Íslendingar keyptu vörur fyrir 1,7 milljarða króna í innlendum netverslunum í nýliðnum marsmánuði. Verslun á netinu hefur aldrei verið meiri hér á landi og velta í netverslun með dagvöru innanlands var næstum því tvöfalt meiri í nýliðnum mars en í sama mánuði í fyrra. Önnur netverslun jókst líka umtalsvert.
Þetta sýna nýjar tölur um kortaveltu Íslendinga innanlands. Það er mat Árna Sverris Hafsteinssonar, forstöðumanns Rannsóknarseturs verslunarinnar, að COVID-19 faraldurinn muni breyta verslunarháttum Íslendinga til frambúðar.
Til samanburðar nam netverslun Íslendinga innanlands tæpum 807 milljónum í mars í fyrra og er hlutfallsleg aukning á milli ára 111%. Hér er eingöngu átt við kaup á vöru, þjónusta er hér undanskilin.
Árni segir að Íslendingar hafi verið eftirbátar margra af nágrannaþjóðunum við að panta mat og aðra dagvöru …
Athugasemdir