Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni segir að stórfjölgun opinberra starfa sé „einhver versta hugmynd sem ég heyrt“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra vill örva sköp­un nýrra starfa í einka­geir­an­um til að mæta þeim sem hverfa vegna Covid-19 far­ald­urs­ins. Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill fjölga op­in­ber­um störf­um.

Bjarni segir að stórfjölgun opinberra starfa sé „einhver versta hugmynd sem ég heyrt“
Bjarni Benediktsson og Ágúst Ólafur Ágústsson Þingmennirnir eru ósammála um fjölgun opinberra starfa.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það ekki vera verkefni stjórnvalda að stórfjölga opinberum störfum til að mæta auknu atvinnuleysi vegna Covid-19 faraldursins.

Þetta kom fram í umræðum um fjáraukalög á Alþingi í dag. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherra um hvar beinar aðgerðir fyrir heimilin í landinu væri að finna í nýjum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. „Það er afskaplega lítið í þessum pakka sem stuðlar til dæmis að því að búa til ný störf,“ sagði Ágúst Ólafur. „Af hverju ekki að fjölga opinberum störfum? Það bæði þarft og væri skynsamlegt í þessu ásigkomulagi. Það er merkilegt að einu nýju störfin í þessum pakka séu sumarstörf. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim en ég get svo sannarlega fullyrt úr þessum stól að fólk bjóst við meiru en hér má finna.“

„Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt“

Bjarni sagði hlutabótakerfið hjálpa til við að létta launakostnað fyrirtækja og halda fólki í störfum í einkageiranum. „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum,“ svaraði Bjarni. „Ég held að það sé ekki verkefnið. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvert vandamálið er. Vandamálið er störfin í einkageiranum sem eru að hverfa. Það er rót vandans.“

Bætti hann því við að ef ekki yrði tekið ástandinu muni stjórnvöld ekki hafa efni á samneyslunni og þeim útgjöldum sem búist væri við. „Við munum einfaldlega ekki hafa tekjur til ríkissjóðs til að greiða bætur almannatrygginga, reka menntakerfið, reka heilbrigðisþjónustuna, félagsþjónustuna, standa undir samgöngukerfinu og svo framvegis. Það er hættan sem við stöndum frammi fyrir þannig að aðgerðir okkar hljóta að eiga miðast við að örva að nýju starfasköpun í samfélaginu. Ég held að hlutinn sem snýr að rannsókn, þróun og nýsköpun sé mjög líklegur til að skila árangri í því efni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár