Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Grafskrift um íslensk stjórnmál

Þeg­ar geð­þekk­ur, mál­efna­leg­ur og dug­leg­ur þing­mað­ur er kjör­inn til starfa á Al­þingi, þá forð­ar hann sér það­an á mjög skilj­an­leg­um flótta þeg­ar fyrsta væn­lega tæki­færi gefst.

Grafskrift um íslensk stjórnmál
Sagður sanngjarn Samferðafólk Þorsteins á þingi ber honum vel söguna, segir hann sanngjarnan og málefnalegan, jafnvel ljúfan. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það er samdóma álit viðmælenda minna að Þorsteinn Víglundsson hafi verið einn af allra beztu alþingismönnum síðustu ára. Sanngjarn, rökfastur, góður ræðumaður og þægilegur í umgengni. Hann hefur nú ákveðið að hætta á þingi eftir aðeins fjögurra ára setu. Á þessum fjórum árum fór hann að vísu í gegnum tvennar þingkosningar og meiri sviptingar en aðrir kynntust á löngum ferli hér áður. Það kann að hafa haft sitt að segja um ákvörðun hans.


Fjölskyldufyrirtækið í þrot

Þorsteinn er fimmtugur, lauk prófi í stjórnmálafræði og stundaði síðar framhaldsnám í stjórnun og stefnumótun, meðal annars í Barcelona. (Hann er þó ekki mæltur á spænsku, en getur bjargað sér á frönsku.)

Áhugasvið Þorsteins mótast að líkindum mjög af því að faðir hans, Víglundur Þorsteinsson, var í áratugi umsvifamikill og jafnvel fyrirferðarmikill í íslenzku atvinnu- og viðskiptalífi. Nánar um það á eftir.

Allt að einu hóf Þorsteinn störf sem blaðamaður á viðskiptablaði Morgunblaðsins fljótlega …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár