Það er samdóma álit viðmælenda minna að Þorsteinn Víglundsson hafi verið einn af allra beztu alþingismönnum síðustu ára. Sanngjarn, rökfastur, góður ræðumaður og þægilegur í umgengni. Hann hefur nú ákveðið að hætta á þingi eftir aðeins fjögurra ára setu. Á þessum fjórum árum fór hann að vísu í gegnum tvennar þingkosningar og meiri sviptingar en aðrir kynntust á löngum ferli hér áður. Það kann að hafa haft sitt að segja um ákvörðun hans.
Fjölskyldufyrirtækið í þrot
Þorsteinn er fimmtugur, lauk prófi í stjórnmálafræði og stundaði síðar framhaldsnám í stjórnun og stefnumótun, meðal annars í Barcelona. (Hann er þó ekki mæltur á spænsku, en getur bjargað sér á frönsku.)
Áhugasvið Þorsteins mótast að líkindum mjög af því að faðir hans, Víglundur Þorsteinsson, var í áratugi umsvifamikill og jafnvel fyrirferðarmikill í íslenzku atvinnu- og viðskiptalífi. Nánar um það á eftir.
Allt að einu hóf Þorsteinn störf sem blaðamaður á viðskiptablaði Morgunblaðsins fljótlega …
Athugasemdir