Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 6: Hver er í bananapilsi?

Spurningaþraut 6: Hver er í bananapilsi?

Spurningaþrautin er með sama sniði og áður, tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan myndina af flugvélinni.

Aukaspurningar eru svo tvær: Hver er konan hér að ofan og af hvaða tegund er þessi flugvél sem þið sjáið brátt.

1.   Barack og Michelle Obama eiga tvær dætur. Nefnið að minnsta kosti aðra þeirra.

2.  Íslendingar fylgdust vel með Óskarsverðlaunahátíðinni í ársbyrjun af því þar fékk Hildur Guðnadóttir verðlaun fyrir tónlist sína í myndinni Joker. En hver fór heim með verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki karla?

3.  Árið 1936 sagði Játvarður 8. Englandskonungur af sér af því hann vildi fá að kvænast fráskilinni bandarískri konu. Hvað hét konan?

4.   Hvaða þingmaður, sem eitt sinn var varaformaður stjórnmálaflokks, situr nú á þingi sem formaður annars flokks?

5.   Hvað hét Star Wars kvikmynd númer 2 sem frumsýnd var fyrir réttum 40 árum?

6.  Kona ein hét upphaflega Zara Mohamed Abdulmajid en tók upp nafnið Iman. Hún varð ein eftirsóttasta fyrirsæta heimsins og er auk þess þekkt fyrir að hafa gifst poppstjörnunni David Bowie. Frá hvaða landi er hún?

7.  Í bók bókaseríunnar um Harry Potter kom í ljós að hann myndi eignast eiginkonu. Hver var hún?

8.   Hvaða fjörður er milli Arnarfjarðar og Patreksfjarðar á Vestfjörðum?

9.   Hvað hét eiginkona Vilhjálms prins á Bretlandi fullu nafni áður en hún gekk í hjónaband og varð hertogaynja af Cambridge?

10.  Hvað heitir stærsta og þyngsta tannhvalstegund í höfunum?

Hér eru svörin, langþráð:

1.    Malia og Sasha (Natasha)

2.   Joaquin Phoenix (fyrir leik í Joker)

3.   Wallis Simpson

4.   Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

5.   Keisaradæmið snýst til varnar (The Empire Strikes Back)

6.   Sómalíu

7.   Ginny (eða Ginevra) Weasley

8.   Tálknafjörður

9.   Catherine Middleton

10.  Búrhvalur 

Tímabært er og að upplýsa að konan á myndinni er Josephine Baker (1906-1975), fræg söngkona og dansari sem kom fram á skemmtunum nánast fram í andlátið. Flugvélin eða flugvélarnar eru af gerðinni Spitfire og gerðu garðinn frægan í síðariheimsstyrjöld.

Næsta spurningaþraut á undan er svo hérna, hvergi annars staðar.

En sú næsta á eftir er hins vegar hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár