Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Seðlabankinn oftast brotlegur við jafnréttislög

Nítj­án op­in­ber­ir að­il­ar hafa gerst brot­leg­ir við jafn­rétt­is­lög í 25 til­fell­um frá ár­inu 2009.

Seðlabankinn oftast brotlegur við jafnréttislög
Katrín Jakobsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson „Að mati ráðherra er það 25 brotum of mikið,“ segir forsætisráðherra um brot gegn jafnréttislögum.

Seðlabankinn hefur í fjögur skipti gerst brotlegur við jafnréttislög frá árinu 2009, oftast allra opinberra aðila. Þetta kemur fram í svörum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurnum Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar.

Brot Seðlabankans áttu sér stað árin 2012, 2019 og tvívegis árið 2015. Landspítalinn, Akureyrarbær og innanríkisráðuneytið hafa gerst brotleg í tvö skipti hvert, en alls voru 25 brot hjá 19 aðilum hjá hinu opinbera. Í 18 málum voru konur kærendur brotanna, en karlmenn í sjö tilvikum. 20 brotanna vörðuðu brot gegn banni við mismunun við ráðningu í störf á grundvelli kyns, en fimm vörðuðu brot gegn banni við mismunun í launum, öðrum kjörum og réttindum einstaklinga á grundvelli kyns.

„Að mati ráðherra er það 25 brotum of mikið,“ segir í öðru af svörum Katrínar. „Nú stendur yfir endurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, í forsætisráðuneytinu. Í þeirri vinnu verða m.a. skoðaðar mismunandi leiðir sem unnt er að fara í því skyni að tryggja betur eftirfylgni og aðhald mála þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn lögunum. Með endurskoðuninni er stefnt að því að treysta betur faglegan grundvöll málaflokksins og standa vonir til að breytingarnar muni leiða til fækkunar á brotum gegn lögunum í framtíðinni.“

Brot gegn jafnréttislögum hjá opinberum aðilum frá árinu 2009:

     1.      Nýi Kaupþing banki hf. – fjármála- og efnahagsráðherra (2009).
     2.      Forsætisráðuneytið – forsætisráðherra (2010).
     3.      Skjólskógar á Vestfjörðum – umhverfis- og auðlindaráðherra (2011).
     4.      Akureyrarbær – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (2011, 2014).
     5.      Innanríkisráðuneytið – dómsmálaráðherra (2012, 2015).
     6.      Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins – heilbrigðisráðherra (2012).
     7.      Seðlabanki Íslands – forsætisráðherra (2012, 2015, 2015, 2019).
     8.      Ríkisútvarpið – mennta- og menningarmálaráðherra (2013).
     9.      Landspítalinn – heilbrigðisráðherra (2013, 2018).
     10.      Kópavogsbær – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (2014).
     11.      Ríkislögreglustjóri – dómsmálaráðherra (2014).
     12.      Sýslumaðurinn í Borgarnesi – dómsmálaráðherra (2014).
     13.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – heilbrigðisráðherra (2015).
     14.      Biskup Íslands – dómsmálaráðherra (2015).
     15.      Þjóðskjalasafn Íslands – mennta- og menningarmálaráðherra (2016).
     16.      Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – dómsmálaráðherra (2016).
     17.      Fjármála- og efnahagsráðuneytið – fjármála- og efnahagsráðherra (2017).
     18.      Reykjavíkurborg – samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (2018).
     19.      Þingvallanefnd – umhverfis- og auðlindaráðherra (2018).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
2
Fréttir

Um­fjöll­un um fimm pró­senta mörk­in hafi ver­ið með­al þess sem skað­aði VG

Formað­ur Vinstri grænna boð­ar í ára­móta­kveðju sinni að hreyf­ing­in muni veita nýrri rík­is­stjórn að­hald ut­an Al­þing­is og styrkja tengsl sín við lands­menn á kom­andi ári. Hún reif­ar ýms­ar ástæð­ur fyr­ir löku gengi Vinstri grænna í kosn­ing­un­um og með­al ann­ars áherslu á fimm pró­senta mörk­in í um­fjöll­un um skoð­anakann­an­ir. Flokk­ur­inn hafi ít­rek­að ver­ið reikn­að­ur út af þingi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár