Nagandi samviskubit hefur elt hana Mariu Bethaniu Medinu Padrón á röndum síðastliðin ár. Það á það til að kvikna við hversdagslegustu athafnir eins og þegar hún hittir vini sína á kaffihúsi eða fær sér eitthvað gott að borða. Gæði hún sér á ís á sólríkum degi þá gerir hún hvað hún getur til þess að leyna því fyrir fólkinu sínu heima. Annað væri enda varla við hæfi. Í heimalandinu er ís algjör munaðarvara, eitthvað sem fáir geta leyft sér en marga dreymir um, eins og á raunar við um svo margt annað. Þar var verðbólgan 53 milljón prósent á árunum 2016–2019 og níu af hverjum tíu íbúum lifa undir fáæktarmörkum.
Bethania skammast sín fyrir að hafa …
Athugasemdir