Lífshlaup sem minnir helst á sápuóperu

Lífs­hlaup Jó­hönnu Jón­as minn­ir á sögu­þráð í banda­rískri sápuóperu. Það á reynd­ar vel við, því hún lék í banda­rískri sápuóperu áð­ur en hún hafn­aði yf­ir­borðs­mennsku og út­lits­dýrk­un skemmt­ana­iðn­að­ar­ins þar ytra. Allt frá barnæsku glímdi hún við átrösk­un og eft­ir að leik­list­ar­fer­ill­inn náði flugi hér heima glímdi hún við kuln­un og hætti. Nú hef­ur líf­ið aldrei ver­ið betra, hún starfar sem heil­ari og held­ur nám­skeið í þakk­læti með eig­in­manni sín­um, Jónasi Sen.

Lífshlaup sem minnir helst á sápuóperu
Jóhanna Jónas Hún segir að líf sitt hafi sannarlega tekið óvænta stefnu. „Ég hefði hlegið mig máttlausa og notað virkilega óviðeigandi orð ef einhver hefði sagt við mig að svona yrði mitt líf. Ég segi svo oft við fólk sem kemur til mín og er í rosalega erfiðum málum: Ekki gefa upp vonina. Ef þú gefur þér séns og setur þér ásetning um að komast í gegnum skaflinn þá eru allar líkur á að það takist. Og þú getur lent í mörgum óvæntum ævintýrum á leiðinni,“ segir Jóhanna. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jóhanna Jónas gerði garðinn frægan í upphafi 10. áratugarins þegar hún landaði hlutverki í bandarískri sápuóperu. Lífshlaup hennar hefur reyndar minnt á sápuóperu, á barnsaldri varði hún sumarfríum í félagsskap breskra yfirstéttarbarna í fínum heimavistarskólum, lærði síðan leiklist en hafnaði að lokum útlitsdýrkun og yfirborðsmennsku í bandarískum skemmtanaiðnaði og segist aldrei hafa séð eftir því. Hún barðist við átröskun í áratugi, glímdi við kulnun og fann sína leið með því að kenna magadans. Nú vinnur hún sem heilari og að heildrænni samtalsmeðferð. 

Núna er hún orðin 55 ára gömul og segir að lífið hafi aldrei verið betra. Ekki síst eftir að hún tók bestu, en jafnframt eina erfiðustu ákvörðun lífs síns; að sleppa tökunum og leyfa lífinu að hafa sinn gang.

Jóhanna er fædd og uppalin í Hafnarfirði og æska hennar var að mörgu leyti frábrugðin því sem gerðist og gekk hér á landi á 7. og 8. áratug síðustu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár