi skriðdreka þann hinn fræga sem sést á myndinni hér að ofan?

En hver er sá ungi maður, sem er að heilsa upp á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta á myndinni hér að neðan?

En þá eru það þær tíu?

1.   Í apríl 1988 var leikritið Hamlet eftir William Shakespeare frumsýnt í Iðnó, á síðasta leikári Leikfélags Reykjavíkur þar. Leikstjóri var Kjartan Ragnarsson en ungur Vestfirðingur fór með hlutverk Danaprinsins hikandi. Og sá var hver?

2.   Svo spyr ég um annan leikara. Bandaríska leikkonan Edie Falco hefur leikið margt og mikið um ævina, en hún hefur ævinlega kunnust fyrir rullu sem hún fór með í vinsælli sjónvarpsseríu á árunum 1999-2007. Hvað hét persónan sem hún túlkaði þar?

3.   Í einvörðungu einu tilfelli í veröldinni vill svo til að nafn bæði ríkis og höfuðborgar eru aðeins fjórir bókstafir. Hvað heita ríkið og borgin?

4.   Hvað heitir þéttbýlisstaðurinn í Hvammsfirði?

5.   Hver er sá maður með bók í hönd sem prýðir íslenskan þúsundkall?

6.   Hvaða ár var sex daga stríðið háð millum Ísraels annars vegar og Egiftalands, Jórdaníu og Sýrlands hins vegar?

7.   Ung söngkona frá Flórída er nú ein vinsælasta tónlistarkona heimsins. Ætli vinsælasta lag hennar sé ekki „Thank u, next“. Árið 2017 gerði öfgamaður sjálfsmorðsárás á tónleikum hennar í Manchester og drap hátt í 30 manns. Hvað heitir söngkonan?

8.  Hvað heitir forsætisráðherra Danmerkur?

9.   Nafnið á hljóðfæri einu þýðir í raun og veru „hljótt“ eða „hægt“. Þó er auðvitað hægt að spila á þetta hljóðfæri bæði hátt og hratt. Hvaða hljóðfæri er þetta?

10.   Enn ein leikaraspurning: Hvað heitir leikkonan sem lék Ellý Vilhjálms við frábæran orðstír í Borgarleikhúsinu oftar en tölu verður á komið?

1.   Þröstur Leó Gunnarsson.

2.   Carmela Soprano.

3.   Perú, Lima.

4.   Búðardalur.

5.   Brynjólfur Sveinsson, biskup var hann að tign.

6.   1967.

7.   Ariana Grande.

8.   Mette Frederiksen.

9.   Píanó.

10.   Katrín Halldóra Sigurðardóttir.

Svör við aukaspurningum:

Skriðdrekinn T-34 var framleiddur í Sovétríkjunum.

Það er Bill Clinton sem þarna skekur hönd forseta síns.

Og hér er svo þrautin frá í gær. Hér er hún. Gleymið henni ekki.

En sú næsta, hér er hún. Hún snýst öll um höfuðborgir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu