Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja byggja upp herskipahöfn í ljósi Covid-kreppunnar

Reykja­nes­hafn­ir, Ásmund­ur Frið­riks­son og Frið­jón Ein­ars­son, formað­ur bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar, eru á einu máli um að byggja upp að­stöðu fyr­ir NATO til að bregð­ast við efna­hags­þreng­ing­um.

Vilja byggja upp herskipahöfn í ljósi Covid-kreppunnar

Reykjaneshafnir vilja ráðast í milljarðauppbyggingu í Helguvík til að taka á móti herskipum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Málið er ekki komið í neinn farveg innan NATO og engin formleg fyrirspurn borist, en er á teikniborðinu hjá hafnaryfirvöldum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hins vegar vita til þess að þjóðir innan NATO hafi „kallað eftir“ verkefninu.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins um málið í dag eru stjórn hafnarinnar, Ásmundur og Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, á einu máli um að verkefnið hefði jákvæð efnahagsleg áhrif nú þegar atvinnuleysi fer hækkandi vegna afleiðinga Covid-19 faraldursins. Harðærið sé kjörinn tími fyrir verkefnið, enda áætlanir í hendi.

Að mati Ásmundar mundi verkefnið kosta allt að 16,5 milljarða króna og segir hann bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ekki hafa tekið undir hugmyndirnar af nægum krafti. Friðjón segir hins vegar að bæjarstjórnin sé áhugasöm um verkefnið og það muni kosta nær tveimur til fjórum milljörðum króna.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafna, segir við Morgunblaðið að verkefnið sé „ekki bara á teikniborðinu heldur vel yfir því“. Aðilar frá NATO sem ferðast hafi til landsins hafi kannað aðstæður við höfnina. „Og í framhaldinu höfum við viljað teikna upp hvernig við gætum þjónustað þessa aðila betur, enda eru fyrir einstakar aðstæður í Helguvíkurhöfn á landsvísu,“ segir hann. „Þar eru forsendur fyrir legu stórra skipa og langra, ásamt því sem samspilið við flugvöllinn er kjörið. Þarna er því virkilega tækifæri til uppbyggingar.“

Friðjón segir atvinnuleysi á svæðinu nálgist nú 20 prósent og bæjaryfirvöld hafi kvatt ríkið til að koma að uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Ferðaþjónastan, flugvöllurinn og Bláa lónið hafi fengið högg vegna Covid-19 faraldursins. „Við fórum illa út úr hruni WOW og síðan hefur ekki verið gripið til sértækra aðgerða á okkar svæði nema þeirra sem NATO stendur þegar í á varnarsvæðinu,“ segir Friðjón. 

Ekki hlutverk sveitarstjórna að ákveða

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, segir við Morgunblaðið að hún kannist ekki við áformin og þau hafi ekki reatað inn á borð nefndarinnar. Þessar ákvarðanir séu ekki teknar á vegum sveitarstjórna eða félaga þeirra, heldur séu samningsatriði á milli Íslands og NATO.

„Þetta hljómar eins og vanþekking á sambandi okkar við Atlantshafsbandalagið, að áætla að bandalagið setji verkefni eins og þetta bara af stað í Helguvík sisvona,“ segir Rósa. „Allt sem tengist NATO er bundið aðildarsamningum okkar og breytingar á því þar með eitthvað sem er bundið þinglegum samþykktum en ekki umræðu á Facebook.“ Vísar hún þar til umræðna sem farið hafa fram á Facebook síðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns.

„Þetta hljómar eins og vanþekking á sambandi okkar við Atlantshafsbandalagið“

Rósa hefur gagnrýnt frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja og viðveru varnarliðsins, enda sé það einnig afstaða Vinstri grænna. „Mér finnst því sérstakt að kjörnir fulltrúar á Suðurnesjum séu að leita til NATO vegna uppbyggingar á innviðum. Eins og við vitum eru uppbygging og viðhald á vegum Atlantshafsbandalagsins þegar umdeild mál, þannig að ef við værum að fara í hernaðartengda uppbyggingu á hafnarsvæðum væri það eitthvað sem þyrfti mun ítarlegri umræðu við, enda um þjóðaröryggismál að ræða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár