Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra samdi beint við Kaupmannarhafnarskrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey um að rýna uppfærða aðgerðaáætlun um loftslagsmál án þess að bjóða verkið út eða leita til annarra aðila, innanlands eða utan. McKinsey fékk greiddar 15,5 milljónir króna fyrir vinnuna. Samkvæmt lögum um opinber innkaup ber að bjóða út innanlands þjónustusamninga sem eru yfir þeirri upphæð, 15,5 milljónum króna. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ekki svarað því hvað hafi ráðið því að samið var við McKinsey umfram önnur fyrirtæki.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur samþykkti á fundi 20. mars síðastliðinn að veita umræddum 15,5 milljónum af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að umhverfis- og auðlindaráðherra gæti gert samning við Kaupmannahafnarskrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey um að rýna uppfærða aðgerðaáætlun um loftslagsmál.
Í lögum að gera skuli samanburð milli fyrirtækja
Samkvæmt lögum um opinber innkaup, og reglugerð þar um, er viðmiðunarfjárhæð vegna útboðsskyldu innanlands 15,5 milljónir króna. Í 15. grein laganna segir enn fremur: „Gæta skal jafnræðis, …
Athugasemdir