Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Drífa: Kemur ekki á óvart að reynt sé að misnota úrræðið

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir að það komi sér ekki á óvart að fyr­ir­tæki reyni að mis­nota hluta­bóta­leið­ina. Hún seg­ir að nú sé ver­ið að skoða til hvaða að­gerða hægt sé að grípa. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, seg­ist telja að því mið­ur sé um að ræða ein­beitt­an brota­vilja í ein­hverj­um til­vik­um

Drífa: Kemur ekki á óvart að reynt sé að misnota úrræðið
Sólveig Anna Jónsdóttir og Drífa Snædal Þær segja að talsvert sé um að atvinnurekendur misnoti hlutabótaleiðina svokölluðu.

Það kemur Drífu Snædal, forseta ASÍ, ekki á óvart að fyrirtæki reyni að misnota hlutabótaleiðina sem kynnt var í síðustu viku. Hún segir fjöldann allan af tilkynningum hafa borist sambandinu um að fólk hafi verið fært niður í 25% starfshlutfall að nafninu til þannig að ríkið greiði 75% af laununum, en sinni síðan fullu starfi. Drífa segir að nú sé verið að skoða til hvaða aðgerða hægt sé að grípa.

Efling vakti athygli á þessu á vefsíðu sinni í gær en samkvæmt nýjum lögum um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins mögulegs samdráttar í starfsemi vinnuveitenda vegna kórónaveirunnar, verða fólki með allt að 400.000 krónur í mánaðarlaun tryggðar fullar tekjur.

Lögin kveða á um að laun þeirra sem eru með hærri mánaðarlaun geta aldrei samanlagt numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna, miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta og bæturnar koma úr atvinnutryggingasjóði. Með þessu móti geta fyrirtæki sem draga saman seglin á næstu vikum þannig haldið ráðningarsambandi við starfsfólk sem ekki hefur verkefni.  

„Okkur hafa borist ábendingar um þetta frá fólki í allflestum starfsgreinum og það er yfirleitt fólkið sjálft, sem verður fyrir þessu, sem sendir okkur þessar ábendingar,“ segir Drífa. „En það þarf að hafa í huga að hugsanlega gæti gætt einhvers misskilnings varðandi þetta úrræði og við munum á næstunni reyna að leiðrétta hann með öllum hætti.“

Grípa þarf til aðgerða sem fyrst

Spurð hversu margar ábendingarnar séu segir Drífa að það verði ekki gefið upp að svo stöddu,  „En þær eru það margar að við teljum að grípa þurfi til aðgerða sem fyrst og upplýsa um að þetta sé ekki í boði.“

Drífa segir að ASÍ hafi rökstuddan grun um að fyrirtæki, sem ekki eigi í neinum greiðslu- eða rekstrarerfiðleikum af neinu tagi, nýti sér nú þessa leið. „Við höfum heyrt af því að fyrirtæki telji sig eiga rétt á þessu til að eiga borð fyrir báru, ef ske kynni að þau myndu lenda í erfiðleikum síðar meir. Þetta úrræði er ekki ætlað til þess, eins og fram hefur komið, heldur til að bregðast við þeim erfiðleikum sem atvinnulífið stendur frammi fyrir hér og nú.“

Spurð hvort það hafi komið henni á óvart að einhverjir skuli hugsanlega misnota sér þetta úrræði segir Drífa svo ekki vera. „Nei, því miður. Við óttuðumst að þetta myndi gerast. Þetta er það opið úrræði, þarna er verið að galopna fyrir skráningu á atvinnuleysi að hluta til og það er ákveðin hætta sem fylgir svona aðgerðum.“

„Við höfum heyrt af því að fyrirtæki telji sig eiga rétt á þessu til að eiga borð fyrir báru, ef ske kynni að þau myndu lenda í erfiðleikum síðar meir“

Óprúttnir aðilar, segir Sólveig Anna

„Það er ekkert ólíklegt að þarna sé á ferð misskilningur hjá einhverjum atvinnurekendum. En ég tel því miður að um sé að ræða einbeittan brotavilja í einhverjum tilvikum,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

„Þarna eru óprúttnir aðilar, ég ætla að leyfa mér að nota það orð, sem hafa í undanförnu góðæri verið i rekstri sem því miður hefur gengið út á það að hámarka gróðann á sem skemmstum tíma með sem árangursríkustum hætti. Það er einfaldlega partur af rekstrarmódelinu að leita allra leiða til taka sem mest til sín á kostnað vinnandi fólks og núna hefur sá möguleiki bæst við að taka sem mest til sín á kostnað samfélagsins alls.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár