Spurningaþraut 6: Hver er í bananapilsi?

Spurningaþraut 6: Hver er í bananapilsi?

Spurningaþrautin er með sama sniði og áður, tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan myndina af flugvélinni.

Aukaspurningar eru svo tvær: Hver er konan hér að ofan og af hvaða tegund er þessi flugvél sem þið sjáið brátt.

1.   Barack og Michelle Obama eiga tvær dætur. Nefnið að minnsta kosti aðra þeirra.

2.  Íslendingar fylgdust vel með Óskarsverðlaunahátíðinni í ársbyrjun af því þar fékk Hildur Guðnadóttir verðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker. En hver fór heim með verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki karla?

3.  Árið 1936 sagði Játvarður 8. Englandskonungur af sér af því hann vildi fá að kvænast fráskilinni bandarískri konu. Hvað hét konan?

4.   Hvaða þingmaður, sem eitt sinn var varaformaður stjórnmálaflokks, situr nú á þingi sem formaður annars flokks?

5.   Hvað hét Star Wars kvikmynd númer 2 sem frumsýnd var fyrir réttum 40 árum?

6.  Kona ein hét upphaflega Zara Mohamed Abdulmajid en tók upp nafnið Iman. Hún varð ein eftirsóttasta fyrirsæta heimsins og er auk þess þekkt fyrir að hafa gifst poppstjörnunni David Bowie. Frá hvaða landi er hún?

7.  Í bók bókaseríunnar um Harry Potter kom í ljós að hann myndi eignast eiginkonu. Hver var hún?

8.   Hvaða fjörður er milli Arnarfjarðar og Patreksfjarðar á Vestfjörðum?

9.   Hvað hét eiginkona Vilhjálms prins á Bretlandi fullu nafni áður en hún gekk í hjónaband og varð hertogaynja af Cambridge?

10.  Hvað heitir stærsta og þyngsta tannhvalstegund í höfunum?

Hér eru svörin, langþráð:

1.    Malia og Sasha (Natasha)

2.   Joaquin Phoenix (fyrir leik í Joker)

3.   Wallis Simpson

4.   Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

5.   Keisaradæmið snýst til varnar (The Empire Strikes Back)

6.   Sómalíu

7.   Ginny (eða Ginevra) Weasley

8.   Tálknafjörður

9.   Catherine Middleton

10.  Búrhvalur 

Tímabært er og að upplýsa að konan á myndinni er Josephine Baker (1906-1975), fræg söngkona og dansari sem kom fram á skemmtunum nánast fram í andlátið. Flugvélin eða flugvélarnar eru af gerðinni Spitfire og gerðu garðinn frægan í síðariheimsstyrjöld.

Næsta spurningaþraut á undan er svo hérna, hvergi annars staðar.

En sú næsta á eftir er hins vegar hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár