Stundin sendir í dag út fyrirlestur á vegum Endurmenntunar HÍ þar sem Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka, ræðir áhrif COVID-19 faraldursins á heimilisbókhaldið.
Streymið hefst klukkan 12:15 og verður aðgengilegt á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og í þessari frétt. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.
Eftirfarandi er tilkynning frá Endurmenntun HÍ um fyrirlesturinn:
Fjármál heimilisins og Covid-19 með Birni Berg
Endurmenntun HÍ býður upp á fjórða hádegisfyrirlesturinn á tímum samkomubanns. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka, ræðir áhrif COVID-19 faraldursins á heimilisbókhaldið. Björn Berg fer yfir þá möguleika sem í boði eru til að taka fjármál heimilisins föstum tökum þegar margir horfa fram á breytta lífsafkomu. Er til dæmis skynsamlegt að taka út séreignarsparnaðinn, nú þegar opnað hefur verið fyrir þann möguleika óháð aldri? En hvað með lánin? Er hægt að fresta afborgunum og eru kannski tækifæri til að endurfjármagna íbúðalánin nú þegar vextir hafa lækkað?
Athugasemdir