Spurningakeppni 1: Hvað veistu?

Tíu spurn­ing­ar um allt milli him­ins og jarð­ar

Spurningakeppni 1: Hvað veistu?

Hér er tugur spurninga um hvaðeina. Rétt svör eru fyrir neðan myndina af Einstein.

1.   Á árunum 1707-1709 gekk bólusótt um landið og drap hátt í 8.000 manns. Hvað er sóttin kölluð?

2.  Hvaða kvikmynd fékk Óskarsverðlaun sem besta myndin nú í ár?

3.  Hvað heitir höfuðborgin í Lettlandi?

4.  Hverrar þjóðar var tískudrottningin Coco Chanel?

5.  Hefaistos var einn grísku guðanna. Hann var kvæntur ástargyðjunni Afrodítu en þótti sjálfur ófagur og rustafenginn. Hvernig guð var hann?

6.  Frá hvaða landi er Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna?

7.  Hvaða þéttbýlisstaður er milli Vopnafjarðar og Þórshafnar?

8.  Hvað heitir systir tónlistarmannsins Finneas O'Connells?

9. Hvaða rándýra krydd er unnið úr dvergliljum, öðru nafni krókusum?

10. Hver skrifaði bækurnar Ekkert að þakka, Litlu greyin og Öðruvísi saga?

Svörin eru þessi:

1.  Stóra bóla

2.  Parasite frá Suður-Kóreu

3.  Riga

4.  Frönsk

5.  Smíðaguð

6.  Slóveníu

7.  Bakkafjörður

8.  Billie Eilish

9.  Saffran

10. Guðrún Helgadóttir

Spurningakeppni næsta dags er svo hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár