Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spurningaþraut 29: Skriðdreki, Hamlet, Hvammsfjörður og hæglátt hljóðfæri

Spurningaþraut 29: Skriðdreki, Hamlet, Hvammsfjörður og hæglátt hljóðfæri

Þá birtist hér, fyrir undur tækninngar, 29. spurningaþrautin.

Aukaspurningar eru tvær.

Hvaða ríki framleiddi skriðdreka þann hinn fræga sem sést á myndinni hér að ofan?

En hver er sá ungi maður, sem er að heilsa upp á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta á myndinni hér að neðan?

En þá eru það þær tíu?

1.   Í apríl 1988 var leikritið Hamlet eftir William Shakespeare frumsýnt í Iðnó, á síðasta leikári Leikfélags Reykjavíkur þar. Leikstjóri var Kjartan Ragnarsson en ungur Vestfirðingur fór með hlutverk Danaprinsins hikandi. Og sá var hver?

2.   Svo spyr ég um annan leikara. Bandaríska leikkonan Edie Falco hefur leikið margt og mikið um ævina, en hún hefur ævinlega kunnust fyrir rullu sem hún fór með í vinsælli sjónvarpsseríu á árunum 1999-2007. Hvað hét persónan sem hún túlkaði þar?

3.   Í einvörðungu einu tilfelli í veröldinni vill svo til að nafn bæði ríkis og höfuðborgar eru aðeins fjórir bókstafir. Hvað heita ríkið og borgin?

4.   Hvað heitir þéttbýlisstaðurinn í Hvammsfirði?

5.   Hver er sá maður með bók í hönd sem prýðir íslenskan þúsundkall?

6.   Hvaða ár var sex daga stríðið háð millum Ísraels annars vegar og Egiftalands, Jórdaníu og Sýrlands hins vegar?

7.   Ung söngkona frá Flórída er nú ein vinsælasta tónlistarkona heimsins. Ætli vinsælasta lag hennar sé ekki „Thank u, next“. Árið 2017 gerði öfgamaður sjálfsmorðsárás á tónleikum hennar í Manchester og drap hátt í 30 manns. Hvað heitir söngkonan?

8.  Hvað heitir forsætisráðherra Danmerkur?

9.   Nafnið á hljóðfæri einu þýðir í raun og veru „hljótt“ eða „hægt“. Þó er auðvitað hægt að spila á þetta hljóðfæri bæði hátt og hratt. Hvaða hljóðfæri er þetta?

10.   Enn ein leikaraspurning: Hvað heitir leikkonan sem lék Ellý Vilhjálms við frábæran orðstír í Borgarleikhúsinu oftar en tölu verður á komið?

1.   Þröstur Leó Gunnarsson.

2.   Carmela Soprano.

3.   Perú, Lima.

4.   Búðardalur.

5.   Brynjólfur Sveinsson, biskup var hann að tign.

6.   1967.

7.   Ariana Grande.

8.   Mette Frederiksen.

9.   Píanó.

10.   Katrín Halldóra Sigurðardóttir.

Svör við aukaspurningum:

Skriðdrekinn T-34 var framleiddur í Sovétríkjunum.

Það er Bill Clinton sem þarna skekur hönd forseta síns.

Og hér er svo þrautin frá í gær. Hér er hún. Gleymið henni ekki.

En sú næsta, hér er hún. Hún snýst öll um höfuðborgir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu