Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Villandi skilaboð um aðgerðapakka – Fyrirtæki fá stuðning þótt þau noti skattaskjól

Eng­in skil­yrði í brú­ar­lána­lög­un­um og frum­varp­inu um stuðn­ingslán girða fyr­ir að fyr­ir­tæki sem not­færa sér skatta­skjól eða eru með eign­ar­hald á lág­skatta­svæði fái rík­is­stuðn­ing. Þing­mað­ur VG sagði það stað­reynd að gerð hefði ver­ið „ský­laus krafa um það af hálfu rík­is­ins“ að fyr­ir­tæki í skatta­skjól­um nytu ekki stuðn­ings­ins.

Villandi skilaboð um aðgerðapakka  – Fyrirtæki fá stuðning þótt þau noti skattaskjól

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hélt því fram í ræðustól Alþingis þann 30. apríl síðastliðinn að gerð væri „skýlaus krafa“ um það í frumvörpum ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins að fyrirtæki í skattaskjólum fengju ekki ríkisstuðning. Vísaði hann þá sérstaklega til brúarlána og stuðningslána. 

Raunin er sú að hvorki brúarlánalögin né frumvarpið um stuðningslán girðir fyrir að fyrirtæki sem notfærir sér skattaskjól eða er með eignarhald á lágskattasvæði fái ríkisstuðninginn. Engin skilyrði í þá veru er að finna í frumvörpunum og ekki er fjallað um neitt slíkt í greinargerðum og nefndarálitum vegna lagasetningarinnar. Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir í samtali við Stundina að frumvarpið taki ekki á því með nokkrum hætti hvort fyrirtæki sem fá ríkisaðstoð notfæri sér skattaskjól eða séu með eignarhald í skattaskjóli.

Þingmenn sem Stundin hefur rætt við binda þó vonir við að breytingar verði gerðar á frumvarpinu í meðförum þingsins til að fyrirbyggja að stuðningslán og önnur ríkisaðstoð renni til fyrirtækja sem notfæra sér lágskattasvæði.

„Skýr vilji ríkisstjórnarinnar“

Orðrétt sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé í þingræðu sinni í síðustu viku: „Það er staðreynd að í þeim lánum og stuðningi sem við erum að veita til fyrirtækja í formi brúarlána og stuðningslána er gerð skýlaus krafa um það af hálfu ríkisins að annars vegar njóti fyrirtæki sem séu í skattaskjólum ekki þess stuðnings og hins vegar að fyrirtækin geti ekki greitt sér út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur við á þeim lánum. Þetta er skýr vilji ríkisstjórnarinnar sem er að finna í þeim málum sem hafa komið fyrir þing. Það er krafist ótakmarkaðrar skattskyldu á Íslandi. Þetta er í samræmi við það sem önnur lönd hafa gert, örfá önnur lönd, Danmörk og Pólland svo dæmi séu tekin.“

Vinstrihreyfingin grænt framboð deildi svo myndbandi af ræðunni á Facebook með orðunum: „Kolbeinn Óttarsson Proppé minnti á það á þingi í dag að skilyrði fyrir því að fyrirtæki geti notið ýmiss stuðnings frá ríkinu vegna Covid-19 er að þau séu ekki skráð í skattaskjól.“

Skattasniðganga gegnum skattaskjól fer alla jafna fram með þeim hætti að tengdur aðili, móðurfélag eða systurfélag, er skráð í skattaskjóli og tekur við greiðslu, arði, þóknunum eða vöxtum frá íslenskum rekstraraðila. Ekki liggur fyrir útfærsla á dönsku skilyrðunum um að fyrirtæki sem þiggja ríkisaðstoð noti ekki skattaskjól. Í Póllandi er hins vegar gerð krafa um að aðaleigendur fyrirtækja sem fá aðstoð séu ekki skráðir með lögheimili í ríkjum sem eru á lista Evrópusambandsins yfir skattaskjól. Þá hefur fjármálaráðherra Frakklands boðað að reglurnar eigi að ná bæði til fyrirtækja með höfuðstöðvar og dótturfélög í skattaskjólum.

Í frumvarpi fjármálaráðherra um stuðningslán eru tilgreind átta skilyrði fyrir ríkisábyrgð á stuðningslánum. Er meðal annars gerð krafa um að rekstraraðilinn hafi ekki greitt út arð, óumsamda kaupauka eða keypt eigin hlutabréf. Hins vegar eru engin skilyrði gerð um að fyrirtæki sé ekki í eigu skattaskjólsfélags eða eigi dótturfélag eða félög í skattaskjóli. Slík skilyrði er heldur ekki að finna í lögum sem liggja til grundvallar ríkisábyrgð á brúarlánum né í samningi fjarmála- og efnahagsráðuneytisins við Seðlabanka Íslands um framkvæmd á veitingu ábyrgðanna.

Ótakmörkuð skattskylda á Íslandi

Kolbeinn Proppé hefur vísað til 1. gr. frumvarps til laga um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru máli sínu til stuðnings en þar kemur fram að lögin gildi um einstaklinga og lögaðila sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og bera ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á hið sama í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. „Það er mjög mikilvægt að koma því á framfæri að við höfum sett þá kröfu að fyrirtæki sem munu njóta þessa stuðnings séu með fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi. Þarna erum við að gera þessa kröfu sem er sambærilegt við það sem Danir…“ sagði hún áður en þáttastjórnandi greip fram í fyrir henni.

Indriði H. Þorlákssonfyrrverandi ríkisskattstjóri

Stundin bar efni lagaákvæðisins undir Indriða H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóra. „Þessi grein laganna og aðrar hafa að því er mér sýnist ekkert að gera með skattaskjól,“ segir hann. „Ótakmörkuð skattskylda þýðir einfaldlega að viðkomandi sé skattskyldur hér á landi af öllum tekjum sem hann aflar sér hvar sem er í heiminum. Frumvarpið tekur á engan hátt á því hvort fyrirtæki notfæra sér skattaskjól eða eru með eignarhald í skattaskjóli.“

Aðspurður um ummæli sín og hvort hann vildi útskýra þau nánar segir Kolbeinn: „Vilji stjórnvalda er skýr, eins og ég kom inn á, um að fyrirtæki í skattaskjólum geti ekki nýtt sér stuðninginn. Ég hef ekki fengið aðrar upplýsingar en þær að þetta sé sambærilegt við það sem gert er í öðrum löndum. Ef þarf að hnýta fastari hnúta um þetta, þá treysti ég því að það verði gert í nefndavinnunni þannig að vilji stjórnvalda komi fram.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár