Hjúkrunarfræðingur á COVID-19 deildinni á háskólasjúkrahúsinu í Wales í Bretlandi ákvað að halda nákvæma dagbók af fyrstu tveimur vöktunum sínum í framvarðasveitinni gegn kórónaveirunni. Rétt er að vara við sumum lýsingunum í þessum einstaka vitnisburði, sem hún ákvað að deila með lesendum Stundarinnar.
Ég er menntaður hjúkrunarfræðingur og hef unnið hjá NHS, bresku heilbrigðisþjónustunni, í 15 ár. Fyrst um sinn vann ég í bæklunarlækningum, en svo uppgötvaði ég að ástríða mín felst í því að gera að sárum. Ég fór út í það og er sérhæfður sárahjúkrunarfræðingur fyrir allt Cardiff og Wales-svæðið í dag. Þetta reyndist líka fjölskylduvænlegra starf, því vaktirnar eru frá kl. 8 til kl. 16 og frí um helgar. Ég á 20 mánaða gamlan son og eiginmann sem vinnur sem arkitekt. Hann vinnur reyndar heima um þessar mundir og verkefnin eru fá sökum ástandsins, svo hann sér alfarið um son okkar.
Skipað í framvarðarsveitina
Í síðustu viku …
Athugasemdir