Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Landhelgisgæslan varar við hafís sem nálgast landið

Stíf­ar norð­anátt­ir færa með sér haf­ís suð­ur á bóg­inn.

Landhelgisgæslan varar við hafís sem nálgast landið
Skipverji fylgist með Hafísinn var skammt utan við Halamið út af Vestfjörðum, í gær. Mynd: Landhelgisgæslan

„Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum,“ segir í viðvörun um hafís, „landsins forna fjanda“, sem Landhelgisgæslan taldi að gæti rekið hratt að landi. Hafísinn var næst landi um 43 sjómílur norðvestur af Straumnesi á Vestfjörðum í gær klukkan 16. 

„Veður og vindar voru með þeim hætti Landhelgisgæslunni þótti líklegt að hafís væri á svæðinu og gæti rekið hratt að landi,“ segir í tilkynningunni. 

Vonskuveður er á svæðinu, eins og á landinu öllu. Gul viðvörun er í gildi í dag vegna veðurs á Vestfjörðum, Norðvesturlandi og Norðurlandi eystra. Það verður éljagangur eða snjókoma með skafrenningi, lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði.

Næstu daga er spáð stífum norðanáttum með köflum og köldu veðri. Horfur eru á snjókomu næstu helgi, en í næstu viku gæti hlýnað.

Skipverjar á varðskipinu Þór komu auga á hafísinn, sem var rétt utan við hin fengsælu Halamið. Haft er eftir Halldóri Nellett, skipverja á Þór, að ísinn sé tættur. Hann reki hratt til suðsuðvesturs og sjáist illa á ratsjá. Finna má íshrafl og ísmola utan svæðisins sem kortlagt var af Landhelgisgæslunni.

Nánari upplýsingar fyrir sjófarendur hér.

HafísinnHér sést ísinn út úr brúnni á Þór.
Kortlagning íssinsHafísinn rekur í suðsuðvestur og var óttast að hann gæti borið hratt að landi.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár