Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skeljungur endurgreiðir ríkisstuðninginn

For­stjóri Skelj­ungs seg­ir að fé­lag­ið hafi ákveð­ið að bjóða öll­um starfs­mönn­um sín­um 100% vinnu og end­ur­greiða Vinnu­mála­stofn­un, eft­ir að fé­lag­ið fékk gagn­rýni fyr­ir að greiða eig­end­um arð á sama tíma og sótt var um rík­is­að­stoð.

Skeljungur endurgreiðir ríkisstuðninginn
Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsmaðurinn fyrrverandi er stjórnarformaður Skeljungs.

Fyrirtækið Skeljungur er hætt við að nýta sér ríkisaðstoð í gegnum hlutabótaleiðina og mun endurgreiða það sem ríkið hefur greitt vegna starfsmanna félagsins í aprílmánuði, samkvæmt yfirlýsingu sem framkvæmdastjóri félagsins, Árni Pétur Jónsson, sendi rétt í þessu.

Stundin greindi frá því í fyrradag og í gær að hlut­haf­ar fé­lags­ins hefðu fengið 600 millj­ón­ir króna í arð frá fé­lag­inu og að sex dög­um síðar hafi starfs­menn Skelj­ungs verið settir á  hluta­bóta­leið­ina.

Í yfirlýsingunni nú segir að Skeljungur bjóði „öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu og endurgreiði Vinnumálastofnun“.

„Í fjölmiðlum í dag hefur verið fjallað um kostnað ríkissjóðs vegna þeirra starfsmanna Skeljungs sem fengu hlutabótagreiðslur í apríl.   Að athuguðu máli telur Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræðið.  Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði.   Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár