Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta: „Embættið á alls ekki að vera til skrauts“

Guð­mund­ur Frank­lín Jóns­son, hót­el­stjóri í Dan­mörku, til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta Ís­lands á Face­book í dag. Hann lof­ar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um orkupakka fjög­ur og fimm.

Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta: „Embættið á alls ekki að vera til skrauts“
Guðmundur Franklín Jónsson Guðmundur tilkynnti um forsetaframboð sitt með ræðu á Facebook rétt í þessu.

Guðmundur Franklín Jónsson, hótelstjóri í Danmörku og fyrrverandi verðbréfamiðlari, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á streymi á Facebook síðu sinni í dag.

Forsetakosningar munu fara fram 27. júní ef fleiri en einn eru í framboði og skila inn undirskriftalistum. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, tilkynnti um það í nýársávarpi sínu að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri.

„Framboð mitt mun í meginþáttum snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu,“ sagði Guðmundur Franklín í ræðu sinni. „Það er mikill misskilningur að hlutverk forseta Íslands einskorðist við að brosa framan í erlenda erindreka og flytja ávarp við hátíðleg tilefni. Embættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á forsetinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja. Þjóðin er hér algert lykilatriði en hvorki Alþingi né aðrir embættismenn eiga nokkurn tímann að vera teknir fram fyrir hag hennar enda eru þeir einnig í þjónustuhlutverki gagnvart henni.“

Í ræðu sinni kynnti hann einnig tillögur að efnahagslegu aðgerðaplani.  „Það þarf að breyta hugsunarhættinum á Íslandi því allt of lengi hefur það viðgengist að spillingin fái að grassera og ráðamenn standi aðgerðalausir hjá,“ sagið hann. „Þjóðin, fólkið mitt og börnin mín, hefur ítrekað þurft að kyngja því að stórar upphæðir séu hafðar út úr þjóðarbúinu. Okkur hefur svo liðið eins og við getum ekkert gert, sama hvað við kjósum þá endi þetta alltaf eins. Þessu skulum við breyta. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Það er til fólk sem styður ekki spillingu og mun ekki sætta sig við hana. Það er til fólk sem er tilbúið til að breyta þessu og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að kollvarpa þessum illu öflum. Ég er einn af þeim.“

„Eins heiti ég því að ESB verði aldrei samþykkt án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu“

Guðmundur segist vilja segja spillingunni stríð á hendur. „Ég heiti því og legg við drengskap minn að verði ég forseti mun orkupakki fjögur og fimm ekki fara í gegnum mig heldur fær þjóðin að kjósa um þá. Eins heiti ég því að ESB verði aldrei samþykkt án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég ætla mér að berjast fyrir þjóðina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auðlindir og sinn auð sjálf. Ég ætla að tryggja að hún sé vel upplýst í öllum málum og fái að taka sem mestan þátt í málefnum sem hana varðar. Mitt framboð er gegn spillingu, með auknu gagnsæi, með beinu lýðræði og fyrir þjóðina. Þetta er það sem ég stend fyrir sem forsetaframbjóðandi og sem manneskja.“

Dró framboð sitt til baka 2016

Guðmundur Franklín er með BSc próf í viðskipta- og hagfræði og meistarapróf í alþjóðastjórnmálum og hagfræði. Hann starfaði í 13 ár sem verðbréfamiðlari á Wall Street hjá fyrirtækjunum Bersec International, Oppenheimer & Co. og Burnham Securities. Hann hefur starfað sem hótelstjóri á Hotel Klippen í Gudhjem á Borgundarhólmi í Danmörku frá árinu 2013.

Guðmundur Franklín stofnaði stjórnmálaflokkinn Hægri grænir árið 2010, en hann rann inn í þjóðernisflokkinn Íslensku þjóðfylkinguna árið 2016. Var Guðmundur Franklín þá hættur sem formaður. Vorið 2016 bauð hann sig fram til forseta Íslands, en dró það til baka þegar Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, tilkynnti óvænt um að hann yrði aftur í framboði sem hann svo síðar hætti við. Lýsti Guðmundur Franklín yfir stuðningi við hann, en hafði ekki skilað meðmælalistum á þeim tímapunkti.

Um haustið 2016 sóttist hann svo eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar. Nýverið hefur hann tekið þátt í starfi Orkunnar okkar, sem beitti sér gegn innleiðingu Þriðja orkupakkans, og skrifað fjölda greina um þjóðmál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár