Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta: „Embættið á alls ekki að vera til skrauts“

Guð­mund­ur Frank­lín Jóns­son, hót­el­stjóri í Dan­mörku, til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta Ís­lands á Face­book í dag. Hann lof­ar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um orkupakka fjög­ur og fimm.

Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta: „Embættið á alls ekki að vera til skrauts“
Guðmundur Franklín Jónsson Guðmundur tilkynnti um forsetaframboð sitt með ræðu á Facebook rétt í þessu.

Guðmundur Franklín Jónsson, hótelstjóri í Danmörku og fyrrverandi verðbréfamiðlari, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á streymi á Facebook síðu sinni í dag.

Forsetakosningar munu fara fram 27. júní ef fleiri en einn eru í framboði og skila inn undirskriftalistum. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, tilkynnti um það í nýársávarpi sínu að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri.

„Framboð mitt mun í meginþáttum snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja mitt af mörkum til að berjast gegn spillingu,“ sagði Guðmundur Franklín í ræðu sinni. „Það er mikill misskilningur að hlutverk forseta Íslands einskorðist við að brosa framan í erlenda erindreka og flytja ávarp við hátíðleg tilefni. Embættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á forsetinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja. Þjóðin er hér algert lykilatriði en hvorki Alþingi né aðrir embættismenn eiga nokkurn tímann að vera teknir fram fyrir hag hennar enda eru þeir einnig í þjónustuhlutverki gagnvart henni.“

Í ræðu sinni kynnti hann einnig tillögur að efnahagslegu aðgerðaplani.  „Það þarf að breyta hugsunarhættinum á Íslandi því allt of lengi hefur það viðgengist að spillingin fái að grassera og ráðamenn standi aðgerðalausir hjá,“ sagið hann. „Þjóðin, fólkið mitt og börnin mín, hefur ítrekað þurft að kyngja því að stórar upphæðir séu hafðar út úr þjóðarbúinu. Okkur hefur svo liðið eins og við getum ekkert gert, sama hvað við kjósum þá endi þetta alltaf eins. Þessu skulum við breyta. Við þurfum ekki að sætta okkur við þetta. Það er til fólk sem styður ekki spillingu og mun ekki sætta sig við hana. Það er til fólk sem er tilbúið til að breyta þessu og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að kollvarpa þessum illu öflum. Ég er einn af þeim.“

„Eins heiti ég því að ESB verði aldrei samþykkt án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu“

Guðmundur segist vilja segja spillingunni stríð á hendur. „Ég heiti því og legg við drengskap minn að verði ég forseti mun orkupakki fjögur og fimm ekki fara í gegnum mig heldur fær þjóðin að kjósa um þá. Eins heiti ég því að ESB verði aldrei samþykkt án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég ætla mér að berjast fyrir þjóðina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auðlindir og sinn auð sjálf. Ég ætla að tryggja að hún sé vel upplýst í öllum málum og fái að taka sem mestan þátt í málefnum sem hana varðar. Mitt framboð er gegn spillingu, með auknu gagnsæi, með beinu lýðræði og fyrir þjóðina. Þetta er það sem ég stend fyrir sem forsetaframbjóðandi og sem manneskja.“

Dró framboð sitt til baka 2016

Guðmundur Franklín er með BSc próf í viðskipta- og hagfræði og meistarapróf í alþjóðastjórnmálum og hagfræði. Hann starfaði í 13 ár sem verðbréfamiðlari á Wall Street hjá fyrirtækjunum Bersec International, Oppenheimer & Co. og Burnham Securities. Hann hefur starfað sem hótelstjóri á Hotel Klippen í Gudhjem á Borgundarhólmi í Danmörku frá árinu 2013.

Guðmundur Franklín stofnaði stjórnmálaflokkinn Hægri grænir árið 2010, en hann rann inn í þjóðernisflokkinn Íslensku þjóðfylkinguna árið 2016. Var Guðmundur Franklín þá hættur sem formaður. Vorið 2016 bauð hann sig fram til forseta Íslands, en dró það til baka þegar Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, tilkynnti óvænt um að hann yrði aftur í framboði sem hann svo síðar hætti við. Lýsti Guðmundur Franklín yfir stuðningi við hann, en hafði ekki skilað meðmælalistum á þeim tímapunkti.

Um haustið 2016 sóttist hann svo eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar. Nýverið hefur hann tekið þátt í starfi Orkunnar okkar, sem beitti sér gegn innleiðingu Þriðja orkupakkans, og skrifað fjölda greina um þjóðmál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár