Forstjóri Icelandair segir flugfreyjur hafna „lokatilboði Icelandair“: „Skoða alla kosti í stöðunni“

Sam­inga­nefnd flug­freyja hef­ur efa­semd­ir um að rétt sé að Icelanda­ir hafi ekki átt í sam­ræð­um við önn­ur stétt­ar­fé­lög um störf flug­freyja. ASÍ seg­ir Icelanda­ir að hafa í huga að sam­band­ið geti veitt flug­freyj­um stuðn­ing með sam­úð­ar­verk­föll­um.

Forstjóri Icelandair segir flugfreyjur hafna „lokatilboði Icelandair“: „Skoða alla kosti í stöðunni“
Segir lokatilboði hafa verið hafnað Bogi segir að allra leiða verði leitað til koma Icelandair í höfn.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir Flugfreyjufélag Íslands hafa hafnað lokatilboði flugfélagsins og nú verði allir kostir í stöðunni kannaðir áður en næstu skref verði ákveðin. Þetta kemur fram í bréfi Boga til starfsfólks Icelandair sem var sent skömmu eftir að samningafundi fyrirtækisins við flugfreyjur lauk. Samkvæmt heimildum Stundarinnar leggur samninganefnd flugfreyja ekki trú á að yfirlýsing Boga frá því fyrr í morgun, um að fyrirtækið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna, eigi við rök að styðjast.

Í bréfi sem Bogi sendi starfsmönnum segir enn fremur að Icelandair hafi í fyrradag lagt fram tilboð sem í raun hafi verið lokatilboð. Það hafi verið ítrekað á samningafundi í morgun, með eftirgjöf í ákveðnum málum, svo sem hækkun á öll grunnlaun auk annars. Saminganefnd Flugfreyjufélagsins hafi hins vegar hafnað tilboðinu og einnig beiðni Icelandair um að það yrði borið undir atkvæða félagsmanna.

Kröfur flugfreyja séu með þeim hætti, segir í bréfi Boga, að ef fallist yrði á þær myndi vera vikið langt frá þeim markmiðum sem náðst hefði sátt um í samningum við flugmenn og flugvirkja. „Við erum nú að skoða alla kosti í stöðunni,“ segir í bréfi Boga.

Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að verið væri að kanna mögleika þess að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja sem samið yrði við og að látið yrði reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings FFÍ fyrir félagsdómi.

Alþýðusamband Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að stéttarfélög væru félög launafólks sem nytu verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum væri óheimilt að skipta sér af. „Icelandair getur ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum.“

Bogi sendi Flugfreyjufélagi Íslands bréf í morgun þar sem lýst var yfir að Icelandair hefði ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um samninga við flugfreyjur og flugþjóna. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun ekki vera lagður mikill trúnaður á þá yfirlýsingu hjá samninganefnd flugfreyja eftir atburði dagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár