Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eggjum grýtt í Veganbúðina

„Þetta eru vænti ég ein­hverj­ir ung­ling­ar að reyna að vera fyndn­ir,“ seg­ir eig­and­inn.

Eggjum grýtt í Veganbúðina
Óskemmtileg aðkoma Eggjum hafði verið grýtt í Veganbúðina þegar að var komið í morgun.

Aðkoman að Veganbúðinni í Faxafeni í morgun var óskemmtileg en einhverjir höfðu þá gert sér að leik að grýta eggjum í verslunina. Magnús Reyr Agnarsson, einn eigenda búðarinnar, segist vænta þess að einhver hafi verið að gera tilraun til að vera fyndinn, frekar en að um andúð á veganisma og einhvers konar mótmæli gegn honum sé að ræða. 

Aðkoman í morgun var með þeim hætti að eggjum hafði verið kastað í rúður búðarinnar og tómur eggjabakki lá á stéttinni. Eftir því sem Magnús best vissi, þegar Stundin ræddi við hann, höfðu ekki orðið skemmdir á húsnæðinu, einungis óþrifnaður. Sagði hann að þetta væri í fyrsta skipti sem þau hefðu orðið fyrir einhverju ónæði en Veganbúðin var opnuð í Faxafeni fyrir um tveimur vikum. 

„Þetta eru vænti ég einhverjir unglingar að reyna að vera fyndnir, ég gef mér það. Það voru einhverjir unglingar sem komu í búðina í gær og voru að að reyna að vera sniðugir og ætli þetta séu ekki bara þeir. Við höfum ekki áður lent í beinum skemmdarverkum eða öðru í þeim dúr, þessi fíflaskapur er það fyrsta sem við höfum lent í. Auðvitað er ómögulegt að segja hvort það búi eitthvað meira að baki en mér þykir það þó ólíklegt í þessu tilviki,“ segir Magnús.

Hann segir að afar vel hafi gengið í rekstrinum síðan búðin opnaði. Hún var áður í formi netverslunar og opin á laugardögum í Hafnarfirði en það húsnæði var orðið allt of lítið. „Það er búið að vera margfalt meiri aðsókn en við gerðum ráð fyrir og við þurfum bara að gæta að því að birgja okkur upp, til að eiga nóg af vörum, því það gengur svo hratt á þetta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár