„Það hvernig hans fjárfestingar fara fram er okkur óviðkomandi,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og meirihlutaeigandi í útivistar- og tískufatamerkinu 66 gráður norður ásamt eiginkonu sinni, aðspurður um hvort hann hafi vitað af því að eignarhald sjóðsins sem á fyrirtækið með honum sé skráð í Hong Kong. Sjóðurinn heitir Mousse Partners Limited og var eignarhald hans áður í skattaskjólinu Cayman-eyjum.
Endanlegir eigendur sjóðsins eru bræðurnir Gerhard og Alainn Wertheimer sem er jafnframt eiga tískumerkið Chanel og fjöldan allan af öðrum eignum, allt indverskri tónlistarveitu til leitarvélar og bókunarsíðna á internetinu. Þeir eru meðal ríkustu manna í heimi samkvæmt grein frá Bloomberg fréttastofunni.
„Það er óvinnandi vegur fyrir mig að fara að kanna nákvæmlega í hvað löndum hann starfar“
Segir eigendurna með góða viðskiptasögu
Eins og Stundin greindi frá á mánudaginn hefur 66 gráður norður nýtt sér hlutabótaleiðina til að …
Athugasemdir