Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kallar eftir þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir stjórn­ar­flokk­ana ósam­mála um hvernig standa eigi að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um. Birg­ir Ár­manns­son, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, hafi bar­ist gegn þeim frá því hann sett­ist á þing.

Kallar eftir þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar
Helga Vala Helgadóttir Þingmaður Samfylkingarinnar segir orð Birgis Ármannssonar vera á skjön við loforð forsætisráðherra. Mynd: xs.is

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að þingmenn sameinist um að breyta stjórnarskránni með þeim hætti að þjóðin geti kosið um stjórnarskrárbreytingar. Hún segir stjórnarflokkana vera ósammála um hvort eigi að breyta stjórnarskránni, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi boðað til samráðs um málið.

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skrifaði grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann sagði dæmi um það frá fyrri tíð að stjórnmálamenn reyni að ná óskyldum pólitískum markmiðum í stað þess að einbeita sér að endurreisn efnahagslífsins eftir hrun. Vísaði hann þar til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar bankahruns. Hann varaði við því að slíkt gæti tafið fyrir og truflað stjórnmálin á næstu vikum og mánuðum.

„Meðan við glímum við efnahagskreppu, sem gæti orðið sú dýpsta í áratugi, er ekki hjálplegt eða líklegt til árangurs að stjórnmálamenn berist á banaspjót vegna hugsanlegra stjórnarskrárbreytinga, Evrópusambandsaðildar eða einhvers konar róttækrar umbyltingar á þjóðfélagsgerðinni,“ skrifaði Birgir.

Hann ítrekaði efni greinarinnar í ræðustól Alþingis í dag undir liðnum störf þingsins. „Það sem á okkur brennur núna hefur ekkert með stjórnarskrána að gera,“ sagði hann. „Ég held að reynslan frá árunum 2009 til 2013 ætti að kenna okkur að við eigum ekki að eyða orkunni í deilur af því tagi þegar við getum verið að vinna að raunverulegum úrbótum, raunverulegum framfararmálum sem skila efnahagslegum bata fyrir þjóðfélagið.“

„Ég held að reynslan frá árunum 2009 til 2013 ætti að kenna okkur að við eigum ekki að eyða orkunni í deilur af því tagi“

Helga Vala kom í pontu í kjölfarið og benti á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði boðað formenn flokkanna á Alþingi á fund um stjórnarskrármál nú á föstudag, en slíkt samráð hafi ekki orðið í efnahagsmálum. „Á sama tíma og við í stjórnarandstöðunni höfum verið að kalla eftir samráði og fáum að horfa á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um það sem á að fara að gera, þá boðar hæstvirtur forsætisráðherra formenn flokka á Alþingi til samráðsfundar, einmitt um breytingar á stjórnarskránni. Og hér var þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, eins af þremur turnum í ríkisstjórninni, að tala niður fundarboð forsætisráðherra um nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni og þá vinnu sem þar er í gangi,“ sagði Helga Vala.

„Afstaða þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til breytinga á stjórnarskránni er okkur öllum ljós“

Hún kallaði eftir því að þingmenn sammældust um að breyta breytingaratkvæði stjórnarskrárinnar, svo að þjóðin geti kosið um breytingarnar. Sagði hún Birgi og aðra stjórnmálamenn þvælast fyrir breytingunum. „Það er pínulítið sérstakt að standa fyrir utan þetta og fylgjast með stjórnarflokkunum takast á um verkstjórnina og hvernig eigi að haga málum,“ sagði hún. „En ég auðvitað fagna því alltaf ef við náum einhverjum skrefum áfram varðandi breytingar á stjórnarskránni. Afstaða þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins til breytinga á stjórnarskránni er okkur öllum ljós, enda hefur hann alls ekki leynt, heldur mjög svo ljóst barist gegn breytingum á stjórnarskránni síðan hann settist á þing.“

Hanna Katrín FriðrikssonÞingmaður Viðreisnar vill ræða kosti og galla ESB.

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, ræddi einnig málið. „Á umbrotatímum sem þessum þar sem við kveðjum mögulega veröld sem var og horfum fram á breytta heimsmynd – ef nú eru ekki tímar til að uppfylla óskir þjóðarinnar um tilteknar breytingar á stjórnarskránni okkar, um jöfnun atkvæðaréttar og tímabundið auðlindaákvæði – hvenær þá?“ sagði hún á þingi. „Ef staða okkar innan Evrópu, kostir og gallar aðildar að Evrópusambandinu er ekki mikilvægt innlegg í kortlagningu á stöðu okkar og áskoranir í ljósi breyttrar heimsmyndar núna - hvenær þá? Er svar háttvirts þingmanns að það sé aldrei rétti tíminn?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár