Seðlabankinn oftast brotlegur við jafnréttislög

Nítj­án op­in­ber­ir að­il­ar hafa gerst brot­leg­ir við jafn­rétt­is­lög í 25 til­fell­um frá ár­inu 2009.

Seðlabankinn oftast brotlegur við jafnréttislög
Katrín Jakobsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson „Að mati ráðherra er það 25 brotum of mikið,“ segir forsætisráðherra um brot gegn jafnréttislögum.

Seðlabankinn hefur í fjögur skipti gerst brotlegur við jafnréttislög frá árinu 2009, oftast allra opinberra aðila. Þetta kemur fram í svörum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurnum Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar.

Brot Seðlabankans áttu sér stað árin 2012, 2019 og tvívegis árið 2015. Landspítalinn, Akureyrarbær og innanríkisráðuneytið hafa gerst brotleg í tvö skipti hvert, en alls voru 25 brot hjá 19 aðilum hjá hinu opinbera. Í 18 málum voru konur kærendur brotanna, en karlmenn í sjö tilvikum. 20 brotanna vörðuðu brot gegn banni við mismunun við ráðningu í störf á grundvelli kyns, en fimm vörðuðu brot gegn banni við mismunun í launum, öðrum kjörum og réttindum einstaklinga á grundvelli kyns.

„Að mati ráðherra er það 25 brotum of mikið,“ segir í öðru af svörum Katrínar. „Nú stendur yfir endurskoðun laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, í forsætisráðuneytinu. Í þeirri vinnu verða m.a. skoðaðar mismunandi leiðir sem unnt er að fara í því skyni að tryggja betur eftirfylgni og aðhald mála þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn lögunum. Með endurskoðuninni er stefnt að því að treysta betur faglegan grundvöll málaflokksins og standa vonir til að breytingarnar muni leiða til fækkunar á brotum gegn lögunum í framtíðinni.“

Brot gegn jafnréttislögum hjá opinberum aðilum frá árinu 2009:

     1.      Nýi Kaupþing banki hf. – fjármála- og efnahagsráðherra (2009).
     2.      Forsætisráðuneytið – forsætisráðherra (2010).
     3.      Skjólskógar á Vestfjörðum – umhverfis- og auðlindaráðherra (2011).
     4.      Akureyrarbær – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (2011, 2014).
     5.      Innanríkisráðuneytið – dómsmálaráðherra (2012, 2015).
     6.      Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins – heilbrigðisráðherra (2012).
     7.      Seðlabanki Íslands – forsætisráðherra (2012, 2015, 2015, 2019).
     8.      Ríkisútvarpið – mennta- og menningarmálaráðherra (2013).
     9.      Landspítalinn – heilbrigðisráðherra (2013, 2018).
     10.      Kópavogsbær – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (2014).
     11.      Ríkislögreglustjóri – dómsmálaráðherra (2014).
     12.      Sýslumaðurinn í Borgarnesi – dómsmálaráðherra (2014).
     13.      Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – heilbrigðisráðherra (2015).
     14.      Biskup Íslands – dómsmálaráðherra (2015).
     15.      Þjóðskjalasafn Íslands – mennta- og menningarmálaráðherra (2016).
     16.      Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – dómsmálaráðherra (2016).
     17.      Fjármála- og efnahagsráðuneytið – fjármála- og efnahagsráðherra (2017).
     18.      Reykjavíkurborg – samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (2018).
     19.      Þingvallanefnd – umhverfis- og auðlindaráðherra (2018).

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár