Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Seðlabankinn oftast brotlegur við jafnréttislög

Nítj­án op­in­ber­ir að­il­ar hafa gerst brot­leg­ir við jafn­rétt­is­lög í 25 til­fell­um frá ár­inu 2009.

Seðlabankinn oftast brotlegur við jafnréttislög
Katrín Jakobsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson „Að mati ráðherra er það 25 brotum of mikið,“ segir forsætisráðherra um brot gegn jafnréttislögum.

Seðlabankinn hefur í fjögur skipti gerst brotlegur við jafnréttislög frá árinu 2009, oftast allra opinberra aðila. Þetta kemur fram í svörum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurnum Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar.

Brot Seðlabankans áttu sér stað árin 2012, 2019 og tvívegis árið 2015. Landspítalinn, Akureyrarbær og innanríkisráðuneytið hafa gerst brotleg í tvö skipti hvert, en alls voru 25 brot hjá 19 aðilum hjá hinu opinbera. Í 18 málum voru konur kærendur brotanna, en karlmenn í sjö tilvikum. 20 brotanna vörðuðu brot gegn banni við mismunun við ráðningu í störf á grundvelli kyns, en fimm vörðuðu brot gegn banni við mismunun í launum, öðrum kjörum og réttindum einstaklinga á grundvelli kyns.

„Að mati ráðherra er það 25 brotum of mikið,“ segir í öðru af svörum Katrínar. „Nú stendur yfir endurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, í forsætisráðuneytinu. Í þeirri vinnu verða m.a. skoðaðar mismunandi leiðir sem unnt er að fara í því skyni að tryggja betur eftirfylgni og aðhald mála þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn lögunum. Með endurskoðuninni er stefnt að því að treysta betur faglegan grundvöll málaflokksins og standa vonir til að breytingarnar muni leiða til fækkunar á brotum gegn lögunum í framtíðinni.“

Brot gegn jafnréttislögum hjá opinberum aðilum frá árinu 2009:

     1.      Nýi Kaupþing banki hf. – fjármála- og efnahagsráðherra (2009).
     2.      Forsætisráðuneytið – forsætisráðherra (2010).
     3.      Skjólskógar á Vestfjörðum – umhverfis- og auðlindaráðherra (2011).
     4.      Akureyrarbær – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (2011, 2014).
     5.      Innanríkisráðuneytið – dómsmálaráðherra (2012, 2015).
     6.      Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins – heilbrigðisráðherra (2012).
     7.      Seðlabanki Íslands – forsætisráðherra (2012, 2015, 2015, 2019).
     8.      Ríkisútvarpið – mennta- og menningarmálaráðherra (2013).
     9.      Landspítalinn – heilbrigðisráðherra (2013, 2018).
     10.      Kópavogsbær – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (2014).
     11.      Ríkislögreglustjóri – dómsmálaráðherra (2014).
     12.      Sýslumaðurinn í Borgarnesi – dómsmálaráðherra (2014).
     13.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – heilbrigðisráðherra (2015).
     14.      Biskup Íslands – dómsmálaráðherra (2015).
     15.      Þjóðskjalasafn Íslands – mennta- og menningarmálaráðherra (2016).
     16.      Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – dómsmálaráðherra (2016).
     17.      Fjármála- og efnahagsráðuneytið – fjármála- og efnahagsráðherra (2017).
     18.      Reykjavíkurborg – samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (2018).
     19.      Þingvallanefnd – umhverfis- og auðlindaráðherra (2018).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár