Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lífshlaup sem minnir helst á sápuóperu

Lífs­hlaup Jó­hönnu Jón­as minn­ir á sögu­þráð í banda­rískri sápuóperu. Það á reynd­ar vel við, því hún lék í banda­rískri sápuóperu áð­ur en hún hafn­aði yf­ir­borðs­mennsku og út­lits­dýrk­un skemmt­ana­iðn­að­ar­ins þar ytra. Allt frá barnæsku glímdi hún við átrösk­un og eft­ir að leik­list­ar­fer­ill­inn náði flugi hér heima glímdi hún við kuln­un og hætti. Nú hef­ur líf­ið aldrei ver­ið betra, hún starfar sem heil­ari og held­ur nám­skeið í þakk­læti með eig­in­manni sín­um, Jónasi Sen.

Lífshlaup sem minnir helst á sápuóperu
Jóhanna Jónas Hún segir að líf sitt hafi sannarlega tekið óvænta stefnu. „Ég hefði hlegið mig máttlausa og notað virkilega óviðeigandi orð ef einhver hefði sagt við mig að svona yrði mitt líf. Ég segi svo oft við fólk sem kemur til mín og er í rosalega erfiðum málum: Ekki gefa upp vonina. Ef þú gefur þér séns og setur þér ásetning um að komast í gegnum skaflinn þá eru allar líkur á að það takist. Og þú getur lent í mörgum óvæntum ævintýrum á leiðinni,“ segir Jóhanna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jóhanna Jónas gerði garðinn frægan í upphafi 10. áratugarins þegar hún landaði hlutverki í bandarískri sápuóperu. Lífshlaup hennar hefur reyndar minnt á sápuóperu, á barnsaldri varði hún sumarfríum í félagsskap breskra yfirstéttarbarna í fínum heimavistarskólum, lærði síðan leiklist en hafnaði að lokum útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku í bandarískum skemmtanaiðnaði og segist aldrei hafa séð eftir því. Hún barðist við átröskun í áratugi, glímdi við kulnun og fann sína leið með því að kenna magadans. Nú vinnur hún sem heilari og að heildrænni samtalsmeðferð. 

Núna er hún orðin 55 ára gömul og segir að lífið hafi aldrei verið betra. Ekki síst eftir að hún tók bestu, en jafnframt eina erfiðustu ákvörðun lífs síns; að sleppa tökunum og leyfa lífinu að hafa sinn gang.

Jóhanna er fædd og uppalin í Hafnarfirði og æska hennar var að mörgu leyti frábrugðin því sem gerðist og gekk hér á landi á 7. og 8. áratug síðustu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár