Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kallar eftir styrkjum til fjölmiðla vegna faraldursins

Helga Vala Helga­dótt­ir þing­mað­ur seg­ir fjöl­miðla ekki geta nýtt sér sum­ar af að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á með­an aug­lýs­inga­tekj­ur þeirra drag­ast sam­an.

Kallar eftir styrkjum til fjölmiðla vegna faraldursins
Helga Vala Helgadóttir Þingmaður Samfylkingar kallar eftir styrkjum til fjölmiðla. Mynd: Alþingi

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að fjölmiðlar verði styrktir sérstaklega í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar. Bendir hún á að geirinn geti ekki nýtt sér margar af þeim leiðum sem hafi verið kynntar, til dæmis það að senda fólk í hlutastarf, á sama tíma og auglýsingatekjur dragast saman.

Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, er enn óafgreitt á Alþingi, en því var ætlað var að styðja við einkarekna fjölmiðla. Í grein í Morgunblaðinu í dag skrifar Helga Vala að stjórn og stjórnarandstaða séu sammála um að bregðast við heimsfaraldrinum með efnahagslegum aðgerðum. Nefnir hún hlutastarfaleiðina sérstaklega, en segir að fleira þurfi að koma til í næsta pakka ríkisstjórnarinnar.

„Einn er sá rekstur sem enga athygli hefur fengið þegar kemur að stuðningi stjórnvalda en getur lítið stuðst við þær leiðir sem þegar hafa verið samþykktar,“ skrifar Helga Vala. „Fjölmiðlar eru hreint ekki að glíma við verkefnaskort þessa dagana heldur er þvert á móti stöðug krafa samfélagsins um reglulegar fréttir af ástandinu, krafa um almennar fréttir og síðast en ekki síst er mikil krafa um ýmiss konar afþreyingarefni til að hafa ofan af fyrir okkur, börnum okkar og ungmennum í samkomubanni.“

Helga Vala segir fjölmiðla hafa svarað því kalli með breytingum á dagskrá sinni og miðlum. „Upplýsingarnar flæða til okkar sem og skemmti-, kennslu- og afþreyingarefni. Fjölmiðlafólk hleypur hraðar en nokkru sinni á sama tíma og augljós hætta steðjar að vinnuveitendum þess. Auglýsingatekjur fjölmiðla hafa hríðfallið eftir komu Covid og samkomubanns í kjölfarið. Fjölmiðlar geta ekki nýtt sér þær leiðir sem stjórnvöld hafa boðið upp á því það er jú ekki hægt að fresta bara greiðslum eða senda starfsfólk í hlutastarf,“ skrifar hún.

„Í lýðræðisþjóðfélagi gegna fjölmiðlar algjöru lykilhlutverki og vil ég því skora á ríkisstjórnina að huga vel að útfærslu á því með hvaða hætti eigi að veita þeim stuðning í næsta pakka sem kynntur verður. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um styrkveitingar til fjölmiðla í sumar eða haust því slíkt verður að gerast núna. Það hafa nágrannalönd okkar gert og ég skora á ríkisstjórn að bregðast við áður en tjón verður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár