Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forstjóri Icelandair segir flugfreyjur hafna „lokatilboði Icelandair“: „Skoða alla kosti í stöðunni“

Sam­inga­nefnd flug­freyja hef­ur efa­semd­ir um að rétt sé að Icelanda­ir hafi ekki átt í sam­ræð­um við önn­ur stétt­ar­fé­lög um störf flug­freyja. ASÍ seg­ir Icelanda­ir að hafa í huga að sam­band­ið geti veitt flug­freyj­um stuðn­ing með sam­úð­ar­verk­föll­um.

Forstjóri Icelandair segir flugfreyjur hafna „lokatilboði Icelandair“: „Skoða alla kosti í stöðunni“
Segir lokatilboði hafa verið hafnað Bogi segir að allra leiða verði leitað til koma Icelandair í höfn.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir Flugfreyjufélag Íslands hafa hafnað lokatilboði flugfélagsins og nú verði allir kostir í stöðunni kannaðir áður en næstu skref verði ákveðin. Þetta kemur fram í bréfi Boga til starfsfólks Icelandair sem var sent skömmu eftir að samningafundi fyrirtækisins við flugfreyjur lauk. Samkvæmt heimildum Stundarinnar leggur samninganefnd flugfreyja ekki trú á að yfirlýsing Boga frá því fyrr í morgun, um að fyrirtækið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna, eigi við rök að styðjast.

Í bréfi sem Bogi sendi starfsmönnum segir enn fremur að Icelandair hafi í fyrradag lagt fram tilboð sem í raun hafi verið lokatilboð. Það hafi verið ítrekað á samningafundi í morgun, með eftirgjöf í ákveðnum málum, svo sem hækkun á öll grunnlaun auk annars. Saminganefnd Flugfreyjufélagsins hafi hins vegar hafnað tilboðinu og einnig beiðni Icelandair um að það yrði borið undir atkvæða félagsmanna.

Kröfur flugfreyja séu með þeim hætti, segir í bréfi Boga, að ef fallist yrði á þær myndi vera vikið langt frá þeim markmiðum sem náðst hefði sátt um í samningum við flugmenn og flugvirkja. „Við erum nú að skoða alla kosti í stöðunni,“ segir í bréfi Boga.

Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að verið væri að kanna mögleika þess að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja sem samið yrði við og að látið yrði reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings FFÍ fyrir félagsdómi.

Alþýðusamband Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að stéttarfélög væru félög launafólks sem nytu verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum væri óheimilt að skipta sér af. „Icelandair getur ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum.“

Bogi sendi Flugfreyjufélagi Íslands bréf í morgun þar sem lýst var yfir að Icelandair hefði ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um samninga við flugfreyjur og flugþjóna. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun ekki vera lagður mikill trúnaður á þá yfirlýsingu hjá samninganefnd flugfreyja eftir atburði dagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár