Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skammast sín fyrir að hafa það betra en fólkið sitt heima

Heima­land Mariu Bet­haniu Med­inu Padrón hef­ur um­turn­ast á síð­ast­liðn­um ár­um. Al­menn fá­tækt, hung­ur og vöru­skort­ur eru þar dag­legt brauð enda gjald­mið­ill­inn einskis virði. Hún finn­ur fyr­ir sam­visku­biti yf­ir því að geta lít­ið hjálp­að fólk­inu sínu sem er þar.

Nagandi samviskubit hefur elt hana Mariu Bethaniu Medinu Padrón á röndum síðastliðin ár. Það á það til að kvikna við hversdagslegustu athafnir eins og þegar hún hittir vini sína á kaffihúsi eða fær sér eitthvað gott að borða. Gæði hún sér á ís á sólríkum degi þá gerir hún hvað hún getur til þess að leyna því fyrir fólkinu sínu heima. Annað væri enda varla við hæfi. Í heimalandinu er ís algjör munaðarvara, eitthvað sem fáir geta leyft sér en marga dreymir um, eins og á raunar við um svo margt annað. Þar var verðbólgan 53 milljón prósent á árunum 2016–2019 og níu af hverjum tíu íbúum lifa undir fáæktarmörkum.

Vöruskortur daglegt brauðÓðaverðbólgan hefur verið svo mikil í Venesúela á síðustu árum að gjaldmiðillinn er svo gott sem verðlaus. Vöruskortur er daglegt brauð og níu af hverjum tíu íbúum landsins lifa við hungurmörk.

Bethania skammast sín fyrir að hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár