Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skeljungur endurgreiðir ríkisstuðninginn

For­stjóri Skelj­ungs seg­ir að fé­lag­ið hafi ákveð­ið að bjóða öll­um starfs­mönn­um sín­um 100% vinnu og end­ur­greiða Vinnu­mála­stofn­un, eft­ir að fé­lag­ið fékk gagn­rýni fyr­ir að greiða eig­end­um arð á sama tíma og sótt var um rík­is­að­stoð.

Skeljungur endurgreiðir ríkisstuðninginn
Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsmaðurinn fyrrverandi er stjórnarformaður Skeljungs.

Fyrirtækið Skeljungur er hætt við að nýta sér ríkisaðstoð í gegnum hlutabótaleiðina og mun endurgreiða það sem ríkið hefur greitt vegna starfsmanna félagsins í aprílmánuði, samkvæmt yfirlýsingu sem framkvæmdastjóri félagsins, Árni Pétur Jónsson, sendi rétt í þessu.

Stundin greindi frá því í fyrradag og í gær að hlut­haf­ar fé­lags­ins hefðu fengið 600 millj­ón­ir króna í arð frá fé­lag­inu og að sex dög­um síðar hafi starfs­menn Skelj­ungs verið settir á  hluta­bóta­leið­ina.

Í yfirlýsingunni nú segir að Skeljungur bjóði „öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu og endurgreiði Vinnumálastofnun“.

„Í fjölmiðlum í dag hefur verið fjallað um kostnað ríkissjóðs vegna þeirra starfsmanna Skeljungs sem fengu hlutabótagreiðslur í apríl.   Að athuguðu máli telur Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.  Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði.   Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár