Dagbók hjúkrunarfræðings á COVID-19 deildinni

Ólíkt stríð­um og nátt­úru­ham­förum, sem oft­ast eru stað­bundn­ar hörm­ung­ar í af­mörk­uð­um heims­hlut­um, hef­ur COVID-19 sam­ein­að mann­kyn­ið sem glím­ir alls stað­ar við sama sjúk­dóm­inn og af­leið­ing­arn­ar sem hann hef­ur á sam­fé­lag­ið. Lýs­ing­ar heil­brigð­is­starfs­fólks um all­an heim eru þær sömu, frá­sagn­ir af ringul­reið, skorti á hlífð­ar­bún­aði og fár­veik­um sjúk­ling­um en líka af ná­ungakær­leik, dugn­aði og sam­stöðu.

Dagbók hjúkrunarfræðings á COVID-19 deildinni

Hjúkrunarfræðingur á COVID-19 deildinni á háskólasjúkrahúsinu í Wales í Bretlandi ákvað að halda nákvæma dagbók af fyrstu tveimur vöktunum sínum í framvarðasveitinni gegn kórónaveirunni. Rétt er að vara við sumum lýsingunum í þessum einstaka vitnisburði, sem hún ákvað að deila með lesendum Stundarinnar.

Ég er menntaður hjúkrunarfræðingur og hef unnið hjá NHS, bresku heilbrigðisþjónustunni, í 15 ár. Fyrst um sinn vann ég í bæklunarlækningum, en svo uppgötvaði ég að ástríða mín felst í því að gera að sárum. Ég fór út í það og er sérhæfður sárahjúkrunarfræðingur fyrir allt Cardiff og Wales-svæðið í dag. Þetta reyndist líka fjölskylduvænlegra starf, því vaktirnar eru frá kl. 8 til kl. 16 og frí um helgar. Ég á 20 mánaða gamlan son og eiginmann sem vinnur sem arkitekt. Hann vinnur reyndar heima um þessar mundir og verkefnin eru fá sökum ástandsins, svo hann sér alfarið um son okkar.  

Skipað í framvarðarsveitina

Í síðustu viku …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í framlínunni

„Ég fer að gráta í hvert sinn“
FréttirFólkið í framlínunni

„Ég fer að gráta í hvert sinn“

Amy Mitchell vinn­ur sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur í Victoria Brit­ish Col­umb­ia í Kan­ada. Spít­al­inn sem hún vinn­ur á, The Royal Ju­bilee Hospital, er ann­ar af tveim­ur á Vancou­ver Is­land sem sinn­ir COVID-19 sjúk­ling­um. Amy vinn­ur á hjarta­deild­inni, þar sem ástand sjúk­linga er nógu stöð­ugt til að þeir þurfi ekki að vera á gjör­gæslu, en ekki nógu stöð­ugt til að bíða heima eft­ir þvi að kom­ast í að­gerð. Eft­ir að COVID-19 far­ald­ur­inn hófst sér deild­in núna um alla sem eru með stað­fest og grun­að smit og þurfa að vera und­ir hjarta­eft­ir­liti. Þeg­ar þetta er rit­að hafa 38 ein­stak­ling­ar lát­ist úr nýju kór­óna­veirunni á svæð­inu.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár