Jóhanna Jónas gerði garðinn frægan í upphafi 10. áratugarins þegar hún landaði hlutverki í bandarískri sápuóperu. Lífshlaup hennar hefur reyndar minnt á sápuóperu, á barnsaldri varði hún sumarfríum í félagsskap breskra yfirstéttarbarna í fínum heimavistarskólum, lærði síðan leiklist en hafnaði að lokum útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku í bandarískum skemmtanaiðnaði og segist aldrei hafa séð eftir því. Hún barðist við átröskun í áratugi, glímdi við kulnun og fann sína leið með því að kenna magadans. Nú vinnur hún sem heilari og að heildrænni samtalsmeðferð.
Núna er hún orðin 55 ára gömul og segir að lífið hafi aldrei verið betra. Ekki síst eftir að hún tók bestu, en jafnframt eina erfiðustu ákvörðun lífs síns; að sleppa tökunum og leyfa lífinu að hafa sinn gang.
Jóhanna er fædd og uppalin í Hafnarfirði og æska hennar var að mörgu leyti frábrugðin því sem gerðist og gekk hér á landi á 7. og 8. áratug síðustu …
Athugasemdir