Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

COVID-veiran gæti geymst vel í frysti

Kór­óna­veir­ur á borð við SARS-CoV-2, sem veld­ur COVID-19, þola fryst­ingu al­mennt vel. Tug­þús­unda ára göm­ul risa­veira, sem fannst í sífrera í Síberíu, bjó enn yf­ir sýk­inga­mætti og dæmi eru um að veir­ur geti leg­ið í dvala í mjög lang­an tíma.

COVID-veiran gæti geymst vel í frysti
COVID-19 Kórónaveirur á borð við SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, þola almennt frystingu vel. Rannsóknir hafa sýnt að SARS-CoV og MERS-CoV, sem eru kórónaveirur náskyldar SARS-CoV-2, geta haldist sýkingarhæfar við -20°C í allt að tvö ár. Mynd: Shutterstock

Kórónaveirur  á borð við  SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, þola frystingu almennt vel. Hlýnun jarðar og bráðnun jökla því fylgjandi gæti haft í för með sér að veirur, sem hafa legið í dvala, láti aftur á sér kræla. Forn risaveira, sem enn bjó yfir sýkingamætti, uppgötvaðist í 30.000 ára gömlum sífrera í Síberíu fyrir sex árum. Þetta segir Stefán Ragnar Jónsson, sameindalíffræðingur á Keldum.

Enn sem komið er hafa ekki verið birtar niðurstöður rannsókna á frostþoli SARS-CoV-2, en Stefán segir að ef litið sé til rannsókna á öðrum kórónuveirum þá megi ætla að hún þoli frystingu vel. „Bæði virðast þær þola endurfrystingu í nokkur skipti og rannsóknir hafa sýnt að SARS-CoV og MERS-CoV geta haldist sýkingarhæfar við -20°C í allt að tvö ár,“ segir Stefán og á þar við náin skyldmenni SARS-CoV-2 sem annars vegar valda SARS-sjúkdómnum eða HABL- eins og hann var kallaður á íslensku og stendur fyrir heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu og hinsvegar MERS-sjúkdómnum.

Þola kulda betur en hita

Vísindavef Háskóla Íslands hefur borist talsvert af fyrispurnum um þessa eiginleika veirunnar og í svari Stefáns þar kemur fram að almennt þoli veirur betur kulda en hita. Margar þeirra séu frostþolnar en það fari nokkuð eftir gerð þeirra og í hvaða umhverfi þær séu. „Vísindamenn sem vinna við veirurannsóknir geyma veirur í frumuræktunarvökva við -80°C. Hægt er að geyma þær á þann hátt árum saman án þess að þær tapi miklu af sýkingarmætti sínum,“ segir Stefán.

Stefán Ragnar JónssonHann segir að fólk geti andað rólega vegna ævafornu risaveirunnar sem fannst í síberskum sífrera, hún sýki einungis einfrumunga af ætt amaba.

Hann segir að séu veirur frystar í vatni sé geymsluþol þeirra frekar stutt vegna þess hversu lágt sýrustig vatns er. „En ef þær eru umluktar lífrænu efni svo sem vefjum eða úrgangi, eins og til dæmis saur, geta þær haldist sýkingarhæfar lengur. Nokkrar af þeim veirum sem valda matareitrunum, svo sem nóróveirur, geta borist með smituðum frosnum matvælum,“ segir Stefán. Hann segir flestar veirur þola endurfrystingu illa, stór hluti sýkingarhæfra veiruagna tapist við hverja frystingu. 

Tíu sinnum stærri en kórónaveira

Hann segir dæmi um að veirur geti legið í dvala í mjög langan tíma. „2014 uppgötvaðist veira af tegund pandóruveira, Pithovirus Sibericum, í 30 þúsund ára gömlum ís úr síberískum sífrera. Pandóruveirur eru með allra stærstu veirum sem finnast, þessi er 1,5 míkrómetri í þvermál sem er á stærð við bakteríu og ríflega tífalt þvermál kórónuveiru.“

Stefán segir að fólk geti andað rólega vegna þessarar ævafornu risaveiru, hún sýki einungis einfrumunga af ætt amaba. Við þessa uppgötvun vakni þó spurningar um hvort líkur séu á því, með aukinni bráðnun jökla og sífrera, að veirur sem legið hafa í dvala láti aftur á sér kræla.

„Veiran sem olli spænsku veikinni fannst í líkamsleifum fólks sem lést úr veikinni og grafið hafði verið í sífrera Alaska.

Hann segir all nokkur dæmi um það. Veiran sem olli Spænsku veikinni hafi fundist í líkamsleifum fólks, sem lést úr veikinni og grafið hafði verið í sífrera Alaska. „Það er reyndar óvíst hvort hún var sýkingahæf, segir Stefán. En hún náðist úr lungnavef og hægt var að raðgreina erfðaefni hennar. Þessar veirur varðveitast vel í frostinu og  erfðaefnið brotnar síður niður þó að veiran sé kannski ekki virk.“

30 fornar veirur fundust í tíbetskum jökli

Stefán segir að um 30 mismunandi veirur hafi nýverið fundist í borkjörnum frá Guliyan ísbreiðunni í Tíbet sem hefur verið að hopa vegna hlýnunar jarðar. „Ekki er vitað til þess að nein þeirra sé skaðleg mönnum, en margar þeirra voru ekki þekktar áður. Og þó að veira finnist, sem hefur lengi verið frosin, er ekki þar með sagt að hún búi enn yfir sýkingamætti, því til þess að það megi verða þarf veiruögnin að vera í heilu lagi þannig að himna og prótein veirunnar varðveitist. Stundum finnst bara erfðaefni hennar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár