Í lok febrúar á þessu ári barst fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra tilkynning um að 100 milljóna króna hlutafé í nýju eignarhaldsfélagi barna Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og aðaleiganda Samherja, hefði verið greitt með reiðufé. Þetta eignarhaldsfélag, sem er í eigu þeirra Baldvins og Kötlu Þorsteinsbarna og heitir eftir þeim, K&B ehf., mun að öllum líkindum eignast hlutabréf fyrirtækis foreldra sinna í Samherja. Samtals er um að ræða 43 prósenta hlut í Samherja sem er að minnsta kosti tæplega 50 milljarða króna virði.
Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hafa stærstu eigendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, ákveðið að börnin þeirra muni nú eignast hlutabréf þeirra í Samherja hf.
Á bak við þessi hlutabréf eru eignir eins og fasteignir, skip og síðast en ekki síst aflaheimildir, kvóti Samherja og hlutdeild í hlutabréfum annarra útgerðarfélaga, eins og Síldarvinnslunnar, og þar af leiðandi kvóta annarra …
Athugasemdir