Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seðlabankinn oftast brotlegur við jafnréttislög

Nítj­án op­in­ber­ir að­il­ar hafa gerst brot­leg­ir við jafn­rétt­is­lög í 25 til­fell­um frá ár­inu 2009.

Seðlabankinn oftast brotlegur við jafnréttislög
Katrín Jakobsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson „Að mati ráðherra er það 25 brotum of mikið,“ segir forsætisráðherra um brot gegn jafnréttislögum.

Seðlabankinn hefur í fjögur skipti gerst brotlegur við jafnréttislög frá árinu 2009, oftast allra opinberra aðila. Þetta kemur fram í svörum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurnum Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar.

Brot Seðlabankans áttu sér stað árin 2012, 2019 og tvívegis árið 2015. Landspítalinn, Akureyrarbær og innanríkisráðuneytið hafa gerst brotleg í tvö skipti hvert, en alls voru 25 brot hjá 19 aðilum hjá hinu opinbera. Í 18 málum voru konur kærendur brotanna, en karlmenn í sjö tilvikum. 20 brotanna vörðuðu brot gegn banni við mismunun við ráðningu í störf á grundvelli kyns, en fimm vörðuðu brot gegn banni við mismunun í launum, öðrum kjörum og réttindum einstaklinga á grundvelli kyns.

„Að mati ráðherra er það 25 brotum of mikið,“ segir í öðru af svörum Katrínar. „Nú stendur yfir endurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, í forsætisráðuneytinu. Í þeirri vinnu verða m.a. skoðaðar mismunandi leiðir sem unnt er að fara í því skyni að tryggja betur eftirfylgni og aðhald mála þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn lögunum. Með endurskoðuninni er stefnt að því að treysta betur faglegan grundvöll málaflokksins og standa vonir til að breytingarnar muni leiða til fækkunar á brotum gegn lögunum í framtíðinni.“

Brot gegn jafnréttislögum hjá opinberum aðilum frá árinu 2009:

     1.      Nýi Kaupþing banki hf. – fjármála- og efnahagsráðherra (2009).
     2.      Forsætisráðuneytið – forsætisráðherra (2010).
     3.      Skjólskógar á Vestfjörðum – umhverfis- og auðlindaráðherra (2011).
     4.      Akureyrarbær – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (2011, 2014).
     5.      Innanríkisráðuneytið – dómsmálaráðherra (2012, 2015).
     6.      Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins – heilbrigðisráðherra (2012).
     7.      Seðlabanki Íslands – forsætisráðherra (2012, 2015, 2015, 2019).
     8.      Ríkisútvarpið – mennta- og menningarmálaráðherra (2013).
     9.      Landspítalinn – heilbrigðisráðherra (2013, 2018).
     10.      Kópavogsbær – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (2014).
     11.      Ríkislögreglustjóri – dómsmálaráðherra (2014).
     12.      Sýslumaðurinn í Borgarnesi – dómsmálaráðherra (2014).
     13.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – heilbrigðisráðherra (2015).
     14.      Biskup Íslands – dómsmálaráðherra (2015).
     15.      Þjóðskjalasafn Íslands – mennta- og menningarmálaráðherra (2016).
     16.      Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – dómsmálaráðherra (2016).
     17.      Fjármála- og efnahagsráðuneytið – fjármála- og efnahagsráðherra (2017).
     18.      Reykjavíkurborg – samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (2018).
     19.      Þingvallanefnd – umhverfis- og auðlindaráðherra (2018).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár