Um sex hundruð af 740 starfsmönnum Arion banka stunda nú vinnu sína meira eða minna að heiman. Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá bankanum, segir mikilvægt að yfirmenn haldi vel utan um teymi sín og að haldið sé í vinnustaðamenninguna eftir föngum, þó að fólk sé hvað á sínum staðnum. Það geti gert gæfumuninn fyrir líðan fólks og starfsemina. Það er mat Helgu að fjarvinna verði notuð í meira mæli en áður eftir að COVID-19 faraldrinum lýkur og að starfshættir muni breytast til frambúðar.
„Við vorum ágætlega undir þetta búin,“ segir Helga. „Stór hluti okkar starfsmanna var þegar kominn með heimatengingu og við erum með flest þau gögn, sem fólk þarf að nota við vinnu sína, á rafrænu formi.“
Hún segir að flestar deildir og starfseiningar bankans hafi nú þann háttinn á að yfirmenn boði til rafrænna funda að morgni dags þar sem verkefni dagsins séu rædd. Til þess sé notaður …
Athugasemdir