Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skeljungur endurgreiðir ríkisstuðninginn

For­stjóri Skelj­ungs seg­ir að fé­lag­ið hafi ákveð­ið að bjóða öll­um starfs­mönn­um sín­um 100% vinnu og end­ur­greiða Vinnu­mála­stofn­un, eft­ir að fé­lag­ið fékk gagn­rýni fyr­ir að greiða eig­end­um arð á sama tíma og sótt var um rík­is­að­stoð.

Skeljungur endurgreiðir ríkisstuðninginn
Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsmaðurinn fyrrverandi er stjórnarformaður Skeljungs.

Fyrirtækið Skeljungur er hætt við að nýta sér ríkisaðstoð í gegnum hlutabótaleiðina og mun endurgreiða það sem ríkið hefur greitt vegna starfsmanna félagsins í aprílmánuði, samkvæmt yfirlýsingu sem framkvæmdastjóri félagsins, Árni Pétur Jónsson, sendi rétt í þessu.

Stundin greindi frá því í fyrradag og í gær að hlut­haf­ar fé­lags­ins hefðu fengið 600 millj­ón­ir króna í arð frá fé­lag­inu og að sex dög­um síðar hafi starfs­menn Skelj­ungs verið settir á  hluta­bóta­leið­ina.

Í yfirlýsingunni nú segir að Skeljungur bjóði „öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu og endurgreiði Vinnumálastofnun“.

„Í fjölmiðlum í dag hefur verið fjallað um kostnað ríkissjóðs vegna þeirra starfsmanna Skeljungs sem fengu hlutabótagreiðslur í apríl.   Að athuguðu máli telur Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.  Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði.   Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár