Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forstjóri Icelandair segir flugfreyjur hafna „lokatilboði Icelandair“: „Skoða alla kosti í stöðunni“

Sam­inga­nefnd flug­freyja hef­ur efa­semd­ir um að rétt sé að Icelanda­ir hafi ekki átt í sam­ræð­um við önn­ur stétt­ar­fé­lög um störf flug­freyja. ASÍ seg­ir Icelanda­ir að hafa í huga að sam­band­ið geti veitt flug­freyj­um stuðn­ing með sam­úð­ar­verk­föll­um.

Forstjóri Icelandair segir flugfreyjur hafna „lokatilboði Icelandair“: „Skoða alla kosti í stöðunni“
Segir lokatilboði hafa verið hafnað Bogi segir að allra leiða verði leitað til koma Icelandair í höfn.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir Flugfreyjufélag Íslands hafa hafnað lokatilboði flugfélagsins og nú verði allir kostir í stöðunni kannaðir áður en næstu skref verði ákveðin. Þetta kemur fram í bréfi Boga til starfsfólks Icelandair sem var sent skömmu eftir að samningafundi fyrirtækisins við flugfreyjur lauk. Samkvæmt heimildum Stundarinnar leggur samninganefnd flugfreyja ekki trú á að yfirlýsing Boga frá því fyrr í morgun, um að fyrirtækið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna, eigi við rök að styðjast.

Í bréfi sem Bogi sendi starfsmönnum segir enn fremur að Icelandair hafi í fyrradag lagt fram tilboð sem í raun hafi verið lokatilboð. Það hafi verið ítrekað á samningafundi í morgun, með eftirgjöf í ákveðnum málum, svo sem hækkun á öll grunnlaun auk annars. Saminganefnd Flugfreyjufélagsins hafi hins vegar hafnað tilboðinu og einnig beiðni Icelandair um að það yrði borið undir atkvæða félagsmanna.

Kröfur flugfreyja séu með þeim hætti, segir í bréfi Boga, að ef fallist yrði á þær myndi vera vikið langt frá þeim markmiðum sem náðst hefði sátt um í samningum við flugmenn og flugvirkja. „Við erum nú að skoða alla kosti í stöðunni,“ segir í bréfi Boga.

Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að verið væri að kanna mögleika þess að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja sem samið yrði við og að látið yrði reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings FFÍ fyrir félagsdómi.

Alþýðusamband Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem áréttað var að stéttarfélög væru félög launafólks sem nytu verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum væri óheimilt að skipta sér af. „Icelandair getur ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum.“

Bogi sendi Flugfreyjufélagi Íslands bréf í morgun þar sem lýst var yfir að Icelandair hefði ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um samninga við flugfreyjur og flugþjóna. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun ekki vera lagður mikill trúnaður á þá yfirlýsingu hjá samninganefnd flugfreyja eftir atburði dagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár