Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 7: Brjálæðislegur bíll og fleira

Spurningaþraut 7: Brjálæðislegur bíll og fleira

Sjöunda spurningaþrautin er með sama sniði og hingað til, tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan myndina af konu einni.

Aukaspurningar eru svo tvær: Hver er ungi karlinn að ofan og hver er konan á neðri myndinni?

1.   Hvaða bíómynd hefur Baltasar Kormákur gert eftir glæpasögu eftir Arnald Indriðason?

2.   Hvað hét litla geimfarið sem leiðangurinn Appollo 11. flutti til tunglsins, þar sem það lenti svo með tvo menn innanborðs 20. júlí 1969?

3.  Hvað hét lagið sem keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2019?   

4.   Hversu há er Hekla? Skekkjumörk eru 100 metrar í hvora átt.

5.  Koenigsegg er nafn á rándýrum sportbílum, sem eru afar sjaldséðir, enda aðeins örfáir tugir framleiddir af hverri týpu. Nú í byrjun mars var til dæmis kynnt týpa sem reiknað er með að kosti tæpar 450 milljónir þegar hún kemur á markað. Og sá bíll er svo hraðskreiður að hann gæti spíttað leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar á 45 mínútum ef vegirnir væru nógu góðir. Þessi bíll er framleiddur í landi þar sem bílaframleiðsla stendur á gömlum merg, en þar í landi eru bílasmiðir þó kunnari fyrir að framleiða örugga fjölskyldubíla en svona brjálæðisleg tryllitæki. Í hvaða landi eru Konungseggin framleidd?

6.  Hermann Göring var einn nánasti samverkamaður Adolfs Hitlers í síðari heimsstyrjöld. Hann gegndi ýmsum embættum en hvað er það helsta og mest áberandi?

7.  Hver er sérfræðigrein Ölmu Möller landlæknis í læknisfræðinni?

8.  Hvar eru heimkynni lemúra - nokkuð nákvæmlega?

9.  Í hvaða hljómsveit er Nanna Bryndís Hilmarsdóttir?

10. Árið 2015 var frumsýnd bandarísk glæpamynd sem Jóhann G. Jóhannsson gerði tónlistina í. Þrem árum seinna var gert framhald myndarinnar og þá brá svo við að Hildur Guðnadóttir sá um músíkina. Hvert er hið sameiginlega heiti þessara mynda?

Hér eru svörin:

1.   Mýrina

2.  Eagle eða Örninn

3.  Hatrið mun sigra

4.  1.491 metra (svo rétt telst vera allt frá 1.390 til 1.591)

5.  Svíþjóð

6.  Yfirmaður flughersins Luftwaffe, flugmálaráðherra

7.  Hún er doktor í svæfinga- og gjörgæslulækningum - hvort tveggja telst því vera rétt

8.  Á eyjunni Madagaskar - svarið „í Afríku“ dugar ekki

9.  Of Monsters and Men

10.  Sicario - sú seinni ber reyndar undirtitilinn Day of the Soldado en alveg ónauðsynlegt er að vita það.

Þá er rétt að fram komi að karlinn á efstu myndinni er vitanlega franski fótboltamaðurinn Eric Cantona, sem gerði garðinn frægan með Leeds og fleiri liðum, en konan er Nastassja Kinski sem fyrrum var nokkuð áberandi leikkona.

Næstu spurningaþraut á undan má finna hérna. Sú næsta á eftir er hins vegar hérna.

Og til fróðleiks og skemmtunar, þá er hér fyrir neðan mynd af einu nýjasta Konungsegginu sænska, Koenigsegg Jesko.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár