Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kallar eftir styrkjum til fjölmiðla vegna faraldursins

Helga Vala Helga­dótt­ir þing­mað­ur seg­ir fjöl­miðla ekki geta nýtt sér sum­ar af að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á með­an aug­lýs­inga­tekj­ur þeirra drag­ast sam­an.

Kallar eftir styrkjum til fjölmiðla vegna faraldursins
Helga Vala Helgadóttir Þingmaður Samfylkingar kallar eftir styrkjum til fjölmiðla. Mynd: Alþingi

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að fjölmiðlar verði styrktir sérstaklega í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bendir hún á að geirinn geti ekki nýtt sér margar af þeim leiðum sem hafi verið kynntar, til dæmis það að senda fólk í hlutastarf, á sama tíma og auglýsingatekjur dragast saman.

Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, er enn óafgreitt á Alþingi, en því var ætlað var að styðja við einkarekna fjölmiðla. Í grein í Morgunblaðinu í dag skrifar Helga Vala að stjórn og stjórnarandstaða séu sammála um að bregðast við heimsfaraldrinum með efnahagslegum aðgerðum. Nefnir hún hlutastarfaleiðina sérstaklega, en segir að fleira þurfi að koma til í næsta pakka ríkisstjórnarinnar.

„Einn er sá rekstur sem enga athygli hefur fengið þegar kemur að stuðningi stjórnvalda en getur lítið stuðst við þær leiðir sem þegar hafa verið samþykktar,“ skrifar Helga Vala. „Fjölmiðlar eru hreint ekki að glíma við verkefnaskort þessa dagana heldur er þvert á móti stöðug krafa samfélagsins um reglulegar fréttir af ástandinu, krafa um almennar fréttir og síðast en ekki síst er mikil krafa um ýmiss konar afþreyingarefni til að hafa ofan af fyrir okkur, börnum okkar og ungmennum í samkomubanni.“

Helga Vala segir fjölmiðla hafa svarað því kalli með breytingum á dagskrá sinni og miðlum. „Upplýsingarnar flæða til okkar sem og skemmti-, kennslu- og afþreyingarefni. Fjölmiðlafólk hleypur hraðar en nokkru sinni á sama tíma og augljós hætta steðjar að vinnuveitendum þess. Auglýsingatekjur fjölmiðla hafa hríðfallið eftir komu Covid og samkomubanns í kjölfarið. Fjölmiðlar geta ekki nýtt sér þær leiðir sem stjórnvöld hafa boðið upp á því það er jú ekki hægt að fresta bara greiðslum eða senda starfsfólk í hlutastarf,“ skrifar hún.

„Í lýðræðisþjóðfélagi gegna fjölmiðlar algjöru lykilhlutverki og vil ég því skora á ríkisstjórnina að huga vel að útfærslu á því með hvaða hætti eigi að veita þeim stuðning í næsta pakka sem kynntur verður. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um styrkveitingar til fjölmiðla í sumar eða haust því slíkt verður að gerast núna. Það hafa nágrannalönd okkar gert og ég skora á ríkisstjórn að bregðast við áður en tjón verður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár