Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lífshlaup sem minnir helst á sápuóperu

Lífs­hlaup Jó­hönnu Jón­as minn­ir á sögu­þráð í banda­rískri sápuóperu. Það á reynd­ar vel við, því hún lék í banda­rískri sápuóperu áð­ur en hún hafn­aði yf­ir­borðs­mennsku og út­lits­dýrk­un skemmt­ana­iðn­að­ar­ins þar ytra. Allt frá barnæsku glímdi hún við átrösk­un og eft­ir að leik­list­ar­fer­ill­inn náði flugi hér heima glímdi hún við kuln­un og hætti. Nú hef­ur líf­ið aldrei ver­ið betra, hún starfar sem heil­ari og held­ur nám­skeið í þakk­læti með eig­in­manni sín­um, Jónasi Sen.

Lífshlaup sem minnir helst á sápuóperu
Jóhanna Jónas Hún segir að líf sitt hafi sannarlega tekið óvænta stefnu. „Ég hefði hlegið mig máttlausa og notað virkilega óviðeigandi orð ef einhver hefði sagt við mig að svona yrði mitt líf. Ég segi svo oft við fólk sem kemur til mín og er í rosalega erfiðum málum: Ekki gefa upp vonina. Ef þú gefur þér séns og setur þér ásetning um að komast í gegnum skaflinn þá eru allar líkur á að það takist. Og þú getur lent í mörgum óvæntum ævintýrum á leiðinni,“ segir Jóhanna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jóhanna Jónas gerði garðinn frægan í upphafi 10. áratugarins þegar hún landaði hlutverki í bandarískri sápuóperu. Lífshlaup hennar hefur reyndar minnt á sápuóperu, á barnsaldri varði hún sumarfríum í félagsskap breskra yfirstéttarbarna í fínum heimavistarskólum, lærði síðan leiklist en hafnaði að lokum útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku í bandarískum skemmtanaiðnaði og segist aldrei hafa séð eftir því. Hún barðist við átröskun í áratugi, glímdi við kulnun og fann sína leið með því að kenna magadans. Nú vinnur hún sem heilari og að heildrænni samtalsmeðferð. 

Núna er hún orðin 55 ára gömul og segir að lífið hafi aldrei verið betra. Ekki síst eftir að hún tók bestu, en jafnframt eina erfiðustu ákvörðun lífs síns; að sleppa tökunum og leyfa lífinu að hafa sinn gang.

Jóhanna er fædd og uppalin í Hafnarfirði og æska hennar var að mörgu leyti frábrugðin því sem gerðist og gekk hér á landi á 7. og 8. áratug síðustu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár