Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kallar eftir styrkjum til fjölmiðla vegna faraldursins

Helga Vala Helga­dótt­ir þing­mað­ur seg­ir fjöl­miðla ekki geta nýtt sér sum­ar af að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á með­an aug­lýs­inga­tekj­ur þeirra drag­ast sam­an.

Kallar eftir styrkjum til fjölmiðla vegna faraldursins
Helga Vala Helgadóttir Þingmaður Samfylkingar kallar eftir styrkjum til fjölmiðla. Mynd: Alþingi

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að fjölmiðlar verði styrktir sérstaklega í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bendir hún á að geirinn geti ekki nýtt sér margar af þeim leiðum sem hafi verið kynntar, til dæmis það að senda fólk í hlutastarf, á sama tíma og auglýsingatekjur dragast saman.

Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, er enn óafgreitt á Alþingi, en því var ætlað var að styðja við einkarekna fjölmiðla. Í grein í Morgunblaðinu í dag skrifar Helga Vala að stjórn og stjórnarandstaða séu sammála um að bregðast við heimsfaraldrinum með efnahagslegum aðgerðum. Nefnir hún hlutastarfaleiðina sérstaklega, en segir að fleira þurfi að koma til í næsta pakka ríkisstjórnarinnar.

„Einn er sá rekstur sem enga athygli hefur fengið þegar kemur að stuðningi stjórnvalda en getur lítið stuðst við þær leiðir sem þegar hafa verið samþykktar,“ skrifar Helga Vala. „Fjölmiðlar eru hreint ekki að glíma við verkefnaskort þessa dagana heldur er þvert á móti stöðug krafa samfélagsins um reglulegar fréttir af ástandinu, krafa um almennar fréttir og síðast en ekki síst er mikil krafa um ýmiss konar afþreyingarefni til að hafa ofan af fyrir okkur, börnum okkar og ungmennum í samkomubanni.“

Helga Vala segir fjölmiðla hafa svarað því kalli með breytingum á dagskrá sinni og miðlum. „Upplýsingarnar flæða til okkar sem og skemmti-, kennslu- og afþreyingarefni. Fjölmiðlafólk hleypur hraðar en nokkru sinni á sama tíma og augljós hætta steðjar að vinnuveitendum þess. Auglýsingatekjur fjölmiðla hafa hríðfallið eftir komu Covid og samkomubanns í kjölfarið. Fjölmiðlar geta ekki nýtt sér þær leiðir sem stjórnvöld hafa boðið upp á því það er jú ekki hægt að fresta bara greiðslum eða senda starfsfólk í hlutastarf,“ skrifar hún.

„Í lýðræðisþjóðfélagi gegna fjölmiðlar algjöru lykilhlutverki og vil ég því skora á ríkisstjórnina að huga vel að útfærslu á því með hvaða hætti eigi að veita þeim stuðning í næsta pakka sem kynntur verður. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um styrkveitingar til fjölmiðla í sumar eða haust því slíkt verður að gerast núna. Það hafa nágrannalönd okkar gert og ég skora á ríkisstjórn að bregðast við áður en tjón verður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár